Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 17

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 17
listamenn í sínum myndum, en eru oft bornir ofuiiiói vegna hinnar annarrar kröfu sem kúbistarnir sniðu eftir þörfum sínum öðrum, án þess þó að þeir virtu hana algerlega að vett- ugi. Surrealisminn leitar niður í svonefnda undirvitund, reynir að grafa upp það sem þar felst — tilfinningasafn sem liggur fyrir utan dagvitund vora. f»á gleði, angist og kvíða, sem af óskýrðum — eða af Freudskýrðum — orsök- um bregða ljósi og skuggum yfir daglegt líf vort. Málarinn reynir að lýsa þessu með sym- bolum lita, lína og forma. Þarna, segja þeir, liggja dýrustu fjársjóðir og kraftar okkar geymdir. Hvað sem við annars höldum um þetta, þá vitum við, að allir miklir listamenn hafa unnið með þessum kenndum. Ekkert stórt listaverk verður til, nema þessi „myst- iski“ andi svífi yfir vötnunum. Surrealistar byggja einhæfara en nokkrir aðrir sína list á þeirri fyrstu kröfu sem ég nefndi. Öll sígild listaverk, þau sem lifað hafa um ald- ir, bera með sér, að það er andlegur styrkur og andleg auðlegð málarans, sem er kjarni og kraftur þeirra. Þau eru mjög mismunandi að gerð, kunnáttu og leikni, en lögmáli hinnar „innri nauðsynjar" í meðferð lita, lína og forma, hafa þessir málarar allir hlýtt, hversu „primitivir“ sem þeir annars voru. Til þess að skilja listaverk, verðum við að at- huga þetta þrennt: Frumlægar — subjektivar — tilfinningar málarans, næmleik og frumleik hans. Andlægan — objektivan — skilning hans á viðfangsefninu, analytiska hæfileika hans. Hina rökréttu lögbundnu byggingu myndar- innar — syntetiska hæfileika hans og þekkingu hans á lögmáli hinnar „innri nauðsynjar". Leggi málarinn eingöngu áherzlu á fyrstu kröfu, verður hann flestum óskiljanlegur. En einræði hinnar annarrar kröfu leiðir út úr heimi listarinnar inn í þann „empiriska" vís- indalega heim. Hin þriðja lendir í stærðfræði og hreinni rökfræði, sem einnig eru verk hinnar „innri nauðsynjar“. Því að staðhæf- ingar þær, sem stærðfræði og rökfræði byggj- ast á, eiga rót sína í þeirri „innri nauðsyn", þó þar taki hún á sig aðra mynd — manifestation — en í listinni. En þekking á og samstarf allra þátta skapa hin miklu listaverk, er hin „innri nauðsyn" kallar til starfsins leyndustu sálar- krafta vora, þá sem eru undirstaða alls lífs og allrar vitundar — og okkur tekst að vinna sam- stilltir þeim. Það er ekki söguefnið í mynd- inni, hvort sem það er hlutkennt — konkret — eða óhlutkennt — abstrakt —, sem ákveður gildi myndarinnar, heldur hvernig farið er með það í litum, línum og formi. Hjá snill- ingnum verður jafnvel hið smáa háleitt. Nú fyrst förum við að skilja listamanninn og get- um dæmt um verk hans og innihald þeirra. Við sjáum, að það eru meðfæddir og þjálfaðir BIRTINGUR 15

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.