Birtingur - 01.01.1967, Síða 14

Birtingur - 01.01.1967, Síða 14
ur finnist hún lyfta okkur, brotin og niður- lút, slitin og tætt, sem mædd af mótlæti. Hví- Iíkur munur á spenntum boga í lifandi blómastilk og þvældum seglgarnsspottal Líka finnum við öll ýmislegar kenndir við samleik margvíslegra lína. Þetta veit kvenfólkið, er það kaupir kjóla sína og hatta, og allir þeir sem eru að sperrast við að skrifa fallega og áberandi nafnið sitt. Hugsið ykkur spennta og fallega þanda járnbrú. Hvílíkur munur að horfa á brúna eða hrúgu af járnarusli! Það vakir fyrst og fremst fyrir okkur málurunum, er við teiknum, að ná spennu og svipmiklum styrk í línunum, að þær prýði hver aðra og bindi myndina í samgróna heild. Það er eins og okkur svimi, að sjá smáatriðin án þessa innra samhengis, sem skapar heild á mynd- fletinum. Teikningin á að vera svipmikil og ákveðin burðargrind. Svo er það á hvers eins valdi, hve mikið eða lítið hann kýs að sýna af smáatriðum. Að síðustu er þá formið, sem rís upp af inni- lcgri og ósundurskiljanlegri samvinnu við línu og liti. Form hinna einstöku hluta og samleikur margra forma skapa myndina. Til- finninguna fyrir þessu hvoru tveggja þekkjum við öll úr okkar daglega lífi. Kona kemur í búð og vill kaupa hvíta könnu, sem á að taka 1 lítra. Henni eru sýndar margar könnur, mismunandi að gerð. Þær eru allar jafn hent- ugar, jafn stöðugar og jafn góðar að hella úr. t Samt tekur konan eina könnuna fram yfir hinar, af því að henni þykir lagið fallegra á henni. Hér er sýnilega algerlega óhlutkennd tilfinning fyrir formi, sem ræður. Þegar verið er að raða húsgögnum í stofu, þá er engum sama, hvernig húsgögnin standa, þó að þau á margan hátt geti komið að sömu notum. Menn flytja þau til, þangað til allt þykir fara vel í stofunni. Þetta er svipað og við málarar vinnum, er við byggjum upp myndir okkar, nema hvað okkar kröfur eru altækari. Allir kannast við hinn mikla mismun á lifandi formi vöðvastælts mannslíkama og óbökuðum rúghleif. í mannslíkamanum sjáum við spenn- * una — „dynamik“ — og samleik forma. Við sjáum líka yfirborðsspennuna á því lifandi holdi, vöðvinn tekur sig strax aftur, ef við styðjum fingrinum á hann og gerum dæld á hann í svip, en rúghleifurinn er dauður og klessulegur. Þetta óákveðna klessulega form er ógeðslegt, en hið lifandi form mannslíkam- ans hefur glatt hjarta og anda, síðan lífið reis. Sjáið ungan fola að sumarlagi. Ólgan og stæl- ingin magna formið, það er sem standi geisl- ar út frá folanum. Þetta sama þrungna form er hægt að skapa í mynd af hlutum. Sjáið form og handbragð á góðum smíðisgrip og aðgætið mismuninn á honum og því, sem klaufinn og kæruleysinginn klastrar saman. Við málarar 12 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.