Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 17

Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 17
Jón fró Pálmholti: GEOMETRISK LJÓÐRÆNA til Harðar Ágústssonar Jöklarnir læddust niður í fjöruna dyfu tánum varlega ofaní sjóinn og sprúngu af kulda Jörðin var myrkur og sorg en ísþúngar bárur lyftu síkviku titrandi skauti sínu móti svörtum himni Þetta var kvöldið áður en Ijósbrotið fæddist Síðan hafa mennirnir fundið til lífs rafmagnið suðar í Ijóðeyrum þeirra og sumaraugun greina ný veður í flæðarmálinu Jörðin er litur og ást og síkvikar bárur lyfta höndunum hlæjandi móti fjallsrótunum Birtingur 15

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.