Austurland - 01.04.1992, Page 1
Austurland
Níu tegundir harðfisks
Verslun - Videó
Billjard
Meira en þig grunar
Tröllanaust 0 71444
Neskaupstaöur
Samgöngumál Norðfjarðar leyst
- Flugfélag stofnað -
Guðmundur Bjarnason bœjarstjóri, Smári Geirsson forseti bœjar-
stjórnar og Birgir Porgilsson ferðamálastjóri.
Selma Unnsteinsdóttir fegurðardrottning Austurlans 1991 krýnir
hér arftaka sinn Malenu Dögg Þorsteinsdóttur frá Hallormsstað
sem valin var fegurðardrottning Austurlands 1992 í Egilsbúð sl.
laugardagskvöld. Lengst til hœgri er Stella Ingigerður Steinþórs-
dóttir Neskaupstaðsem valin var besta Ijósmyndafyrirsœtan.
Ljósm. AB
Borgarfjöröur
Álfasteinn verðlaunaður
Bæjarráð Neskaupstaðar
samþykkti á aukafundi sínum í
dag að taka tilboði hollensku
Fokkerverksmiðjanna um kaup
á einni af gömlu F27 vélunum
sem Flugleiðir hafa nú skilað inn
fyrir nýju F50 vélarnar. Ekki
fékkst uppgefið kaupverð vélar-
innar en hún verður keypt sam-
kvæmt kaupleigutilboði.
Pessi ákvörðun bæjarráðs
kemur flestum í opna skjöldu
þvf ekki var annað vitað en
samningar stæðu yfir við Odin
Air eða íslandsflug.
Haft er eftir Guðmundi
Bjarnasyni bæjarstjóra að menn
þar á bæ hefðu ekki viljað láta
neitt uppi um þessa samninga
fyrr en þeir væru í höfn.
Forsaga málsins er sú að í ferð
bæjarstjóra og forseta bæjar-
stjórnar í Amsterdam nýlega
kom upp sú hugmynd að ekki
væri útilokað að leita eftir sam-
komulagi við stórt erlent
flugfélag um þjónustu við Norð-
firðinga. f kvöldverðarboði
Fokker spunnust um þetta
nokkrar umræður og næsta
morgun gerðu forráðamenn
verksmiðjanna boð fyrir bæjar-
fulltrúana og buðu þeim til
kaupleigu fyrrnefnda flugvél.
Þótt F27 vélarnar séu nú komn-
ar nokkuð til ára sinna eru þær
enn sem nýjar vegna stöðugs
viðhalds og eftirlits.
Félag íslenskra atvinnuflug-
manna hefur sem kunnugt er
gagnrýnt stefnu Flugleiða í
innanlandsflugi og hafa þeir lýst
sig reiðubúna til að manna vél
Norðfirðinga.
Birgir Þorgilsson ferðamála-
stjóri hefur verið bæjarstjóm-
armönnum innan handar í þess-
um samningum og hefur lagt sitt
af mörkum til að ná til réttra
aðila. M. a. standa nú yfir samn-
ingar við færeyska flugfélagið
Atlantsflug (en það félag hefur
nýverið sótt um að fá að fljúga
á milli Færeyja og íslands) um
samvinnu um flug á milli Sör-
vogs og Norðfjarðar, en for-
maður færeyska flugfélagsins
telur það arðbæra leið.
Síldarvinnslan hefur lagt sitt
af mörkum til þessara samn-
inga, m. a. hefur verið ákveðið
að gamla skreiðarskemman
verði gerð upp og notuð sem
flugskýli.
Óneitanlega munu þessi flug-
vélarkaup gjörbreyta sam-
göngumálum Norðfirðinga.
Áformað er að fljúga fimm daga
vikunnar til Reykjavíkur og tvo
daga verða ferðir bæði kvölds
og morgna en þá daga verður
flugvélin yfirfarin í flugskýli
flugmálastjórnar.
Strax í vor verður hafist handa
um að malbika planið fyrir fram-
an flugstöðina til að gera að-
stöðuna sem besta. Þá verður
veitingasala í flugskýlinu boðin út
og sótt hefur verið um leyfi til að
selja þar tollfrjálsan vaming í til-'
efni Færeyjaflugsins. Strax eftir
undirritun samninganna í dag var
sent skeyti til Samgönguráðu-
neytisins þar sem sótt var form-
lega um sérleyfið Norðfjörður-
Reykjavík-Norðfjörður og er
fullvíst talið að það gangi eftir
með fulltingi ferðamálastjóra.
Fljótlega verður auglýst eftir
framkvæmdastjóra og öðru
starfsfólki en reynt verður þó að
halda mannahaldi í lágmarki.
Ekki fékkst staðfest í dag
hvert nafn hins nýja flugfélags
verður, en heyrst hefur að það
verði „Dupe Airlines“ í tilefni
dagsins.
Höfn
Æskan seld
til Eyja
Úterðarfélagið Eyjavík í
Vestmannaeyjum hefur keypt
hlutafélagið Auðun á Höfn.
Með í kaupunum fylgir Æskan
SF, eins árs gamalt 150 tonna
fjölveiðiskip. Æskan var smíð-
uð í Portúgal og fylgir henni 600
tonna kvóti í þorskígildum.
Álfasteinn í Borgarfirði hlaut
annað tveggja íslenskra fyrir-
tækja norrænu umbúðarverð-
launin Scanstar, sem veitt vom
í Óðinsvéum í Danmörku í síð-
ustu viku.
Álfasteinn hlaut þessi verð-
laun fyrir tréöskjur, fóðraðar
með hálmi og með glerloki. Það
eru hagsmunasamtök umbúða-
framleiðenda á öllum Norður-
löndunum sem veitt hafa Scan-
star verðlaunin annað hvert ár
til þessa.
Pað er mikill heiður fyrir
Álfastein að fá þessa viðurkenn-
ingu en aðeins einu sinni áður
hefur íslenskt fyrirtæki hlotið
verðlaunin en það var Sól Hf.
sem þau hlaut fyrir fáum árum.
Jón Pórisson leikmyndateikn-
ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur
hannaði verðlaunaumbúðirnar.
Það var Helgi Amgrímsson
framkvæmdastjóri og einn aðal-
frumkvöðull að stofnun Álfa-
steins sem veitti verðlaununum
móttöku í Óðinsvéum.
Hitt íslenska fyrirtækið sem
hlaut verðlaun var Nói-Síríus.
Guðmundur, Smári og sölustjóri Fokker velta fyrir sér hugsanleg-
um flugvélarkaupum.
*
SPARISJOÐURINN
-fyrir þig og þína