Austurland


Austurland - 29.05.1991, Qupperneq 1

Austurland - 29.05.1991, Qupperneq 1
 - ' ~ * * /+' L* 'r r • . *v * Austurland sendir austfírskum sjómönnum og r ' * * fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni i' 'w f’ « sjómannadags Ljósm. 35 með pungapróf Farskólinn á Austurlandi hef- ur í vetur annast tvö skipstjórn- arnámskeið sem veita 30 tonna réttindi eða svokallað punga- próf. Farskólinn hefur séð um námskeiðin fyrir Verkmennta- skóla Austurlands sem síðan hefur útskrifað nemendurna. Námskeiðin voru í Neskaup- stað þar sem nemendur voru 26 talsins og á Borgarfirði þar sem nemendur voru 9 að tölu. Að sögn Jóhanns Stephensen Frá útskrift pungaprófsnema. umsjónarmanns Farskólans var einnig boðið upp á námskeið af þessu tagi á Suðurfjörðum en þar reyndist þátttaka ekki vera nægileg. Aðalkennari á nám- skeiðunum varMagni Kristjáns- son skipstjóri en aðrir kennarar voru þeir Jóhann Zoega, Pórir Sigurbjörnsson, Tómas Zoéga og Skúli Hjaltason. Til gamans skal þess getið að ein kona var í hópi pungaprófs- nemanna og lauk hún námi með sóma. Það var Lilja Aðalsteins- dóttir sem þarna aflaði sér 30 tonna skipstjórnarréttinda. Síldarvinnslan hf. er stœrsti austfirski kvótahafinn. Myndin sýnir einn togara Síldarvinnslunnar, Bjart, koma að landi. Ljósm. AB Af tuttugu stærstu kvótahöfunum eru þrír austfirskir í þeirri umræðu sem farið hef- ur fram að undanförnu um kvótakerfið hafa ýmsar merkar upplýsingar verið dregnar fram í dagsljósið. M. a. hefur verið upplýst hvaða fyrirtæki það eru sem ráða yfir mestum kvóta á yfirstandandi fiskveiðiári og hve stór hlutur þeirra er í heildar- kvótanum. Fram hefur komið að fimm stærstu kvótahafarnir ráða yfir 11 % heildarkvótans og þeir tuttugu stærstu ráða yfir 26,6% af heildarkvótanum. Þarna er miðað við kvóta sem reiknaður er í þorskígildum. A meðal tuttugu stærstu kvótahafanna eru þrjú austfirsk fyrirtæki. Þetta eru Síldar- vinnslan hf. í Neskaupstað, Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. og Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar. Samtals eiga þessi þrjú fyrirtæki kvóta sem telur 17.495 tonn. Það er Útgerðarfélag Akur- eyringa sem á mestan kvóta allra fyrirtækja eða 13.214 tonn. í öðru til fjórða sæti kvótahafa eru Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja, Samherji á Akureyri og Grandi í Reykjavík en Síldar- vinnslan hf. skiparfimmta sætið með 8.949 tonn eða 1,95% heildarkvóta landsmanna. Hraðfrystihús Eskifjarðar er í ellefta sæti méð 4.870 tonn og Hraðfrystihús Fáskrúösfjarðar í tuttugasta sæti með 3.676 tonn. Miðað við gangverð á kvóta er kvóti Síldarvinnslunnar met- inn á 1.430 milljónir króna, kvóti Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar á 779 milljónir og kvóti Hrað- frystihúss Fáskrúðsfjarðar á 587 milljónir. Auðvitað má gagnrýna ýmsar þær forsendur sem hér eru not- aðar við útreikning á kvóta og verðmætamat en allavega gefa þessar upplýsingar dável til kynna stöðu þessara mála. PARKET SAMA VERÐ UM ALLT AUSTURl.AND BAKKABÚÐ ® 71780

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.