Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 4

Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 4
snauðari að þeim verðmætum en klaustr- ið í Beuron með öllum sínum listafjár- sjóðum, varð hann að helga bókina um líf sitt. í klaustrinu hafði hann fundið þann sálarfrið, sem geislaði út frá göf- ugri ásjónu hins aldna munks, en heimili móður sinnar vildi hann helga bókina, er segir frá því, hvernig hann leitaði þess friðar, — og fann. Svo römm er sú taug, sem bindur oss heimili og f jölskyldulífi, samfélagslífi heimilisins, sem hvorki konur einar né karlmenn einir geta skapað. ★ Heimurinn er stór, og mannleg örlög ráðast víða, en hvergi eins og í heimil- unum. Þess vegna langar mig til þess að tala við ykkur stutta stund um þau. Þótt ég segi hins vegar ekkert annað en það, sem þið ágætu konur vitið, og vitið miklu betur en ég. Nútíðarheimilin eru á margan hátt að verða önnur en heimilin voru áður fyrr. Og víst er margra verðmæta með eftirsjá að minnast, verðmæta, sem með gömlu heimilunum glatast. Með síaukinni fólksfæð og breyttum aðstæðum á ýmsa lund hafa sveitaheim- ilin tekið stakkaskiptum. Og ekki sízt þeir, sem muna fjölmennu, stóru sveita- heimilin, einkum þar sem efni voru næg til að svara þeim kröfum, sem þá voru gerðar, sakna margs, sem er horfið. En á kaupstaðarheimilunum hefur einnig mikil breyting orðið, en þau voru fyrir 40—50 árum miklu líkari sveitaheimil- unum um daglegt líf og háttu, en margir halda, sem þekktu þau ekki. Vitanlega hefur margt breytzt til batn- aðar. En áreiðanlega ekki allt. Hin aukna efnavelsæld síðari ára hefur gert mörg, já, flest heimili í landi voru fallegri, vistlegri, hlýrri, og fólkið um leið frjálslegra. En það gleymist oft, að húsið er ekki sama og heimilið, húsbún- aðurinn ekki heldur. Menn verða að elska þessi hús, menn verða að læra að um- gangast húsbúnaðinn sem lifandi verur og vini, til þess að aukin híbýlaprýði geti veitt mannshjartanu aukna hamingju. Svo undarlega er mannssálin gerð, að í rauninni getur hún einskis notið annars en þess, sem hún elskar. Þess vegna vex ekki hamingjan af nokkru því, sem inn í húsið er borið fyrr en það vekur yl í huga þess, sem á að njóta þess. Af sinni sál verður heimilisfólkið að gefa hlutun- um sál, til þess að húsið verði heimili. Þetta finnum vér sjálf í eigin heimilum, og vér finnum það einnig oft í heimilum annarra, hve húsin sjálf, andrúmsloftið og jafnvel hlutirnir í heimilinu hafa þegið sál af sál þeirra, sem þar eiga heima. Greinilega hefur sá hæfileiki, sem nefnd- ur hefur verið hlutskyggni, sá næmleiki sumra manna, að geta skynjað svo og svo mikið af sögu hlutanna með því að snerta þá, leitt það í ljós, að óafvitandi gefum vér hlutunum, sem vér umgöng- umst daglega, eitthvað af sjálfum oss, eitthvað, sem ótrúlega lengi virðist fylgja þeim. Þetta vissi sú gáfaða, góða kona, ólína heitin Andrésdóttir og kvað um það þetta spaklega erindi: Það á hver hlutur sitt þagnarmál, og því er ég farin að trúa, að húsunum gefi sálirnar sál, sem undir þökunum búa. Þess vegna er aftur það, að ekki fer ævinlega svo, að ytri velmegun og vax- andi íburður færi manninum aukna ham- ingju, og stundum verður það, að kröf- urnar um þessi ytri gæði geta orðið heim- ilisfriðnum hættulegar. Húsmæðurnar leysa margar af hendi undravert starf, en hitt er einnig til, að kröfur nútímakonunnar fari fram úr því, sem efnahagur heimilisins leyfir. Vegna þess að hjónin verða að koma til prests- ins áður en heimilið er leyst upp, veit ég hvað ég er að segja, og veit einnig það, að þetta verður stundum upphaf að böli, sem verður ekki bætt. Hér liggja margar orsakir að baki, og ein þeirra er vafalaust sú, að þrátt fyrir 4 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.