Birtingur - 01.12.1960, Side 12
Karel Capek: Það var alvanalegt lögreglumál: klukkan
fjögur að morgni hafði bíll ekið yfir
gamla, drukkna konu og horfið svo í burtu
á fullri ferð. Og nú átti ungi lögreglufull-
trúinn, dr. jur. Mejzlík, að hafa upp á
þessum bíl. Ungir embættismenn eins og
hann taka öll mál alvarlega.
,,Hm“, sagði dr. Mejzlík við lögregluþjón
nr. 141, „þér tókuð sem sé eftir bíl í þrjú
hundruð skrefa fjarlægð og sá sami bíll ók
í burtu með ofsa hraða, síðan sáuð þér,
hvar manneskja lá á götunni. Hvað gerðuð
þér fyrst?“
„Fyrst hljóp ég til hinnar slösuðu" upp-
lýsti lögregluþjónninn, „til að veita fyrstu
aðstoð".
„Fyrst áttuð þér að huga að bílnum“,
drundi dr. Mejzlík, „og þar á eftir sinna
kerlingunni. En það má vera“, bætti hann
við og klóraði sér í höfðinu með penna-
stönginni, „það má vera, að ég hefði gert
það sama í yðar sporum. Þér tókuð sem
sé ekki eftir númerinu á bílnum“, hélt
hann áfram, „en veittuð þér engu öðru
eftirtekt í sambandi við þennan bíl ...?“
„Ég er ekki frá því“, sagði lögregluþjónn
nr. 141 hikandi, „ég er ekki frá því, að
hann hafi verið dökkur. Kannski blár eða
rauður, það var ekki svo gott að átta sig
á því, vegna reyksins".
„ó, guð minn góður“, veinaði dr. Mejzlík,
„hvernig á ég að komast að því, hvaða bíll
þetta var. Á ég kannski að hlaupa á milli
bílstjóranna og spyrja: Afsakið, herra
minn, yður hefur líklegast ekki orðið það
á, að keyra yfir gamla kerlingu? Góði
maður, hvað viljið þér að ég geri með
þessar upplýsingar ?“
Skáldið
10 Birtingur