Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 38

Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 38
Vinátta þeirra er mjög náin, Ginsberg nefnir hann sífellt f Ijóðum sínum. Allen Ginsberg talar frjálslega um hitt og þetta: kommúnisma, eiturlyf, kapí- talisma, brennivín, Time Magazine, samlokur, jass og Búdda. Svo ræðir hann um Whitman gamla. (Hver er annars meiri nýskapandi en Walt Whitman). Mér finnst skyldleiki með þessum skáldum. Ginsberg hefur auð- sýnilega lært af Whitman. Þeir yrkja báðir umfangsmikil prósaljóð, það er eins og þeir ætli sér ekki að gleyma neinum afkima jarðarinnar, koma öllu fyrir í Ijóðinu. ,,Beat" kynslóðin hefur hneykslað marga að vonum, enda lætur hún sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þetta er fólk sem heldur til á veitinga- húsum, ræðir yfir kaffi, vínglasi eða kannski einhverju róttækara, áhuga- mál sín, svo sem bækur og jass og þá er ekki ónýtt ef einhver skyldi eiga Howl og vilja lesa upphátt meðan frels- isher jassleikaranna laðar fram tóna. Undirheimasögur Jacks Kerouac eru líka í góðu gildi. Eins og flest nútímaskáld er Ginsberg víðförull. Hann kannast við Tangier, Feneyjar, Amsterdam og París. Skáld- skapur lifir ekki sem einangrað fyrir- brigði, heldur sækir hann frjómátt sinn til víðátta mannlífsins. Lesendur Birtings munu ef til vill síðar eiga kost á að lesa íslenzka þýðingu á Ameríkuljóði Ginsbergs eða öðru ein- kennandi Ijóði þessa ófeimna skálds. Jóhann Hjálmarsson

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.