Ingólfur - 09.12.1944, Blaðsíða 7

Ingólfur - 09.12.1944, Blaðsíða 7
INGÓLFUR 7 I N D I G 0 Judith hélt um liöfuð Dolores og hallaði henni upp að sér. „Hann líkist okkur meir, kæra Dolores. Hann hefur augun úr pabba ætt og gulbrúnt hár eins og við, en ég held, að hann muni fá nef eins og þú“. „Ég gæti trúað, að hann væri yndislegur“, tautaði Dolores. Judith tók um háðar hendur hennar og sagði henni allt, sem hún gat um Roger — hvenær hann fékk fyrstu tönnina og sagði fyrsta orðið, hvernig hann væri kla dd- ur og allt, sern hún mundi, að liann liefði sagl eða að- hafzt. Dolores hlustaði ljómandi af ákefð. Síðan sagði hún: „Þú ert þá viss um, að hann mætir engu misjöfnu, Judith?“ „Misjöfnu? Góða bezta, fáðir hans ber liann á hönd- uin sér“. „Sér þú hann oft?“ „Já, hann kemur oft hingað og leikur sér við David og Christopher“, „Hvað er Roger orðinn liár?“ „Eitthvað svona“, Judith sýndi það með liendinni. Dolores beit á vörina og varð niðurlút. „Ég vonað- ist til að geta gleymt honum. En ég sakna hans án afláts. Hvert sinn, er ég sé lítinn dreng, öska ég, að það værl minn drengur. Nú á ég annað barn“. „Áttu barn? Það þykir mér vænt um“, sagði Judith af alhug, þótt henni kæmi á óvart, hve hreinskilníslega Dolores sagði frá því. „Já, litla stúlku. En ég sakna Rogers ekkert síður fyr- ir það“ Dolores varð vandræðaleg. „Finnst þér ég vera verri fyrir það að eiga barn?“ spurði hún. „Nei, auðvitað ekki. Það er mjög skiljanlegt, að þig langi til að eiga barn". „Já, en mig langaði ekki til áð éiga liana“, sagði Dol- ores og hló við, Hún rjálaði við ermina sína, „Ég vissi ekki hvort ég myndi geta sagt þér það eða ékki, því að þú kannt að segja Caleb frá því“, „Ekki ef þú biður mrg að láta Jrað ógert“. „I rauninni skiptir það engu máli. Hvað sem öðru líður, þá fannst honum ég vond. IJann er svo skrambi guðhræddur. En ég átti hvergi höfði mínu að að halla og svo hitti ég mann, sem var góður við inig, <og þá liugs- feði ég mér, að ég skyldi vera lijá honum, þangað til ég kæinist til New Orleans, en ------hún liló við. „Ég kemst .alltaf í ógöngur, hvar sem ég er, og ég gat ekkí yfirgefið liann, því að ég gel: ekki gæ.tt mín sjálf“ „Hvar er liann núna?“ spurði Juditli blíðlega „Ó, liann sér alltaf um m'ig. Honum þykir vænt um mig og mér um hann. Hann liefur góða atvinnu núna, þegar verzlunin gengur svona vel. Hann lieitír Tliad Upjohn“. Juditli liugsaði sig snöggvast ium. „Caleb er fús ;að sjá fyrir þér. Hann hefur oft beðið mig að segja bér það, ef ég frétti eitthvað af þér“. , Dolores liló aftur. „Það er lilægilegt, að ég skuli búa í Dalroy, án þess að nokkurt ykkar vissi það. En ríkis- fólk kemur lieldur ekki niður að höfninni. Eg gæti sjálf- sagt búið þar heila öld, án þess þið yrðuð þess vör“. Hún kipraði munninn hörkulega. „Segðu Caleb, að ég vilji ekkert frá honum, livorki nú né síðar. Mér líð- ur vel eins og er“. „Já“, sagði Judith. Hún láði lienni það ekki. Dolor- es sat hljóð og sneri haltböndunum um fingur sér. Eftir stundarkorn mælti hún: „Ég liugsa, að ég fari aldrei til New Orleans. Það Uiyndi verða svo erfitt fyrir mig með barnið. Og svo er ég lirædd um, þegar öllu er á botninn hvolft, að Thad myndi ekki sleppa mér. Honum þykir ofur vænt um litlu stúlkuna. Judith, þegar ég sagði lionum, að ég setti von á barni, áleit liann bezt, að við giftum okkur, og einn írsku prestanna gifti okkur. Hejdurðu, að það sé í lagi?“ „Já, áreiðanlega“, sagði Juditli, þó að hún vissi, að það var ekki satt. Skjalið frá ensku dómstólunum hafði hvorki veitt Dol- ores eða Caleb rétt til að gifta sig aftur. Til þess þurfti fyrst þingúrskurð, sem dæmdi hjónabandið úr gildi fall- ið. En ef til vill voru lögin breytt núna, eftir valdatöku Spánar, en sízt af öllu vildi hún verða til að skerða það, sem vera mætti Dolores til hugarléttis. „Það hlýt- ur að vera rétt“, sagði liún, „ef presturinn hefur sagt það“. „Ég sagði honum ekki frá þvi, að ég hefði verið gift áður“, sagði Dolores lireinskilnislega. „En maðurinn minn veit það og hann álítur ekkert athugavert við það“. Dolores studdi olnbogunu má kné sér og hallaði sér áfram. „Juditli, heldurðu, að Caleb vildi lofa mér að sjá Roger einu sinni bara nokkrar mín- útur? Ef ég talaði elckert við liann? Bara til að vita, hvernig hann lítur út“. Án þess að vera sér þess meðvitandi, kreppti Judith hnefana. Hún stóð hægt á fætur. „Sittu þarna“, sagði hún við Dolores pg fór og hringdi. „Angelique“, sagði hún ákveðin, þegar dyrnar opnuðust, „segðu Josh að söðla liesta fyrir mig og þig. Við förum itl Silverwood“. Angelique leit á Dolores, áður en hún lokaði liurð- inni. Dolores liafði staðið á fætur og gekk að Judith. „Hvað stendur til ?“ „Góða mín, ég ætla að fara og sækja Roger, svo að þú getir leikið við hann um stund. Bíddu mín hér. Ég skal ná lionum, þö svo að ég þyrfti að brjóta hvert bein í Caleb“. * Dolores brá liöndunum fyrir andlit sér eins og hún skammaðist sín fyrir að láta nokkurn af Sheramyfólk- inu sjá, að hún gréti. Skyndilega leit liún upp og sagði: „Juditli, ég iðrast eftir að liafa stolið þessum munum frá þér“. „Það hefur ekkert að segja. Mér er ljúft að gefa þér þá“. ' „Ég seldi þá“, sagði Dolores. „Við vorum svo fátæk í fyrstunni. Það var Spánverji, sem keypti þá“. „Mér er alveg sama“. Judith tók yfir mn Dolores. Hún varð þess áskynja, hve lélegt mjaðmabelti liennar var og minntist þess, hve mikið hún strengdi sig áður. „Dolores“, hvíslaði hún, „ég skil svo vel, að þú skul- ir ekki vilja þiggja néitt af Caleb, en ef þig vantar eitt- hvað, þá læturðu inig vita?“ „Mig vantar ekkert“, sagði Dolores. Judith talaði ekki meira um það. Hún gaf Cioero fyr- irskipun um að bera Dolores vín og kökur, meöan liún væri í burtu. * * * Judith vonaði af alliug, að hún þyrfti aldrei fram- ar að sjá neitt eins sorglegt, og þegar Dolores kvaddi Roger, eftir að hafa leikið við liann eina klukkustund. ! Dolores treysti sjálfri sér lieldur ekki til þess. Þegar 1 hún fór, þakkaði liún Judith fyrir, en bætti svo við og kíökknáði. „Ég þoli þetta ekki aftur. Sendu negra til mín við og víð til að láta mig vita, hvernig honum líður“. Judith liorfði á eftir henni, er hún fór og grét síð- an inörguni fögrum tárum yfir börnunum sínum. Þegar Philip kom lieim, sagðist hún ekki fá sig til að vfirgefa þau og fara til New Orleans. Hann sagði, að ef hún brygði sér ekki í annað loftslag, rnyndi hún bara veikj- ast, og hverju væru börnin þá nær? Þegar hún liafði jafnað sig eftir skilnaðinn, varð hún lirifin af New Orleans. Micliel, bröðir Gervaise, bjó ásamt fjölskyldu sinni í stóru liúsi við Rue Royale. Judith vandist Kreolunum afbragðs vel og þótti liið skemmtilegasta að láta bera sig í burðarstól, er hún fór í heimsókn til kvenng, sem dreyptu á kaffinu úti á girt- um svölum og töluðu um klæðnaði og stjórnmál á liinni þýðu Louisianafrönsku, að kaupa þræla á torginu, þar sem tignir meim og konur hittust til að drekka kaffi og rabba eins og það væri samkomustaður þeirra, og að dansa við unga menn, sem liöfðu verið í París og kunnu nýjustu menúettana. Hún skoðaði gnægð af silkiefnum, sem komu frá Frakklandi og Spáni, útsaumuðum skóm, neftóbaksdósum og öðrum varningi, að ógleymdum tízku- brúðum klæddum eftir fyrirmynd Maríu Antoinette. Juditli vakti og aðdáun ungu mannanna. Þeir dáð- ust að framburði liennar á frönskunni, augunum og hár- Þjóðveldið og blöðin. Niðurl. af 2. síðu. staklingur sé svo félagslega þroskaður, að hann geti með at- kvæði sínu tekið þátt í og haft áhrif á stjóm þjóðfélagsins, jafnt stjórn þess mikilvægasta sem hins er minna varðar. Að hver þegn sé liæfur horgari í samfélagi frjálsra mauna, þar sem allt veltur á manngildi ein- staklingsins, þeim mun meira sem við erum svo fámennir og lítil þjóð. En það er næslum sama hvað Islendingar leggja mikið að sér í þessum efnum og liafa mikinn vilja til að verða færir um að stjóma sér sjálfir, ef grundvöllinn, réttsýnt almenningsálit, vantar. Þann grundvöll getur enginn aðili skapað, nema frjáls blö&. Þjóðin veit sjálf, að allt er gert til að hlekkja hana. Menn em löngu oronir þreyttir á að lesa stjórnmálagreinar og mik- inn liluta af fréttum blaðanna, af því almennt er vitað, að flest sem blöðin segja er sett fram í þeim tilgangi að búa til ákveð- ið álit lijá lesandanum, sem fell ur inn í áætlun þess flokks, sem gefur blaðið út, en ekki til þess að gefa rétta hugmynd um stað- reyndirnar í málefnabarátt- unni. En liví lætur þjóðin bjóða sér þetta. Þessi þjóð, sem tal- ar svo mikið um frelsi og vill sannarlega vera frjáls? Það sannar gleggst það eina tæki- færi, sem þjóðin hefur nýlega raunvemlega fengið til að láta vilja sinn í ljósi án þess að vera ofurseld blekkingum flokka- einræðisins, lýðveldiskosning- arnar síðastliðið vor. Hvíhjálpa menn til að halda þessum blekk ingaáróðri við líði, með því að horga og styrkja á margan ann- an Jiátt blaðakost flokkanna sem þeir eru dauðleiðir á og vita að er sent þeim eins og eitur í dúsu til að trufla dóin- greind þeirra og draga þá í dilka flokkseinræðisins? Þar kemur til skjalanna hin and- lega kúgun. Sami sjúkdómur- inn, sem orsakar að stór hópur kjósenda af þessari þjóð, sem er nýbúin að stofna lýðveldi beygir sig með lotningu undir merki einræðisflokks, sem lief- ur afnám sjálfs lýðveldisins á stefnuskrá sinni. Hið lamandi eitur blekkinganna, sem húið er að dreifa út ineðal þjóðarinn ar í áratugi, liefur haft sín á- hrif. Ef þjóðin er sama sinnis enn og við atkvæðagreiðsluna um þjóðveldisstofnunina á síðasl- liðnu vori, verður hún að gera uppreisn gegn blekkingunum. Þar er um líf þjóðveldisins að tefla. Það er ekki á valdi neins nema fólksins sjálfs, að bæta hlöðin. Þjóðin ætti að hafa þann rnetnað, að kref jast réttra upplýsinga um sín eigin mál, minnug þess að ekkert er sterk- ari hyrningarsteinn undir henn- ar eigin frelsi, en að hún sjálf sé nógu vel upplýst til að vera fær um að stjórna málum sín- um. Hennar er valdið og á- hyrgðin fyrst og fremst og und- ir fólkinu sjálfu er fyrst og fremst komið, hvort þeir, sem fara með umboð þess á opin- berum vettvangi, gera skyldu sína. X.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.