Birtingur - 01.12.1960, Page 10

Birtingur - 01.12.1960, Page 10
að því? Á einni slíkri stund fannst mér ég vera svo frjáls og óbundinn, að ég gæti gert hvað sem mér þóknaðist við orð og persónur í þessum heimi sem mér fannst að væri ekki annað en fáránlegur skrípaleikur, gjörsneyddur öllu sem talizt gat raunverulegt. Þetta hugarástand er vissulega mjög sjaldgæft; þessi hamingja, þessi fögnuð- ur að lifa í heimi sem ekki gerir manni lengur ónæði og er ekki lengur til, það er tilfinning sem varir ekki lengi Miklu oftar er ég á valdi hins gagnstæða: léttleik- inn breytist í þyngsli; hið gagnsæja verð- ur matt; heimurinn leggst á mig með ofurþunga sínum, kremur mig. Óyfirstíg- anlegur veggur rís á milli mín og heims- ins, milli mín og sjálfs mín; allt fyllist efni, svo hvergi verður rúm, og undir fargi þessa efnis verður frelsið að engu; sjóndeildarhringurinn skreppur saman í ekki neitt, og heimurinn verður að kæf- andi þröngri myrkvastofu. Málið molnar niður, en á annan hátt, orðin verða hlut- kennd og falla eins og steinar; ég er yfirbugaður og finn að ég má mín einskis gagnvart þeim ógnar öflum sem ég á í stríði við. Vafalaust eru mörg leikrit mín. þau sem þykja helzt dramatísk, runnin úr þessu hugarástandi: t. d. „Hvernig á að losa sig við það“ (Comment s’en débarasser) eða „Fórnardýr skyldunnar“ (Victimes du de- voir). Við þessar aðstæður Iiafa orðin misst allan kraft, og i stað þeirra koma hjálpargögn, hlutir. Aragrúi af sveppum þýtur upp í íbúð Amédée og Madeleine; lík sem þar er tekur að ,,færa út kví- arnar“ og vex þangað til það leggur undir sig alla íbúðina. í „Fórnardýrum skyld- unnar“ er raðað hundruðum bolla til að skenkja þrem persónum kaffi; húsgögnin sem byrgja stigann og fylla allt sviðið í „Nýja leigjandanum" (Le nouveau loca- taire) enda með því að grafa þennan leigjanda, þegar hann ætlar að flytja inn; í „Stólunum“ (Les Chaises) eru það tugir stóla með ósýnilegum gestum sem fylla sviðið; í „Jacques“ fara mörg nef að vaxa á andliti ungi-ar stúlku. Þegar málið er upp urið, verður andinn það líka. Heimur ofhlaðinn efni er tómur, öll tilvist er flúin þaðan: „of mikið“ verður „ ekki nóg“, og hlutirnir eru efnismynd einstæðingsskaparins, þeir eru sýnilegur og áþreifanlegur sigur hins andlausa, allt það sem við berjumst gegn. En ég læt hér ekki staðar numið við ömurleikatil- finninguna eina, og ef mér tekst, eins og ég vona, að fá kýmni í þessa ángist og þrátt fyrir þessa ángist, þá er það kýmn- in sem léttir af mér okinu, frelsar mig og gerir mig hólpinn. Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á leik- rit mín. Það verða aðrir að gera. Ég hef aðeins reynt að sýna, hverskonar geð- hrif hafa orðið mér efniviður í þau, hvað- an þau eru runnin: þau eiga rætur sínar í hugarástandi, en ekki hugmyndafræði, þau eru sprottin af hvöt, en ekki til orðin í samræmi við neina stefnuskrá; það samhengi sem verður til þess að geðhrifin taka á sig ákveðna mynd er í samræmi við innri nauðsyn, en ekki neina utanaðkomandi rökfestu í formi; hér er ekkert sem lýtur fyrirfram ákveðinni at- burðarás, heldur er hulu lyft af hræring- um sálarinnar, innri átök og hinn innri 8 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.