Birtingur - 01.01.1967, Síða 29

Birtingur - 01.01.1967, Síða 29
um og manneskjum sem stríða, og hann magn- ar hið dramatíska með einföldum og hvers- dagslegum orðum persónanna sem í andstæðu sinni magnar óskaplega fyrir lesandanum fár- ið og fáránleikann, hið gróteska þar sem blandast harmsaga og kómík svo ekki verður greint sundur, manneskjurnar eru alveg á valdi óskiljanlegra afla sem kasta þeim til og frá, og maðurinn getur ekki náð neinum tök- um á þeirn öflum sem drottna yfir lífi hans, hann getur ekki skilið þá krafta, og þekkir ekkert annað en þetta líf sem hann verður að lifa og reynir að beita öllum börgðum til þess að Jialda í það, að lifa af. Mennirnir eru ekki góðir eða illir, stríðið spilar á þá með ógn sinni og skelfingum og grimmd og kallar fram í þeim og snerpir kosti og galla svo þeir koma fram naktir og ýktir. Ég átti eftir að nefna skáldsögu eftir Meri sem er sú þriðja í röðinni og kom út 1960: Irraliset, á sænsku Rötter i Vinden; Ræt- ur í vindinum; en finnska orðið mun þó fremur þýða; kippt upp með rótum eða upp- flosnaður eða eitthvað þvílíkt. Síðasta bókin eftir Meri sem ég hef komið höndum á heitir; Peiliin Piirretty Nainen: Kona í spegli, Stór skáldsaga, kom út 1964. Þetta er raunsæi- leg saga úr liversdagslegri tilveru en óvænt ber pcrsónurnar að furðulegum uppátækjum, og voðann ber skyndilega að höndum; frá- sagnarhátturinn er án sundurgerðar, og höf- undurinn tekur aldrei orðið af persónum sín- um heldur lætur þær hreyfa sig og tala þannig að við skynjum þær sterkt hverja með sínum svip, frásagnargleði höfundar er fjörug og lit- rík, og full af tempruðum galsa á köflum en markviss. Á öftustu siðu sænsku útgáfunnar stendur að hún sé gefin út með styrk frá finnska þing- inu. Hvenær hefur Alþingi íslendinga styrkt þýðingar á íslenzkum bókum eða staðið að því að frambærilegar íslenzkar bókmenntir væru kynntar erlendis? Ég hef fyrir satt að þegar opinberir aðilar eru beðnir um íslenzk- ar nútímasmásögur handa útlendum markaði bregðist ekki að þeir leggi fram Gamla Heyið eftir Guðmund Friðjónsson, — ef þeir þá svara bréfunum. II Þriðji skáldsagnahöfundurinn sem hér verður nefndur er Paavo Rintala en því miður get ég ekki margt um hann sagt því að kynni min ná aðeins til einnar bókar: Sissiluutnantti sem á sænsku nefnist: Fjárrpatrullen sem segir frá vetrarstríðinu og tætir sundur upp- belgt hetjuskaparkjaftæði og lýsir teprulaust andstyggð stríðsins. Þar segir frá guðfræði- stúdent sem verður liðsforingi og hetja, kald- rifjaður ofdirfskufullur með sveit ungra BIRTINGUR 27

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.