Ingólfur - 22.08.1944, Side 8

Ingólfur - 22.08.1944, Side 8
8 INGÓLFUR Alríkishugmyndin hans Ing- vars Sigurðssonar hefur af mörgum verið haldin að vera aðeins draumur um fjarlæga framtíð. En Dr. H. Hart próf. í þjóð- félagsfræði við Duke háskólann í Bandaríkjunum telur að þess sé aðeins skammt að bíða að heimurinn komist undir eina stjóm. Hann bendir á að yfirráða- svæðin hafi síðan sögur hófust sífellt farið stækkandi, og þó einkum eftir að menn hófu siglingar um úthöfin. Fyrir 50.000 árum megi gera ráð fyr- ir, að ekki hafi verið unnt að halda saman stærra ríki en 7000 enskum fermílum að víðáttu. Um 5500 árum f. Kr. muni stærsta ríkið hafa ver- ið um 22.500 fermílur. Frá þess um tíma til 750 f. Kr. hafa stærstu ríkin vaxið um 154 ferm. á ári. Og 750 áram e. Kr. er ríki Serkja orðið 4,3 millj. ferm, Sé nú reiknað svo, að stærsta ríkið vaxi eftir þetta með hjálp landherja og flota Vtm 46.750 fermílur á ári ætti heimurinn að vera kominn und ir eina stjórn eftir svo sem átta aldir héðan í frá eða í kring- um árið 2750. — En nú er kom- ið nýtt hertæki til sögunnar, og það era loftflotarnir. Með þessu tæki viðbættu hefur Japan haustið 1942 víkkað yfirráða- svæði sitt upp í 2.6 millj. ferm. — Ef nýjustu framfarir í flug- hemaði og öðram hemaði era teknar með í reikninginn, þá séu þær meiri en nógar til þess að heimsríkið geti verið stofn- að undir einni stjóm árið 1950. IVýungar Frh. af 7. síðu. og læknisáhöld. — (Orðið blendi er dregið af því að efnið er blöndunarefni andrúmslofts- ins. Orðið „köfnunarefni“ er klaufaleg þýðing á danska orð- inu Kvælstof. Kæfiefni hefði verið skárra. Að efnið er þó ekki bráðkæfandi sannast bezt á því, að það er aðalefnið að magninu til, sem vér öndum að oss, eða fjögur rúmtök á móti hverju einu af ildi eða súrefni), Ný aðferð við efnagreiningu. Til stuðnings við efnagrein- ingu er nú farið að nota raf- geisla í 8ambandi við ljósmynda plötur. Er geislinn látinn fara í gegn um örþunnar liimnur af því efni sem greina skal, og finnast þá efni nær því að segja í hvað mikilli þynningu sem vera skal, og sem ógerlegt er að finna á annan hátt. lllBHIIttHKitllilH Útbreiðið Ingólf ]iiiiiii®iiiiniiiiii®niiiiiiini®ii Frh. af 7. síðu. „Ég er ekki ensk“. „Kreoli?“ „Já, spönsk. Frá New Orleans“. „Hafið þér verið hér lengi?“ „Ekki mjög lengi“. „Hvað lieitið þér?“ „Dolores“. Hún þagnaði. Hún þorði ekki að segja Slieramy, og Bondio gat liún ekki sagt. „Ég heiti Thad Upjohn“. Hann beið við og spurði síðan: „Hvað hafið þér fyrir stafni hér, frú Dolores?“ „Ég er hér bara stödd af tilviljun“. Hann virtist ekki gera sig ánægðan með það svar. „Er maðurinn yðar liér líka?“ Dolores beit á vörina. „Ég á ekki neinn mann“. „Hvernig stendur þá á því, að þér eruð með giftingar- hring?“ „Hvers vegna notið þér ekki munninn til að borða með?“ sagði hún og svaraði honum útúr. Thad Upjohn leit niður. „Fyrirgefið, frú, ég ætlaði ekki að vera nærgöngull“. Dolores bar höndina upp að enninu og strauk fingr- unum í gegntun hárið. „Ó, ég er ekki önug. En ég þjáist af hugarkvöl, sem gerir mig illskeytta“. „Já, já“, sagði hann gæflega. „Mér þykir leitt, að yður skuli líða svona illa“. Hún anzaði hvorki né leit upp. Hann sagði: „Heyrið þér, frú Dolores, ég hef enga peninga til að borga, en þér ættuð að fá eitthvað að borða. Þá skul- uð þér sjá, að þér hressist“. „Haldið þér það?“ „Ég er viss um það. Þér eruð mjög vesæl að sjá“. Dolores dró fram pyngjuna. „Náið þér þá í eitthvað, en ekki þennan rækjurétt“. Hann kom aftur með brauð, ost og ölkollu. „Borðið nú þetta, og þá munuð þér sjá, að yður líður betur“. Hún beit í brauðið. „Viljið þér ekki aðra ölkollu?“ „Ég kann ekki við að láta yður borga það“. „Jú, mér er ánægja að því. Ég á við, að á meðan þér sitjið þarna, hef ég frið fyrir hinum“. Hann lagði handleginn fram á borðið, kringum disk- inn sinn. „Eg get vel setið liér án öls“. „Þér eruð sannarlega indæll“, sagði hún þreytulega. „Þér eruð fyrsti maðurinn, sem ég hef hitt í d^g, sem ekki tekur mig fyrir einhverja stelpukind“. Thad Upjohn yppti öxliun. „Nú, þér voruð góðar við mig, og það hefur hjálpað mér mikið“. „Voruð þér mjög niðurdeginn?“ „Já, mér leið fremur illa. Það er ekki gott að kom- ast af á þessum tímum“. „Ég hélt ekki, að karlmenn ættu erfitt með að kom- ast áfram“. „Það eiga þeir, þegar engin vinna er, eins og nú“. „Hvers vegna er ekki vinna?“ „Ja, því er erfitt að svara. Sumir segja, að það sé vegna stríðsins. Það var nóg vinna hér, fyrst þegar ég kom, en nú eru keyptir svo margir negrar, að hvítir menn liafa engin úrræði með vinnu“. Dolores horfði liugsi á brauðið. Víst leið henni bet- ur eftir að hafa borðað. Hún hafði kannske verið svöng án þess að veita því athygli. Hún fór nú að átta sig. „En ef þér eruð enskur, hvern- ig stendur þá á því, að konungurinn gaf yður ekki jörð? Eða voruð þér ekki komnir hingað fyrir uppreisnina. „Jú, ég er búinn að vera hér alllengi“, sagði Thad Upjohn. „En konungurinn gaf bara jarðir þeim, sem verið höfðu í fransk-indianska stríðinu. En ég hafði ekki verið í því, ég var varla fullorðinn þá — aðeins sautján ára og ég sé enga ástæðu til að fara til Virginia eða Pennsylvaníu eða eitthvað annað og berjast við Indíána“. „Hvaðan eruð þér?“ „Frá Georgia“. „Úti við hafið?“ „Já, nokkur hluti Georgiafylkis liggur að hafi en ég hef aldrei séð það. Ég er ofan úr landi“. „Það skil ég“, sagði Dolores, þótt hún í rauninni hefði enga hugmynd um neitt, sem Georgia hét. En lienni vai hugarléttir í að tala um mótlæti annarra og á meðan gleymdi hún sínu. Upjohn var ágætur, enda þótt hann líktist fyrirmönnunum, sem hún hafði hitt í Silverwood og Ardeith. Hann var vingjarnlegur, án þess að vera nær- göngull, og vinsemd hans var ekki uppgerð eins og hjá þeim á Ardeith. I hans augum var hún bara kona, sem var sorgmædd, og hann hvorki yfirheyrði hana né reyndi að hugga hana. Hann lét liana í friði, og Dolores fann, að það var allt og sumt, sem hún vænti sér af samferða- mönnunum, og var því af alhug þakklát. Hann var hvorki hreinlegur né laglegur, þó að liann myndi áreiðanlega vera laglegri, ef hann greiddi liár sitt, rakaði sig og fengi konu til að sjá um fötin sín. Ung stúlka stóð við hinn enda borðsins, söng óþverra vísu, ruggaði sér í mjöðmunum og sló til pilsunum, en liópur drukkinna hermanna slógu takt með því að stappa fótunum í gólfið. Hún söng á kreolafrönsku. Thad Up- john leit við og við til stúlkunnar og síðan á Dolores. „Talið þér frönsku?“ spurði hún og vonaði, að svo væri ekki. „Nei, bara mitt eigið mál, en þér?“ „Dálítið“. „Er það franska, sem kvenmaðurinn er að gaula?‘fc Hún kinkaði kolli. „Hugsa sér“, sagði liann með aðdáun, „hvað þér er- uð menntaðar!“ „Ekki get ég nú talizt það. Það er auðvelt að læra ýmis mál í New Orleans“. „Og þá kunnið þér náttúrlega að lesa og þess háttar?4t „Ég get lesið spönsku, en ekki frönsku og ensku. Kunnið þér ekki að lesa?“ Munnur hans breiddist út í glotti. „Nei, en ég vildi óska, að ég kynni það“. „Bara að þér vilduð fá yður aðra ölkollu“, sagði Dol- ores. „Hreinskilnislega sagt, þá finnst mér ekki rétt, að þér eyðið öllum peningunum yðar á mig“. „Æ, hvaða vitleysa. Gerið þér það nú. Ég er búin að segja, að þér séuð gestur minn“. Hann hló og fór eftir ölkollu. Dolores líkaði það vel. Hún var búin með brauðið og ostinn og langaði til að sitja kyrr og rabba við hann. Hún heyrði, að byrjað var að rigna. „Eru margir negrar, þar sem þér eruð?“ spurði hún, þegar liann kom aftur. „Nei, ekki inni í landinu. Ég hef ekki séð marga negra, fyrr en ég kom til Louisiana“. „Hvers vegna komuð þér hingað, fyrst þér höfðuð ekki fengið neitt land?“ „Heima áraði illa, uppskeran brást, og sagt var, að í þessu nýja landi hér væri nóg vinna fyrir alla, og þá fannst okkur hjónunum rétt að fara hingað“. „Nú eruð þér kvæntur?“ Hún undraðisl það. Konan hans hugsaði sýnilega ekki vel um liann. „Nei, ekki núna. Hún ól barn og dó árið eftir, að við komum hingað“. „Hvar er barnið?“ spurði Dolores með ákefð. „Það dó líka, frú Dolores. Ég kunni ekki mikið að fara með ungbörn“. „Það fór illa. Mig tekur það sárt“. „Ja, ég verð að játa, að mér féll það þungt“. Dolores strauk hendinni yfir kertin á borðinu. „Ég átti ungbarn“, hvíslaði hún. „Áttuð þér barn? Telpu?“ „Nei, lítinn dreng“. „Mitt var telpa“, sagði hann. Hún leit ekki upp. Litlu síðar spurði hann: „Dó litli drengurinn yðar líka?“ „Nei, hann er stór og sterkur. Maðurinn minn lief- ur hann“. „En mér skildist þér segja--------afsakið, frú Dol- ores Dolores vÖknaði um augu. Hún beit á vörina og barð- ist við grátinn. Thad sagði: „Ég ætlaði ekki að hryggja yður“. Dololres studdi olnbogunum á borðið og þrýsti kreppt- um hondunum að augunum. Hinn viðbjóðslegi söngur var byrjaður á nýjan leik. Dolores hætti að gráta — hún hafði þegar grátið svo mikið. Þegar liún leit upp, horfði Thad Upjohn á hana, gagntekinn samúð.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.