Ingólfur - 09.12.1944, Blaðsíða 1

Ingólfur - 09.12.1944, Blaðsíða 1
FUR .v . ' I. árgangur, 16.—17. tölublað BLAÐ Þ JÓÐ VELDISMANNA Laugardaginn 9. des. 1944 Skipnlag ymminnar Flugmálin Þegar allt fer að jafna sig eftir heimsstríðið, hefst fyr- ir alvöru stríð vor Islend- inga fyrir afkomu þjóðar- arinnar. Því verðum vér nú þegar að fara að liugsa fyrir afkastameiri og hagsýnni vinnuaðferðum án þess að gera oss þó að hreinum og beinum vélum eða vélaþræl- um. Sá afkastavöxtur sem vel hugsað skipulag getur vald- ið, er alveg ótrúlegur, þó að ekki sé svo langt til jafnað eins og til útreikninga þýzka hagfræðingsins, sem fyrir svo sem 20—30 árum stað- hæfði að það mætti fram- leiða landafuröir með ein- um sextugasta af þeiin snún- ingum og tilkostnaði, sem að meðaltali væri til þess var- ið lijá bændum. Það er einkum skipulag og vinnulag tveggja stétta liér á landi, sem algerlega þarf að umsteypa — það er Iand- bænda og verkamanna. Ollum upplýstum mönn- um ætti að vera ljóst, að það er að vísu ekkert liægt að á- ætla eða skipuleggja fyrir framtíðina, nema búið sé að tryggja stjórnliæft og stöðugt stjórnarástand í landinu. Án þess er allt annað byggt í lausu lofti eða tjaldað til einnar nætur. En til þess að fá menn til að hefjast handa og setja landinu trygg stjórnarlög, verðum vér einnig að líta á það lielzta, sem þessi lög — þessi tilvonandi landsfriður og landsréttur á að gera oss fært að leggja út í. — En það verður ekki nógu oft fram tekið, að ef vér byrj- um fyrir alvöru á atvinnu- Ifíga og hagrama skipulaginu an þess að hin stjórnlega trygging sé a. m. k. vœntan- leg — þá getur það verkað sem bylting, og þá verðurn vér einmitt vélaþrælar, stjórnin einræöileg („vél- ræn utanstjórn“) og efnis- hyggjan ríkjandi trú í land- inu. Reynsla Rússa. Rússar byrjuðu á því að gera allt ríki sitt að einni framleiðsluvél. — Verka- mönnunum var sagt, að þetta væri ríkið þeirra, en þeim gekk þó illa að skilja það og finna að það væru nú þeir, sem ættu þetta allt saman og stjórnuðu því. Þeim fannst satt að segja, að aðrir stjórna öllu eins og áður og ínunur- inn vera ekki annar en sá, að það væri nú meira krafist af þeim en áður. Enda þótt frí- dagar væru talsvert fleiri: — fimmti liver dagur á víxl í liinu „óslitna vinnukerfi“, sem svo var nefnt, af því að verksmiðjurnar unnu alla daga óslitið — þá fannst mönnum minna varið í þá frídaga, sem ekki voru al- mennir helgidagar og allir gátu ekki notið sameíginlega. (Enda mun nú þaisi fimm daga vinnuvika vera afnum- in). Mönnum fannst ein- kennilegt að vera kallaðir „sjálfs síns herrar“ og verða að þola aukinn aga. Því fóru margir að slá slöku við á ýmsan hátt og unnu jafnvel skemmdarverk til þess að gera hlé á vinnunní. Frjálst var þó að fara úr einum stað í annan, og neytlu inenn þess mjög. Olli þetta svonefnda vinnuflakk geysileguin trufl- unum og rýrnun á afköstum og gæðum framleiðslunnar. Árið 1931 er ekki lengra komið en svo, að Stalin gerð- ist liarðorður um ástandið í ræðu er liann flutti í júní það ár fyrir leiðtogum iðn- aðarins. Hann kvartar um spillingu og skeylingaleysi í verksmiðjunum, bæði um vinnubrögð og meðferð véla og verkfæra. Hann kennir þetta ólag því, að nýir vinnu- flokkar taki allt af við verki annarra, og einstakir menn og flokkar séu ekki gerðir nógu stranglega ábyrgir fyr- ir meðferð véla og fyrir því að leysa af hendi ákveðin verk. Hann segir: — „Verka menn kveðast vera reiðubún ir til að auka afköstin og gera ýmsar umbætur. „En hver metur það nokkurs við okkur“ — segja þeir — „þeg ar enginn ber ábyrgð á neinu?“ Of dýr tilraun. Rússar hafa gert þá stærstu tilraun, sem gerð hef ur verið nokkru sinni til að skipuleggja allt atvinnulíf heilla þjóða. Af reynslu þeirra má mjög margt læra. — En það dylst ekki, þegar minnst er liinnar gömlu meg- inreglu: — „Manninn (og þjóðina) ber allt af að skoða sem markmiö og aldrei að- eins sem me'Sal eða verk- færi“ — að liversu mikil sem uppskeran af rússnesku byltingunni og tilraunakerf- inu kann að verða á endan- um, þá liefur verið fórnað fyrir þetta miklu stærri mannlegum verðmætum heillar kynslóðar en for- svaranlegt verður talið á vestrænan mælikvarða. Hinn fasti grundvöllur sem vestrænar þjóðir eiga að byggja á skipulag atvinnu- hátta sinna og félagslífs, er borgarastigið en ekki verka- mannastigið. Það á að halda fast við þá stefnu að liefja verka- lýðinn upp á stig efnalega sjálfstæðra borgara í stað þess að bylta borgarastétt- inni niður á frumstæðara og ófrjálsara tilraunastig. Því skipulagi, sem hér útheimt- ist, verður að ná í öruggum skrefum stig af stigi frá þeim stað, sem vér stöndum nú á. Bylting er það saina og að missa fótfestu og renna nið- ur eftir brekkunni. Meðal afkoma hefur verið mun betri hér en á Rússlandi síð- ustu áratugina, og væri því Tlior Tliors sendiherra vor í Washington formaður ís- lenzku nefndarinnar á flugmálaráSstefnunni í Chicago. Sem kunnugt er, liefur nú setið á rökstóluin í Cliic- ago alþjóða-flugmálaráð- stefna með hluttöku íslenzkr ar nefndar. Var verkefni liart að lenda niður fyrir Rússa vegna klaufalegra að- ferða. Sósíalisminn breytist í sívilisma. Eðlilegt framhald sósíal- istastefnunnar er sívilisminn eða skipulag hins frjálsa borgara-samfélags. Þetta sýn ast Rússar vera búnir að sjá, og má búast við miklum framförum hjá þeim eftir stríðið á sviði hins frjólsa framtaks, og þó að sjálfsögðu innan ákveðinna stjórnlegra takmrfrkana. Um þessar endurbætur verða vesturlöndin að fvrir- mynd Rússa, en þeir aftur fyrir vesturlöndin um ýmis konar endurbætur á skipu- lagi vinnunnar. Ákvæðisvinna. Margt sýnist benda á það, að ákvœðisvinna undir á- Frli. á 8. síðu. liennar að undirbúa alþjóð- legar flugsamgöngur milli landa og heimsálfa eftir stríð ið. — Hafa fulltrúar vorir gert tillögur um þrjár flug- leiðir, sem íslendingar mundu vilja tryggja sér rétt til að virkja: — eina um Grænland til Ameríku, .aðra til Skotlands og hina þriðju um Noreg og Svíþjóð til Danmerkur. Þó að líkindi séu kannske ekki mikil til þess að vér getum virkjað allar þessar samgönguleiðir, fyrst um sinn, þá skaöar ekki að liafa réttinn til þess ef liann stendur til boða. —• Annars verður það innan- landsflugið, sem næst ligg- ur að beina kröftum vorum að. Flugfélag Islands er nú þegar vel á veg komið með flugferðir til ýmsra staða á landinu. Það á nú þrjú land- fley í gangi og einn flugbát, sem væntanlega verður til- búinn undir vorið. Er hann aðeins til lengri ferða innan- lands og getur einnig farið til næstu landa. — Félag seni nefnist „Loftleiðir“ á einnig flugbát, sem Ingólfi hafa ekki verið gefnar nein- ar upplýsingar um.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.