Húsfreyjan - 01.07.1960, Síða 7
Handavinnusýning
frá Statens Kvinnelige
Industriskole í Osló
SAMVINNA ritstjórnar Húsfreyjunnar
er frábærlega góá, og þegar ritstjórinn
bað mig að segja eitthvað frá ofannefndri
sýningu, fann ég sárt til vankunnáttu
minnar í kvenlegum iðnum og flýtti mér
til Elsu Guðjónsson í liðsbón. Við fórum
eina morgunstund að líta á sýninguna
og taka saman lýsingu á þeim grundvelli,
að hún legði til vitið, en ég tíndi til orðin.
Við gengum fyrst að ullarsýnishornun-
um, sem komið var fyrir á miðju gólfi í
Bogasal Þjóðminjasafnsins, þar sem sýn-
ingin stóð. Spurði ég Elsu um álit hennar
á þeirri kennsluaðferð, sem beitt er í
hinum norska handavinnukennaraskóla,
að láta nemendur læra meðferð ullar allt
frá frumstigi, og urðum við sammála um,
að slík kennsluaðferð hlyti að vera mjög
æskileg, og að gott væri, að lögð yrði enn
meiri rækt við meðferð og greiningu ullar
hérlendis en gert er. Ullarvinna stendur
hér á gömlum merg og mjög væri miður,
að sú þekking og leikni hyrfi, sem marg-
ar íslenzkar konur hafa haft til að bera
um hagnýtingu ullar. Á þessari sýningu
voru mjög góð og greinileg sýnishorn
af því, hvað vinna má — og vinna á —
úr mismunandi ullarflokkum. Togbandið
slétt og gljáandi, misfínn þráður úr mis-
góðri ull, allt niður í það band, sem
spunnið er úr úrgangsull og ætlað er í
gólfábreiður. Allt má hagnýta, ef rétt er
á haldið.
Prjónlesið, sem þarna var til sýnis, tók
að því er áferð snerti, í engu fram því,
sem hér er unnið, en eitt var þar mjög
skemmtilegt — nemendurnir höfðu sjálf-
ir skapað munstrin í útprjónið og þau
voru hreinleg og einföld og litasamsetn-
ing góð.
I einu horni salarins var messuhökull,
ofinn úr togbandi, munstrið all nýtízku-
legt, en fagurt og litasamsetningin ótrú-
lega blæbrigðarík. Svona klæði hefur ekki
á sér gerfigljáa, það mun halda lit sínum
og áferð meðan nokkuð er eftir af því.
HÚSFREYJAN
7