Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 40
Lýriskur millikafli Ég kom inn í hús þar sem meinleysislegt fólk var að horfa á hermannasjónvarpið frá Kefla- vík. Allt í einu kom lýrískur millikafli: kyrr- lífsmyndir. íslendingar voru heiðraðir með þrem ljósmyndum sem voru teknar á íslandi. Fyrsta mynd: Guðjónskirkjan á Akureyri sem gnæfir yfir bæinn einn ógnarlegur hortittur og fílasóttarafbrigði sem myndi þá vera fyrsta stig -miðað við væntanlegt þriðja stig Hall grímskirkju, sem er kannski hundrað og ell- efta meðferð á Hallgrími Péturssyni. Þetta bákn uppi á brekkunni sem í stílleysi sínu af- nemur lognkyrra dýrð sumarkvölda í svip- mildu umhverfi Eyjafjarðarbotnsins. Önnur mynd: kannski er ennþá sama kvöld; lágsólar- geislarnir teygja sig eftir spegli Hvalfjarðar- ins, og undir stoltum Þyrli eru snaggaralegir menn með stórar sveðjur og sagir að hluta sundur hvali. Yfir þessari sundurlimun haf- djúpsspekinganna er blær indælisins, þar bun- aði smálækjarspræna. En þarna er enn annað en sýnist líkt og allt var í Prjónastofunni Sól- inni sem við sáum í Þjóðleikhúsinu. Pípurnar sem við sjáum ofan úr hlíðinni eru ekki til að dæla hvallýsi á stóra tánka og senda síðan til Indlands að lina hungur horfallandi múgs. Þær eru olíuleiðslur vígamanna sem hafa bú- ist þar um nógu nærri Reykjavík til að auka á líkurnar að hún verði mark gjöreyðingar- sprenginga þvert á móti því sem er látið í veðri vaka: sem sagt að þessi búnaður eigi að forða okkur frá þeim. Ef atómsprengingarnar hinumegin við Reykjavík þar sem flughöfnin mikla liggur skyldu ekki draga þangað full- komlega þá ættu þær þó alltaf að geta úr hinni áttinni slökkt það sem enn bærði á sér. Og himinspeglandi hafflöturinn á að verða höfn kjarnorkukafbáta af því tagi sem danska stjórnin bannaði eitt sinn að koma í höfn höf- uðborgarinnar við Eyrarsund vegna eitrunar- hættu. Nú er ætlunin að krydda fisk Reykvík- inga og Akurnesinga og annarra við Faxaflóa með geislunarhollustunni frá þessum stað kenndum við hvali sem baðar sig í sakleysi á sjónvarpsskerminum. Þriðja mynd: löng röð af herflugvélum í Keflavík; enn ríkir sama kvöldstemman og mildin, og lýrikin faðmar þessar flugvélar, vor er indælt eg það veit. Þetta er ein deildin úr þeim flugflota sem hef- ur lagt mannkynssögunni það góða orð járn- þríhyrningurinn. Og nú vantar ekkert annað en hinn blóðuga kardínála Spellman. Að hann birtist mjúklát- ur töffari með mítur heilagrar kirkju krýn- andi hið hnöttótta andlit, þar scm kinnunum hefur verið líkt við rósbleika englarassa. Það skal tekið fram að gefnu tilefni vegna meið- yrðalöggjafarinnar að Hkingin er ekki mín heldur eftir frægan franskan blaðamann, og BIRTINGUR .1

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.