Birtingur - 01.01.1967, Page 41

Birtingur - 01.01.1967, Page 41
englarassana sem miðað er við má sjá á mál- verkum eftir Rubens. Þetta var einskonar kyrrstætt millispil í her- mannasjónvarpinu, ljósmyndir, eða einskonar nature morte við hæfi. Skemmtiþáttur i hermannasjónvarpi Síð'an hófst skemmtiþátturinn. Það kom í Ijós að nú átti að gefa stutt frí frá hinum hefð- bundnu morðum sem dægradvöl. Sviðið var í Frakklandi. Le Mans. Prúðbúið fólk á fögr- um sunnudegi, fjölskyldur. Síðan sáust fagur- gljáandi vélskjótar í röð. Frísklegir menn taka á sprett við gefið merki og hendast upp í bíl- ana og þjóta af stað. Þeir fara hring eftir hring með ferlegum drunum. Yfir öilu er glaður spenningur og tilbreyting hvíldardags- ins með nýjum taugatitringi sem ölvar meðan yfir stendur til að gleyma megi vandamálum daganna virku og erfiðleikum lífsins og hætt- um heimsins. Skyndilega lýstur saman bíl- um, og einn tekst á loft logandi Og kastast inn á áhorfendasviðið. Og gleðin breytist í víti. Þessi þáttur hafði ekki staðið lengi á skerm- inum í hinni hlýlegu stofu til að sameina heimilisfólkið í helgi fjölskyldulífsins þegar á þriðja hundrað manns voru dauðir. Og úr þessu sjóðandi víti angistaróp og kvein- stafir sem drukknuðu í drunum óðra vélfák- anna sem geystust áfram og héldu áfram kapp- inu, hring eftir hring, hring eftir hring. Særð- ir og dauðir voru fluttir burt eftir því sem greiddist úr ringulreið skelfingar örvænting- ar og harms, keppnin liélt áfram. Það dimmdi. Kappakstursbílarnir þutu hvínandi, og ljós þeirra voru hörð í nóttinni. Enn var reyting- ur af fólki að horfa á hvort fleiri myndu deyja, eða hver yrði fyrstur í mark. Og svo var fríið búið og aftur byrjaði vanarás liinna gamalkunnu morðþátta þessa sjónvarps, sem hefur vakið þá voldugu hreyfingu sem kallaði sig sjónvarpsaðdáendur og veldur því að stjórnarvöld okkar sem í sljóleika sínum hafa magnað yfir okkur þennan ófögnuð þora ekki enn að uppræta hann. En láta þetta halda áfram þrátt fyrir slysin og skemmdir í þjóðlífinu. Hring eftir hring. íslenzht landslag slœr i gegn Erlendir kvikmyndamenn eru farnir að fjölga komum sínum til íslands og er þá gjarnan fagnað einsog þeir sýni okkur sérstakan heið- ur að láta svo lítið að ætla sér að græða á ís- lenzku landslagi og spara sér kostnað sem fylgir því að kvikmynda í löndum þar sem spillingin er svo háþróuð að þeir verða að skilja eitthvað af gróðanum eftir. Það mun nefnilega vera viðtekin regla þar sem ævintýralegar gróðamyndir eru teknar af birtingur 39

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.