Nýtt útvarpsblað - 31.10.1948, Side 7
visitalores á íslandi af Ólafi erkibiskupi, þ.
e. eftirlitsmenn erkibiskups í kirkjumálum
lanclsins. Og nú er bezt að láta sagnaritar-
ann tala.
„Höfðu þessir fjórir leigt allt landið um
þrjú ár, með sköttum og skyldum af kon-
ungimim. Fóru visitatores kirkjunnar vegna
en þeir fyrrnefndu Ieikmanna vcgna um allt
ísland, aflandi og heimtandi peninga aí
lærðum og leikum, sem þeir kunnu að fá.
Átti undir þessu að standa landsfólkið, og
þyngt með þessum afdraetti".
Þetta er samtíma vitnisburði um stjórn-
arfarið í lanclinu. Skyldi landsfólkið ekki
hafa getað hugsað sér eitthvað betra? Skyldi
ungur maður ekki hafa skilið fljótt, hvað
landsfólkinu þótti að, og skyldi ungur mað-
ur ekki háfa átt löngun til þess að láta
landsfólkið hafa eitthvað betra, en standa
undir skattráni fjögurra hirðstjóra, sem
lifðu konunglegu lífi á því, að skattpína
fólkið fyrir sjálfan sig og útlendan konung?
iSvo kom annað bil, Jón biskup Skalli kom
út 1359. Honum var tekið vel af fólkinu í
byrjun, en brátt risu úfar við hann á bisk-
upsstóli. Stóðu fyirr því Eyfirðingar, með
Þorstein prest Hallsson á Möðruvöllum í
broddi fylkingar. Hafði dregizt að Jón bisk-
upfengi skilríki sín fyrir biskupsembætti, og
var biskupstign hans rengd, og fóru Eyfirð-
ingar heim að Hólum og krafði Þorsteinn
prestur biskup um skilríki sín fyrir Hólastað
og biskupsdómi. Skagfirðingar og Húnvetn-
ingar stciðu með Jóni biskupi, með hinn
mikilhæfa prest, Einar Hafliðason á Breiða-
bólstað í broddi fylkingar. Gerðu Eyfirð-
ingar óspektir á Hólurn og Silfrastöðum.
I'óku góðs staðarins undir sig, norðan
öxnadalsheiðar og Reykjadals og Möðru-
vallastað. Stóðu fyrir þessu allir prestar og
leikmenn á þessu svæði. Jón biskup vildi
ekki tala við Eyfirðinga, en þeir afsögðu
alla hlýðni við hann og tóku Þorstein prest
Hallsson fyrir yfirmann. Tók biskup messu-
embætti af öllum prestum, sem Þorsteini
fylgdu, en þeir sungu messur eítir sem áður.
Brutu svo Eyfirðingar upp kistu í kirkju á
Silfrastöðum og tóku þar vín, er þangað
hafði verið gefið frá Hólum. Var nú hinn
mesti cldtir og fjandskapur út af þessum
málum í Norðurlandi, og varð Jón biskup
eigi hrakinn af staðnum. Stóðu með hon-
um allir prestar og höfðingjar vestan Örna-
dalsheiðar. Þetta skeði hið sama ár og Smið-
ur kom út, 1361.
En snemrna næsta ár fara utan Þorsteinn
prsetur Hallsson og Þorsteinn Eyjólfsson
frá Urðum og fleiri, er við þessi mál voru
riðnir í Eyjafirði. Keyptu þeir ferju til ut-
anferðar á Þverárstað. Fengu þeir hinar
hraklegustu viðtökur í Noregi og greip
Hreðiar Darri bæði skip og góðs og fagn-
aði leikmenn og færði í liald til konungs.
Má ef til vill setja aðfarir Eyfirðinga á
Grund við Smið í samband við þessar mót-
tökur Norðmanna á Eyfirðingum. En svo
fall Smiðs á Grund við það, að Þorsteinn
Eyjólfsson var fagnaður í Noregi, færður í
Vaðbergshús á Halllandi, ttnz konungur
frelsaði liann.
Vilhjálmur Þ. Gíslason
flytm á löstudaginn erindi um íslenzka
blaðamennsku hundrað ára. Bók, eftir hann
um sama efni, er væntanleg innan skamms
á vegum Norðraútgáfunnar. í þeirri bók
mun verða rakin saga íslenzkrar blaða-
mennsku frá öndverðu til þessa tíma.
*
NÝTT ÚTVARPSBLAÐ
7