Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 49

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 49
lega ekki þá sko. Þetta var nefnilega þá en ekki nú því nú er annað en þá sko. F: Gunnar gengur hann undir sínu nafni í Noregi eða tekur hann sér annað nafn? S: Ha? Nei. Það þarf ekki. Ha? Ja við látum nú bara kalla hann Gunnar en ekki herra Hámundarson þó hann komi til Noregs, við fylgjum sko alveg Njálu í því. Ég álít að mað- ur megi alveg treysta Njálu hún er það góð bók. Og við höfum ekki annað betra. F: En segið mér Samúel hafiði bolmagn til þess að gera þessar miklu sjóorustur? S: Það eru nú ekki nema tveir aðilar sem geta gert alveg reglulega góðar sjóorustur. Við spurðum Ameríkanana hvort þeir vildu ekki gera fyrir okkur einsog eina sjóorustu, það þurfa náttúrlega að vera fornaldarskip. Þeir sögðu: Nei. Þeir vildu ekki gera þetta fyrir okkur. Þeir sögðust hafa svo mikið að gera. Svo við spurðum Rússa: hvort þeir vildu ekki gera eina sjóorustu fyrir okkur. Þeir sögðu: ja — það getur vel verið. En þá þarf bara að breyta. Þá þarf að breyta þannig að vinir Gunnars ... þeir séu ekki Norðmenn. Þeir yrðu þá að vera Rússar. En þá sagði ég við þá ég get ekki breytt þessu. Ég er ekki höf- undur Njálu ... BIRTINGUR 47

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.