Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 19

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 19
EINAR BRAGI: ÓTTINN VIÐ SAMTÍÐINA Bókmenntakennsla í framhaldsskólum lands- ins hefur lengi verið samtíðarfjandsamleg og er enn. Um það eru kennslubækurnar órækust sönnun. í I. hefti af Lestrarbók handa unglingum er efni eftir þrjá höfunda innan við fimmtugt: Reistir píramídar eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson, Kaupverð gæíunnar eftir Jón Dan — hvort tveggja prýðilega valdar sögur handa ungling- um á þessum aldri — og Haust í Hljómskála- garðinum eftir Jónas Árnason. Samtals 26 síð- ur af 200 blaðsíðum eða 13%. í II. hefti er eitt ljóð eftir Hannes Pétursson, stuttur skáldsögukafli eftir Indriða G. Þor- steinsson og eitt ljóð eftir Snorra Hjartarson. Samtals 7 af 208 síðum eða 3,5%. í III. heftir eru ljóð eftir Þorstein Valdimars- son, Snorra Hjartarson, Jón úr Vör, Hannes Pétursson og Einar Braga, óbundið mál eftir 1 hor Vilhjálmsson. Samtals 10 síður af 262 eða 3,7%. I IV. hefti er saga eftir Jónas Árnason, 21 blað- síða af 205 eða 10,5%. Þá er upptalið það lestrarefni gagnfræðaskól- anna, sem kaila mætti lýðveldisbókmenntir til lauslegrar tímaákvörðunar. Samtals 64 af 875 blaðsíðum eða rétt um 7%. Gluggum í Skólaljóðin nýju, útgefin í fyrra. í þeim eru kvæði eftir 6 — segi og skrifa sex lifandi skáld, en 36 látin. Yngstur lifandi manna á þessu þingi er Guðmundur Ingi — liann skortir eitt ár í sextugt. Hinir eru Guð- mundur Böðvarsson 62 ára, Tómas Guð- mundsson 65 ára, Jóhannes úr Kötlum og Jón Helgason, báðir 67 ára, Jakob Thorarensen áttræður. Guðmundur Böðvarsson og Jakob eiga í bókinni eitt kvæði hvor, Jóhannes 5, hinir þrjú hver. Margur mundi telja, að hið neikvæða viðhorf til nútímabókmennta kæmi nógu skýrt fram í sjálfu ljóðavalinu. Þó er það enn undirstrikað í greinargerð Kristjáns J. Gunnarssonar. í eftirmála Skólaljóða segir hann: „Þá hafa ekki heldur verið tekin upp í safn þetta kvæði þeirra skálda, sem kvatt hafa sér hljóðs um og eftir miðja þessa öld. Margir þeirra fara nýjar og áður lítt troðnar brautir í íslenzkri Ijóðagerð, þar sem þeir telja, að hið forna, hefðbundna ljóðform sé staðnað og þess vegna orðið frjórri hugsun og listrænni tjáningu fjötur um fót. Rekja má stefnu þessa að nokkru til erlendra áhrifa, en að öðrum þræði eru ungu skáldin að leita forms, sem þeim finnst bezt hæfa til túlkunar á samtíð sinni og viðhorfum sínum til hennar. Ljóðagerð þessi er enn þá mjög umdeild, en verðskuldar samt fyllstu athygli, enda er hverjum nauðsynlegt að fylgjast með nýjum birtingur 17

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.