Birtingur - 01.01.1965, Side 80

Birtingur - 01.01.1965, Side 80
unnt að meðhöndla tónblæ á sama hátt. Hljóð- færi okkar sem tónskáldin urðu að skrifa fyr- ir, höfðu ákveöinn tónblæ, fyrirframákveðinn, sem ekki varð breytt. En blær, litur hljóðfæra fer eftir byggingu jreirra, eftir því hve marga og hvaða yfirtóna þau mynda og styrkleika- hlutföllum yfirtónanna sín á milli. Hljóðfær- in eru ekki gerð með tilliti til röðunartækn- innar, þar sem allar eigindir tónsins eru jafn- réttháar, þau eru gerð fyrir tónhæðarmúsik, músik þar sem tónhæð hefur mikilvægara hlutverki að gegna en aðrar eigindir. Það reyndist líka erfitt, jafnvel ómögulegt að út- færa þann flókna rítma og fíngerða styrk- leikaskala, sem tónskáld skrifuðu fyrir á þessi hljóðfæri. Tónskáldin dreymdi um ný hljóð- færi. Fyrir Stockhausen vakti t. d. tónlengdar- píanó. Á vanaleg píanó er unnt að spila krómatískan tempereraðan skala af tónhæð- um, hver snertill hefur eina ákveðna tónhæð, og styrkleiki hennar og að nokkru leyti lengd fer eftir því, hversu fast er slegið. Nú dreymdi Stockhausen um hljóðfæri sem unnt væri að spila á krómatískan tempereraðan skala af tón- lengdum, hver snertill hefði ákveðna tón- lengd, en hæð og styrkleiki færi eftir því, hversu fast væri slegið eða þrýst. Einnig ósk- aði hann eftir hljóðfæri, sem unnt væri að spila á krómatískan tempereraðan skala af tón- blæ. En nú kom ný tegund tónlistar til sög- unnar: elektrónisk músik. Elektrónisk músik krafðist vinnuaðferða, sem komu vel heim og saman við hugmyndir röðunartækninnar, þar sem hver tónn er hugsaður sem summa af eigindum, sem allar eru jafnmikilvægar. Við samningu elektróniskrar tónlistar var nauð- synlegt að kompónera hverja eigind út af fyrir sig; fyrst var hæð tónsins tekin uppá band, síðan gefin ákveðinn styrkleiki, þar næst lengd, blær o. s. frv. Og með tilkomu elektróniskrar tónlistar varð mögulegt að búa til hvaða tónblæ sem var. Öll hljóð er hægt að leysa upp í smæstu eigindir, svonefndar sínussveiflur, og þar af leiðir að unnt er að kompónera hvaða blæ sem er, með því að setja saman sínustóna (sem kallaðir eru lit- lausir), þ. e. a. s. kompónera yfirtóna. Nú var ekki lengur kompónerað með tónblæ eins og áður, heldur var tónblær kompóneraður. Nú var unnt að ná fullkomnu heildarsamhengi, samræmi milli gerðar efnisins og verksins, og unnt að skipuleggja til fullnustu allar eigind- ir tónsins. Og þetta gerði Stockhausen í fyrstu elektrónisku verkum sínum, Studie I og II. Þó margt hefði áunnizt með tilkomu punkta- formsins, en svo nefndist fyrsta skeið röðun- artækninnar, reyndust aðferðirnar hafa ýmsa annmarka, sem eðlilegt er. Þeir sem gagn- rýndu punktaformið af mestri rökvísi og já- kvæðast voru tónskáldin sjálf með Stockhaus- 78 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.