Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 38

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 38
maður hryggur að horfa upp á niðurlægingu af þessu tagi. (Þess skal getið að þýðingin á orðum Stein- becks er MorgunblaÖsins 12.1.67, úr einni grein a£ mörgum sem eru eftir þessu.) \ Álturn Hallgrímskirkjumálið er eitt dæmi þess hve galvaníseruð sum íslenzk heilabú eru fyrir röksemdum heilbrigðrar skynsemi. Með þess- ari hrikalegu smíð er nútíð íslands að reisa minnisvarða yfir smekk sinn og hætt er við að hér eigi við orðið góða úr tækifærisræðunum „óbrotgjarn". Ekki skorti á það að dómbærir menn gengju fram í nafni fagurfræði listar menningar og félagsvísinda til að reyna að koma vitinu fyrir þá sem standa að bygging- unni. Þó hinir mætustu menn bæði af vettvangi lista og dómsmála og verzlunarmála reyndu að hefta framtakið kom fyrir ekki og nefni ég þá til að mynda Kjarval Sigurð Líndal hæsta- réttarritara og Pétur Benediktsson banka- stjóra. Gunnar Gunnarsson rithöfundur varð einna fyrstur til að vara við þessum ósköpum og skírði fyrirhugað byggingarafrek sæljónið. Ekki vantar að háðfuglar íslands brygðu sér á leik um pöldrur og turna og brekkur hinn- ar háreistu draumsjónar. Ýmsir s áu þarna væntanlegt athafnasvæði fyrir skíðamenn, þarna myndi Reykjavíkurborg eignast sitt Holmenkollen með valdar brekkur fyrir neð- an stökkpallana alla leið út í Skerjafjörð ann- ars vegar og hins vegar mætti fara fram af á bobbýsleðum og renna sér yfir Laugaveginn niður í fjöru út í sjó langleiðina út í Engey. Meðhaldsmenn byggingarinnar færðu fram þau rök fyrir kirkjubyggingunni að það yrði að sýna höfundi kirkjunnar sóma en það var hvorki guð almáttugur né Hallgrímur Pét- ursson heldur prófessor Guðjón Samúelsson, og fyrir engan mun mætti breyta frá teikn- ingum hans. Nú hefði kannski mátt líta svo á að háskólinn og þjóðleikhúsið nægðu til að að minnast Guðjóns Samúelssonar. Hann lauk aldrei við kirkjuteikningarnar sem ekki mátti breyta. Péturskirkja er talin höfuðkirkja kristninnar. Sjálf móðurkirkjan. Bygging hennar stóð öldum saman og byggingameist- ararnir voru hinir fremstu sem fengust á einna mesta lista- og menningarskeiði Vestur- landa, renisanstímanum. Sjálfur Rafael var um sinn einn þriggja byggingameistara kirkj- unnar sem voru samtímis og þegar hann dó varð páfanum meira um það heldur en að ka- þólskir biðu ósigur í stórorustu þrjátíu ára stríðsins í Þýzkalandi. Kirkjunni var hvað eftir annað breytt, meira að segja grunnform- inu. Og jafnvel eftir að Michelangelo stýrði smíði mesta hvolfþaks í heimi sem kórónar kirkjuna þá dirfðust menn að forma sjálfa 16 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.