Austurland - 29.05.1991, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR, 29. MAÍ 1991.
Myndlist
Af manneskjum og modelum
31. maí til 9. júní í Egilsbúð Neskaupstað
Um sjomannadagshelgina
opnar Alda Sveinsdóttir frá
Barðsnesi einkasýningu á verk-
um sínurn í fundarsal Egilsbúð-
ar. Eins og yfirskrift sýningar-
innar ber með sér eru myndirnar
ýmist af lifandi fyrirsætum eða
líkönum og að sjálfsögðu gefur
listamaðurinn hverri og einni
persónu líf og lit að sínum hætti.
Alda er fædd á Norðfirði 1936
og starfaðj þar um árabil að
myndlistarmálum eftir nám við
Myndlistarskólann í Reykajvík
1954. Alda útskrifaðist sem
stúdent frá Hamrahh'ð 1982 og
hóf þá nám í kennaradeild
Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Þaðan tók hún lokapróf
1987.
Alda hefur unnið geysimikið
starf í þágu fatlaðra tengt
myndlist t. d. safnaði hún mynd-
um og setti upp sýningu fatlaðra
„Úr hugarheimi“ í Listasafni
Alþýðu 1990. Síðustu fjögur
Frá opnun sýningar Öldu
Sveinsdóttur í Egilsbúð 1987.
árin hefur hún kennt við Bú-
staðaskóla í Reykjavík. Nú á
vordögum setti hún upp sýningu
með nemendum sínum á Lista-
hátíð æskunnar í Reykjavík
„Fiðrildi og furðudýr". Sú sýn-
ing hefur hlotið mjög lofsam-
lega dóma. A síðasta ári fór
,{((( NESKAUPSTAÐUR
Opnunartími sundlaugar
Sundlaugin í Neskaupstað verður opin sem
hér segir í sumar:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Þriðjudaga og fimmtudaga
Laugardaga og sunnudaga
kl. 07“ - 19“
kl. 07“ - 21“
kl. 10“ - 16“
Bæjarstjóri
Lífeyrissjóður
Austuriands sendir
austfirskum sjómönnum
og fjölskyldum þeirra
innilegar hamingjuóskir í
tilefni sjómannadags
LÍFEYRISSIÓÐUR
Egilsbraut 25
Alda til Japans til þess að kynna
sér vefnaðarlist fatlaðra.
Þrátt fyrir miklar annir við
kennslu og önnur störf hefur
Alda ávallt þroskað sig og tekist
á við ný og ný verkefni í sjálf-
stæðri listsköpun. Hún á margar
samsýningar að baki og auk þess
einkasýningar í Vestmannaeyj-
um 1981, Reykjavík 1986 og
1990, Neskaupstað 1987 og
Þýskalandi 1989. Verk hennar
eru í eigu nokkurra opinberra
aðila s. s. Listskreytingasjóðs
Ríkisins, Reykjavíkurborgar,
Neskaupstaðar, Ólafsvíkur og
Vestmannaeyja. Sýningin verð-
ur opnuð föstudag 31. maí kl.
17°° og verður opin til kl. 19“,
laugardag og sunnudag kl. 14“
- 17“. Föstudag 7. júní verður
sýningin opin kl. 17“ - 20“,
laugardag 8. júní kl. 14“ - 19“
og sunnudag 9. júní kl. 14“ -
22“.
Halldór Asgeirsson (til vinstri) afhendir Guðmundi Bjarnasyni
bœjarstjóra plönturnar.
Neskaupstaður
Lionsmenn gefa
trjáplöntur
Lionsklúbburinn í Nes- trjáplöntum í fjallshlíðinni ofan
kaupstað hóf gróðursetningu á við Urðarteig í fyrra. Þá voru
settar niður 2500 plöntur og sl.
fimmtudagskvöld voru Lions-
Frá
Síldarvinnslunni hf.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
reikningar, sem greiða á á
föstudegi, verða að hafa borist á
skrifstofuna fyrir hádegi á
miðvikudegi.
AUSTURLANDS 740 Neskaupstaður
NESKAUPSTAÐUR
ATVINNA
Starfslið vantar í eftirtaiin störf í Neskaupstað:
- í hlutastarf við heimilisþjónustu
- Matráðskonu á leikskólann Sólvelli
- Fóstrur og ófaglært starfslið á leikskólann
Sólvelli eftir sumarleyfi
- Viðtómstundastarf aldraðra í Breiðabliki frá 1.
september nk.
Upplýsingar veitir undirrituð í síma 71700
Félagsmálastjóri
menn enn á ferðinni og þá voru
settar niður 2000 plöntur. Við
það tækifæri voru bænum form-
lega gefnar plönturnar og tók
Guðmundur Bjarnason bæjar-
stjóri við gjöfinni fyrir hönd
bæjarins.
Þetta framtak Lionsmanna er
mjög þarft og á eftir að verða
til mikillarprýði þegar fram líða
stundir.
Stöðvarfjörður
Byggingu
grunnskólans
haldið áfram
í sumar
Samkvæmt upplýsingum
Bryndísar Þórhallsdóttur
oddvita Stöðvarhrepps verður
áframhald framkvæmda við við-
byggingu grunnskólans helsta
verkefni sveitarfélagsins í
sumar. Áformað er að fram-
kvæma fyrir 6 milljónir króna
og ljúka húsinu alfarið utanvert.
Þá sagði Bryndís að ráðgert
væri að leggja bundið slitlag á
eina til tvær götur í kauptúninu
en hinsvegar væru litlar fram-
kvæmdir við höfnina á áætlun í
ár.
Sveitarfélagið mun standa
fyrir unglingavinnu í sumar og
gefa 15 og 16ára unglingum kost
á að starfa við ýmis tilfallandi
verkefni eins og gróðursetningu
og viðhald mannvirkja.