Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 5
jafnréttisákvæði hjúskaparlaganna er sá
háttur víða hafður enn, að fjármál hjón-
anna eru öll í höndum heimilisföðurins,
svo að konan veit lítið eða ekkert, hvað
þeim líður. En þá verður þess ekki kraf-
izt af henni, að hún viti til fulls, hvað
fjárhagur heimilisins þolir og hvað hann
þolir ekki.
Þá er annar aðstöðumunur karls og
konu mikill í nútímaheimili í kaupstað,
sá, hve karlmaðurinn getur leyft sér
miklu meiri fjarvistir frá heimilinu en
konan, einkum þar sem lítil börn eru í
heimilinu. Konan er bundin störfum
heima með miklu lengri vinnudegi en
karlmaðurinn. Konan þolir fjarvistir hús-
bóndans um stund, en til lengdar þolir
hún ekki að vera vanrækt. Ósjaldan kem-
ur einmitt þetta upp, þegar ung hjón
lenda í ógöngum með hjúskapinn og
heimilið. Breyttum aðstæðum frá því,
sem áður var, verður að svara með
breyttum viðbrögðum. Skilningur á því
verður að aukast, að sumt af þeirri
ábyrgð, sem áður hvíldi á húsmóðurinni
einni, verður heimilisfaðirinn að bera
með henni eftir að hún er orðin ein um
heimilisstörfin. Ég kem hér í Reykjavík
inn í fjölda af ungum heimilum, hjá korn-
ungum og ungum hjónum. Þar er víða
ánægjulegt að koma, meðal annars vegna
margs, sem ung hjón geta veitt sér nú
af lífsþægindum, en ekki kom til mála
að geta látið eftir sér snemma hjúskapar
fyrir örfáum áratugum. En ánægjulegast
af öllu þykir mér að sjá, hve elskulega
sumir kornungir heimilisfeður annast
heimilið sjálft í samvinnu við konuna.
Sú gamla karlmannarómantík á ekki
lengur heima, sem var í fullu gildi, þegar
ég var að alast upp, a.m.k. ekki eins og
aðstæður fjölmargra ungra heimila eru.
Sjálfsagt mun ýmsum finnast þetta
smámunir, sem litlu skipta raunverulega
hamingju karls og konu. En þeir, sem
eiga alvarlegt tal við ung hjón á örlaga-
stund, geta ekki kallað þetta smámuni.
,,Hið smáa er stórt í harmanna heim“,
og þegar hamingja heimilisins er í veði,
verður sjálft hið smáa að stórmáli. Svo
óendanlega mikils virði er heimilið, heill
þess og lán.
★
Ágætu prestskonur, þegar þér gerðuð
mér þann sóma að biðja mig að segja
eitthvað á þessum fundi, var ég í vafa
um, um hvað ég ætti að tala. Mér datt
í hug, að einhverjum yðar kynni að verða
til ánægju að heyra karlmann i-æða mál,
sem oft ber á góma yðar sjálfra í milli,
og um heimilið vildi ég feginn tala, veg-
semd þess og vanda, og ég er ekki viss
um, að margar konur komi inn í fleiri
heimili en prestur í stórum verkahring,
þótt hann ræki ekki húsvitjanir með
sama hætti og áður fyrr var gert, hafi
engan veginn tíma til þess. Og ekki ræði
ég um heimilið við yður vegna þess, að
ég telji það skilyrðislaust hinn eina rétta
og. leyfilega starfsvettvang konunnar.
Prestskonan þarf t. d. að annast miklu
fleira en heimili sitt eitt. Þeir tímar eru
auk þess liðnir, er aðrir möguleikar en
heimilisstarfið buðust konunum tæplega.
Og mikið af marklitlum viðkvæmnis-
þvættingi er tíðum sagður í sambandi
við konuna og heimilið, eins og nú er
orðið högum háttað í nútímaþjóðfélagi.
En sagan sýnir oss það, að á liðnum öld-
um, jafnvel löngu liðnum öldum, leituðu
íslenzkar konur sér menntunar og starfs-
sviðs utan þeirra vébanda, sem heimilið
setti þeim.
Öllum er kunn sagan af Ingunni, sem
kenndi prestsefnum í skóla Jóns ög-
mundarsonar á Hólum. Vafalaust má
telja, að íslenzk kona, Margrét hin odd-
haga, hafi skorið hinn dýrlega biskups-
bagal, sem fannst í steinþró Páls biskups
fyrir fáum árum í Skálholti. Og má nærri
um það fara, að svo dýrleg listiðja hafi
ekki verið stopul ígripavinna þeirrar
konu, og að margt fleira hafi hún skorið
í bein og tré, sem listamenn teljast full-
sæmdir af að vinna enn í dag. Þórunn,
dóttir Ólafs sýslumanns Árnasonar í
Haga á Barðaströnd og Halldóru Teits-
dóttur, sem þjóðsagnakenndar sögur fara
HÚSFREYJAN
5