Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 24
síðar, og mun hann ekki síðan hafa séð
aðrar og enn aðrar austurfarir?
Og þegar þess er gætt, að Perse er maður
lærður í griskum fræðum og aðdáandi
grískra mennta, væri þá með nokkrum
ólíkindum að hann hafi litið á þessar aust-
m-farir og aðra landvinninga sem og stríð
og frið í mannheimi líkt og gríski spek-
ingurinn Heraklít sem áleit að allt mið-
aði að sömu framrás, stig af stigi, and-
stæðurnar leiddu til samhæfingar og eng-
in samhæfing gæti orðið án þeirra, gott
og illt væri af sama toga, enginn friður
án stríðs, og því óþarft að óska þess að
ckkert stríð væri í heiminum.
Seinna meir, þegar embættismaðurinn
Saint Léger Léger (er brátt verður heims-
þekktur undir skáldnafninu St. J. Perse)
liefur orðið að flýja land og hálf Evrópa
er tekin að brenna í surtarloga heims-
styrjaldar, er sem vafinn læðist í brjóst
höfundi Austurfarar og nýjum tónum tek-
ur að bregða fyrir í hörpu hans. Þó notar
hann efann sér til styrktar, ljóðið nýja
(Útlegð, 1942) verður ekki að harmagráti
um útlegð hans sjálfs, heldur upphefur
hann útlegðina, þá útlegð sem alltaf hef-
ur verið, er „ekki frá í gær“, sér í henni
bæði illt og gott einsog Heraklít sá illt
og gott í hverjum hlut. Það er að vísu
útlegð mannsandans, útlegð skáldsins og
ljóðsins, en hefur jafnframt gildi, það
gildi sem Perse gefur henni og vill að
hún hafi:
Útlegðin er dýrð mín .. .
Hvað sem líður dýrð útlegðarinnar, hlýt-
ur skáldið að hugsa til ættjarðarinnar á
þessum tíma, annars væri hann reyndar
tæplega í útlegð:
Ó, þið, menn Frakklands, munuð þið ekki
enn sjá svo um að ég heyri, á mannlegri
árstíð, gegnum söng þrastanna og allra
klukknanna, rísa í gulli hálmsins og í
púðri konunga ykkar hlátur þvottakvenna
á steinstígum?“
Hjá efanum kemst enginn sem hugsar.
Þegar manninum finnst til dæmis að allir
lærdómar séu að hrynja fyrir augum hans,
fer ekki hjá því að efinn setjist að hon-
um og ætli að kremja hann undir sér með
þungum tröllshrammi. Þá verður það helzt
til bjargar að nota sér þann aflvaka hugs-
unar sem í efanum býr, einsog Descartes
gerði og St. J. Perse og Jóhannes úr
Kötlum, sem einhversstaðar segir „Eina
vonin er efi“.
Svo segir Alain Bosquet, sem skarplega
hefur ritað um Perse og skáldskap hans,
að í Útlegð tefli hann listaverkinu gegn
efanum, en vilji um leið gera efann að
stoð verksins. Þá er efinn illur og góður
í senn einsog hvert annað fyrirbæri lífs-
ins, og þar er enn Heraklít, svo ég haldi
áfram að vitna í fornspekinga, en listin,
ásamt efanum (þegar hún hefur sigrað
hann) er orðin manninum sú huggun sem
bezt getur dugað því mannkyni vélvæð-
ingarinnar sem hrá og ólistræn vísindi
liafa steypt ofan í hyldýpisgjá, þar sem
fáir voga sér lengur að nefna orðið
mannúð.
Seinna, í Vindum, þegar heimsstríð er
afstaðið, en vísindi komin á hærra stig
cn nokkru sinni fyrr í eyðingarmætti, er
sem St. J. Perse finnist ástæða til að
benda á manninn sérstaklega, hefur hann
ekki glevmzt?
,,... En það er maðurinn, sem um er að
22 Birtingur