Ingólfur - 09.12.1944, Blaðsíða 8
8
INGÓLFUR
Skipulag
vinnunnar
Frh. af 1. síðu.
byrgS verði í einhverri mynd
hezt fullnægir frelsiskröfum
verkalýðsins, heldur einnig
verður afkastaríkust. Skyn-
samlegar verðlaunareglur
ættu einnig að geta tryggt
gæði framleiðslunnar.
Reyndar hafa einnig hér á
vesturlöndum verið gerðar
mjög merkilegar og vel
heppnaðar tilraunir um
skipulag vinnu og fram-
leiðslu. Og þarf ekki annað
en að minna á verksmiðju-
hverfin Lever Brothers og
Bournville í Englandi. I
mörgum verksmiðjum vest-
anhafs verður að líta svo á,
að verkafólkið hafi algerlega
náð hinu sjálfstæða borgara-
stigi, því að það er meðeig-
andi fyrirtækjanna, hver
fjölskylda á sinn bíl og
kannske landsetur o. s. frv.
I næst síðasta tbl. Ingólfs
var einnig sagt frá fyrir-
myndarverksmiðju í Argen-
tínu, svo að nóg er nú þegar
til af fögrum fyrirmyndum.
Það virðist svo, að bæði ís-
lenzkum verkamönnum og
borgurum sé nú full alvara
með að gera eitt heljarátak
til að endurskipa framleiðsl-
una. Þetta verða allir að
styrkja og standa saman um
það.
En það er tvennt, sem þó
er enn meira um vert en
aukning framleiðslunnar,
enda þótt flokkablöðin
gleymi því.
Það er frjálst og stjórn-
hæft ríkisskipulag, sem fær-
ir þjóðinni það sem hún á
ekki til nú. En það er rétt-
aröryggi, sem svo leiðir af
sér samtraust og traust utan
frá. Traust stórþjóðanna á
oss byggist nú eingöngu á
því, hvað auðvelt þær eiga
með að ráða við oss.
Og svo er síðara atriðið,
sem aðeins stjórnhæft og
trausthæft ríkisvald getur
annast. — Og þaðveru stö'S-
ug og hagkvcem viSskipti út
á við. — Án þeirra getur
söluafurða framleiðslan orð-
ið að sama skapi verðminni
því meiri sem hún verður að
vöxtum.
Auglýsendur
munið eftir því að
Ingólfur
fer út um land í
þúsundum eintaka.
Ingólfur
er lesinn um allt land.
Frh. af 7. síðu.
inu, sem sýndist næsta ljóst meðal liinna dökkhærðu
Kreola. Hún var máluð af ungum tízkumálara, sem ný-
kominn var frá París. Myndina keypti hún fyrir tvö
hundruð pund af tóbaki, og þó að henni blæddi það í
augu, vissi hún, að Philip myndi ekki hreyfa andmæl-
um. Hann hafoi sagt, að hún mætti eyða eins rniklu og
hún vildi.
Nýtt ár hófst. Þokan hvarf í janúar og það fór að
Mfna yfir borginni. New Orleans var átthagi Cervaise
og hún unni hverjum pálma við torgið og strái á flóð-
garðinum, en Judith fór að langa heim. Hún hafði all-
an hugann við heimilið og búskapinn og fann blóð land-
yrkjanna ólga í æðum sér. Og svo var það Philip. Allt
annað hvarf fyrir hugsuninni um hann. Hún skrifaði
heim og kvaðst koma eftir nokkrar vikur.
Hún kom heim í febrúar, þegar allt var í fegursta
blóma og loftið þrungið ilmi og heilnæmi. Henni fannst
hún aldrei fyrr liafa skilið til fulls, hve Ardeithekran
var falleg og hve vænt henni þótti um hana.
XI.
A í Ardeith og B í barn. Þessa tvo stafi gat hann
skrifað. „Þetta var gott“, sagði Judith. ,,'Nú skal ég kenna
þér næsta staf. C, svona er það“.
David setti totu á munninn, tók pennann í litlu, feitu
hendina, gerði C og klessu. „Er þetta rétt, mamma?“
„Já, en reyndu að skrifa það klessulaust. Svona!“
„C“, sagði David. „Hvað er það?“
„C í citrónur“.
„Æ, já. C í citrónur. Hvað kemur næst?“
„D í David, en þú færð ekki að skrifa það, fyrr en
þú hefur lært að skrifa C. Skrifaðu nú fyrir mig heila
blaðsíðu fulla af A, B og C“.
David laut glókollinum sínum fram yfir pappírsörk-
ina og tók rösklega til starfs með tunguna út í annað
munnvikið. Judith hélt áfram að fara yfir stafrofið í
buganum. Frú Cheesewright gamla hafði kennt henni
og um tíu öðrum telpum. Þær sátu á bekk, sem var
alltof hár fyrir þær, og dingluðu fótunum í lausu lofti.
Fyrir framan þær var svo eldstóin steikjandi heit, en
fyrir aftan dyrnar með kulda og gusti. E í engispretta
hugsaði hún með hrolli. F í faðir, það mundi David líka
og G í garður. H í hús, það var Iíka gott og I í indigo.
Hún lagði höndina á öxl honum og beygði andlitið
niður að ljósu lokkunum hans og kyssti hann blíðlega.
„Þú lætur mig gera klessur“, sagði David.
„Nei, nei. Þú ert reglulega duglegur. Þegar þú ert
búinn, geturðu farið út að leika þér“.
David hamaðist, unz hann var orðinn lafmóour. „A
í Ardeith“, tautaði hann, „B í barn, C í citróna“.
Litli kroppurinn hans var svo mjúkur viðkomu. Það
var undarlegt að hugsa sér, að hann myndi verða harð-
ur og sterkur og svo miklu stærri en hún, að hann myndi
geta loftað lienni og borið eins og Philip gerði nóttina
góðu, þegar hún strauk frá Lynhaven.
„Sjáðu nú! Þetta var þér að kenna!“ hvein í David
og hann benti á klessu, sem lekið hafði úr pennanum
hans. „Ég var búinn að segja þér að láta mig vera“.
„Fyrirgefðu, elskan mín. Ég veit vel, að það var ekki
þér að kenna“. Hún þrýsti honum upp að sér. „David,
þú ert svo lítill“.
„Nei, það er ég alls ekki. Ég er stærri en Chris, og
ég næ þér næstum í mitti. Hættu nú, mamma. Ég vil
ekki láta kyssa mig“.
Hann losaði sig frá henni, staðnæmdist gleiðfættur
fyrir framan liana og spurði þrjózkulega:
„Á ég að skrifa meira. Blaðið er nærri búið?“
„Nei, nú máttu fara. Á morgun lærum við næsla staf“.
„Jahá“. David var allur á burt og liurðin skall á eft-
ir lionum. Hún lét blaðið þorna og tók það svo inn í
herbergið sitt.
Um leið og hún gekk fram hjá speglinum, leit hún
á sig í honum. Það var sami spegillinn, sem Philip hafði
gefið henni í bjálkakofanum, áður en David fæddist.
Judith skældi sig brosandi í spegilinn, er henni varð
hugsað til táranna þá, er hún sá sig í speglinum og datt
í hug, hvort hún myndi líka gráta í þetta sinn. Hún
hafði orðið undrandi og leið, er hún varð þess vör, að
hún átti enn á ný von á barni. Christopher yrði fimm
ára í júní, og eftir allan þann tíma hafði hún talið, að
hún losnaði við fleiri fæðingar. Hún hnipraði sig sam-
an á rúminu og hugsaði um margra mánaða einveru. er
liún yrði að halda kyrru fyrir lieima, þreytuna og síð-
ast liinar ægilegu kvalir við fæðinguna. Hún hafði svo
mörgu að sinna núna. Það var komið fram í apríl og
ótal margs að gæta fyrir sumarið. Judith kippti í bjöllu-
strenginn.
„Færðu mér kaffisopa“, sagði liún, er Angelique kom.
Angelique fór liljóðlega aftur. Yfirleitt var hún mjög
hljóðlát um þessar mundir, og Judith datt í liug, hvort
hún myndi ekki vera lasin, þó að Angelique hefði ekk-
ert minnZt á það sjálf. Ef Angelique yrði nú sjúk það
yrði hræðilegt. Judith yppti öxlum og leit á sjálfa sig
\ speglinum. Hún var enn á blómaskeiði. Þetta hafði
maður upp úr því að vera svona hraustur og svona ást-
fanginn. Hún hallaði sér afturábak og hugsaði um Philip.
Hvað hún elskaði hann! Þegar hún kom lieim eflir þessa
fáu mánaða dvöl í New Orleans, hafði hún fleygt sér
í faðm hans, eins og hún ætlaði sér aldrei að yfirgefa
hann aftur. Vertu nú skynsöm, prédikaði hún yfir mynd
6Ínni í speglinum. Þú deyrð ekki. Láttu þér ekki detta
það í hug.
Angelique kom með kaffið. „Er nokkuð annað, sem
þér viljið láta gera, frú Judith?“
„Já, þakka þér fyrir, viltu láta drengina bera inn
talsvert af tóbaksblöðum til þerris. Mölurinn fer bráð-
um að koma, og ég vil gjarnan forða ullarábreiðunum“.
„Já“, sagði Angelique. Hún fór og lokaði á eftir sér.
Ut um gluggann kom Judith auga á Philip. Hann
hafði stöðvað hest sinn og var að tala við einn verkstjór-
ann. Philip var önnum kafinn um þessar mundir. Hann
hafði sett mikinn fjölda negra til að ryðja land fyrir
nýjan akur. Allir kunningjar hans dáðust að, hve fljót-
ur hann var að koma jörðinni í rækt og hvílíka feikna
uppskeru hann fékk ávallt. Hann myndi verða auðug-
ur, ef hann héldi uppteknum hætti, og það hafði í för
með sér, að hún yrði einnig auðug, því að allt, sem hann
átti, átti hún líka. Það gátu ekki allar konur gefið ávís-
un á uppskeru manna sinna án þess að spyrja að og
aðeins sárafáar fengu jafn marga inniþræla og hún,
þegar önnur eins þörf var fyrir útivinnuþræla. Já, það
var ekki að efa, að henni leið vel og hún hefði átt að
þakka guði á hnjánum í stað þess að vera leið. Judith
brosti með sjálfri sér, iðraðist og gekk út. Philip veifaði
henni, og hún sendi honum fingurkoss. I rauninni var
ekki þrælar, klæði og hús það mikilvægasta, heldur hitt,
að vera elskaður. Allt hitt var sér í lagi. Hún hallaði
höfðinu upp að dyrastafnum og ákvað, að í þetta skipt-
ið skyldi hún ekki kvarta yfir því að eiga von á barni.
Blaðið með stöfum Davids lá á skrifborðinu. Judith
skrifaði á hornið til hægri, David Larne 22. apríl 1781
og kraup við a ðkoma því niður í kistil, sem þau Philip
höfðu til að geyma í leynilegar gersemar. Þar voru brot-
in leikföng og slitnir barnaskór, pjatla af silkiefninu,
sem Philip hafði fært henni, þegar hann gleymdi gips-
inu, og gulasteinakeðjan, sem hann hafði rennt niður
um háls hennar, daginn sem hún var að þvo pottana
við fljótið. Hana tók hún stundum upp og notaði við
hátíðleg tækifæri. Judith lét blaðið niður hjá liinu og
tók gulasteinamenið upp. Hún ætlaði að liafa það í kvöld.
Það var tími til kominn að liafa íataskipti. Hún hringdi,
en Angelique kom ekki, svo að hún fór að leita hennar.
Angelique var hvergi að finna í liúsinu og ein stofu-
stúlknanna sagðí, að hún hefði farið inn til sín fyrir
nokkurri stundu. Judith hraðaði sér til herbergis Ange-
lique. Hún hlaut að hafa veikzt. Hún opnaði dyrnar.
„Ángelique“, sagði liún.
Angelique lá á rúminu liálfklædd. Hún stökk á fæt-
ur, þegar Judith kom inn.
„Afsakið, frú Judith, ég hlýt að hafa sofnað“.
„En hvers vegna lagðirðu þig. Ertu ekki frísk?“
,,Jú, mér líður mjög vel. Nú skal ég klæða mig og
koma svo og klæða yður, áður en herra Philip kemur
* <»(m
inn .
Judith settist á rúmið. „Ég lield, að þig vanti styrkj-
andi inntöku. Ef þú ert lasin, ætlirðu ef lil vill ekki
að vinna í nokkra daga. Christina getur hjálpað mér“.