Birtingur - 01.01.1965, Side 27

Birtingur - 01.01.1965, Side 27
alþingi, halda það á hingvöllum og laga það sem mest eftir alþingi hinu 30 forna.“ Eins og nærri má geta, réðu Fjölnismenn sér ekki af fögnuði. Jónas var staddur á Islandi, þegar honum barst þessi boðskapur til eyrna, og orti þá kvæðið í samblandi af gleði- og sigurvímu. En þegar hann er að búa það úr hlaði nærri þremur árum síðar berst fregn um, að embættislýð innlendum og erlendum hafi tekizt að smækka og smána á marga lund alþingismynd konungs, og kveður hann þá annað kvæði um alþing og lætur prenta neðanmáls. Sjötti árgangur Fjölnis var í smávaxnara lagi, aðeins 87 síður. Á titilsíðu sjöunda árs er sú ein breyting gerð, að Gísli Magnússon er þar skráður ábyrgðarmaður ritsins. Meiri nýlunda verður það að telj- ast, að nú er ailt í einu horfið frá þeirri stafsetningu, senr verið hafði Fjölnismönnum ærið metnaðarmál, einkum Konráði. Gerir hann sjálf- ur grein fyrir fráhvarfinu í upphafsorðum „Um stafsetninguna á þessu ári Fjölnis". Segir hann frá því, að nýir menn hafi bætzt í hópinn, þegar Fjölnir hóf göngu sína að nýju, og samkomulag þá ekki náðst um réttritun — hafi sumir viljað láta sitja við þær breytingar, er þegar höfðu verið gerðar, en hinir fyrri Fjölnismenn talið það af og frá og heldur viljað hverfa aftur til hinnar gömlu stafsetningar og reyna að !>æta hana eftir föngum. Má segja, að þegar hér er komið, hafi staf- setningarkenning Konráðs beðið algjört skipbrot. En nokkur sárabót var það, að einn úr hópnurn, Halldór Kr. Friðriksson, varð síðar móður- málskennari við Lærða skólann hátt í mannsaldur og kenndi jafnan þá réttritun, sem Fjölnismenn sættust á að lokum. í þessum árgangi birtust þrjú af þekktustu ljóðum Jónasar: Dalvísa, Sláttuvísa og Ég bið að heilsa. Brynjólfur Pétursson ritaði rækilega grein „Um alþingi", en annars lét hann jafnan lítið að sér kveða á síðum Fjölnis. Brynjólfur reynir BIRTINGUR 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.