Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 26
Fyrir fáeinum mánuðum beindist athygli manna viða um heim að málaferlum, sem hafin voru í Frakklandi gegn manni nokkrum að nafni Francis Jeanson, þá landflótta í Sviss. Maður þessi, sem kunnur er fyrir nokkrar bækur, meðal annars bók um Sartre og ritverk hans, er fyrirliði samtaka til hjálpar þjóðfrelsishreyfingu Alsírbúa. Jeanson hefur skýrt sjónarmið sín og þeirra Frakka sem tekið hafa höndum saman við Alsírbúa í bók er hann nefnir Notre guerre (Stríð okkar). Hann var saksóttur fyrir að hvetja franska hermenn til að gerast liðhlaupar eða neita að gegna herþjónustu í Alsír. Þá skrifuðu margir helztu rithöfundar, listamenn og menntamenn Frakklands (121 sam- tals), undir yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu sig sammála því, að hermennirnir neituðu að berjast í Alsír og jafnframt að réttlætanlegt væri að franskir hermenn veittu þjóðfrelsishreyfingu Alsír- búa stuðning. Frönsk stjórnarvöld hófu þegar of- sóknir gegn þeim sem skrifað höfðu undir yfir- lýsinguna, franska útvarpið skyldi þeim lokað, sömuleiðis öll þau leikhús sem styrk hljóta frá ríkinu. Þá bættust margir í hóp þeirra sem skrifað höfðu undir yfirlýsinguna, þannig að nöfnin urðu á þriðja hundrað. Ritskoðun var hert til muna, og það vakti athygli, að nokkrum greinum varð að kippa burt úr tímaritinu Les Temps Modernes, sem einn frægasti rithöfundur Frakka, Jean-Paul Sartre, stjórnar. Ritstjórn Birtings skrifaði Sartre og spurði hvernig hann mundi taka því að leyfa okkur að prenta í Birtingi þær greinar sem ekki máttu sjá dagsins ljós í Frakklandi. Kváðumst við fúsir til að birta greinarnar á frönsku við hlið íslenzkuþýðingar. Sartre var fljótur til svars og kvaðst fúslega láta okkur í té greinarnar. Hef ég nú þýtt eina af þessum bönnuðu greinum. Þykir okkur sæmd að því að geta þannig staðfest þá trú okkar, að rit- höfundar, listamenn og menntamenn geti tekið höndum saman í þjónustu sannleikans, þrátt fyrir kúgunartilburði skammvitra stjórnmálamanna. I svarbréfi sínu lét Sartre þessi orð falla um baráttu okkar gegn setu hers á íslandi: „Ég hygg að við berjumst fyrir sama málstað, þar sem heimsveldastefna og nýlendustefna eru nátengd- ar“. Þannig lítur einn mesti rithöfundur Frakka og einn áhrifaríkasti heimspekingur sem nú er uppi á þessi mál. Er það hollt til íhugunar þeim vitr- ingum hérlendis sem hafa þá trú, að Bandarikja- menn séu hér af góðsemi, okkur til verndar! Zohra Drif nam lögfræði við háskólann í Algeirs- borg. Herréttur dæmdi hana í tuttugu ára nauð- ungarvinnu árið 1958. Hún var sett í kvennadeild fangelsisins í Barberousse. Hún skýrir á einfaldan hátt frá því hversvegna hún féllst á að starfa með hermdarverkamönnum, en grein hennar varpar jafnframt ljósi á baráttu Alsírbúa fyrir frelsi „ínu. 24 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.