Húsfreyjan - 01.07.1960, Síða 8

Húsfreyjan - 01.07.1960, Síða 8
Rektor skólans, frú Helen Engelstad, sagði, að þó að kirkjugestir hristu kannski í fyrstu höfuðið yfir því að ætla slíkt efni í kirkjuskrúða, þá væri reyndin sú, að þeir sem sæju slíka hökla í kirkjun- um, kynnu þeim ákaflega vel og eftir- spurn eftir slíkum messuklæðum færi vaxandi. A sýnishorn af hökli var spjaldofið skrautband utan á höklinum. Þetta sézt einnig á gömlum kirkjumunum, sem til eru hér í Þjóðminjasafninu, t. d. má sjá spjaldofin kögurbönd á altarisskrúða og utan um stóra, refilsaumaða altarisklæðið frá Hólum er slyngd brún. En á sýning- unni voru fleiri sýnishorn af sérlega fal- legum og fínum spjaldvefnaði og slík bönd geta verið skemmtileg til skreyt- inga á ýmsan hátt. Við færðum okkur að fremsta borði sýningarinnar, sem á voru sýnishorn af útsaumi. Á veggnum uppi yfir því héngu saumaðar smámyndir og dúkar. Þar, sem annars staðar, kom greinilega í ljós, að nemendur Industriskólans vinna sjálf- stætt. Á myndunum á veggnum voru með einföldum linum skapaðar ótrúlega fjölbreyttar táknmyndir. Söngflokkurinn með nótnaborðinu neðst á myndinni, myndin af skólanum með táknum kennslugreina og námsmeyjum, myndirn- ar af verbúðum, bátum, fiskum og fólki o.s.frv. Allt var þetta saumað með margs- konar sporum, eftir því hvað gaf bezt áhrif á hverjum stað. I möppu á borðinu var úrlausn verk- efnis, sem eðlilega vakti sérstaka athygli okkar. Einn af nemendum skólans kom til Islands s.l. sumar og sá þá á Þjóð- minjasafninu m.a. teppi frá 18. öld, saum- að með augnsaumi. Nemendum var fengið það verkefni, að þær skyldu hugsa sér, að á stuttu námskeiði ættu þær að kenna einhverja gamla útsaumsaðferð, en sam- ræma hana kröfum nútímans. Stúlkan, sem til íslands kom, gerði lítinn dúk með augnsaumi. Gamli íslenzki augnsaumur- inn er saumaður með jafnstórum spor- um, hlið við hlið. Norska stúlkan gerir Dúkur með augnsaumi sporin mislöng og lætur þau skekkjast, svo að áferðin verður létt og hæfir því efni, sem hún saumar í, þannig fær hin gamla útsaumsaðferð nýjan svip. Og hún gengur þannig frá dúknum, að í faldbrún- ina saumar hún smálínu með afturspori í sama bláa lit og er annars staðar í út- saumnum, svo að örlítil litbrigði fást til áherzlu á útlínur dúksins. Þarna voru mörg ákaflega einföld mynztur mjög haglega gerð og frábær- lega vel saumuð, til dæmis er tvöfalt þræðispor og flatsaumur saman í dúki, svartur glitsaumur á hvítum grunni er afar áhrifarikur og augnsaumur ofan í ofinn bekk er mjög skemmtileg skreyt- ing. Áður en við hurfum frá útsaumnum, virtum við fyrir okkur hvíta líntreyju við þjóðbúning, með útsaumuðum kraga og linningum, og okkur kom saman um, að æskilegt væri að stefna að því, að gera íslenzka upphlutinn þjóðlegri með því að skapa fyrirmyndir að útsaumuðum skyrt- 8 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.