Húsfreyjan - 01.07.1960, Síða 13

Húsfreyjan - 01.07.1960, Síða 13
vinstri sinnuðu stjórnmálaflokkum, já, yfirleitt allir, sem ekki vildu starfa með nazistum. Þá var bannað að kenna pólsku í skólunum og því mótmælti fjöldi fólks með því að hætta að senda börn sín í opinbera skóla, en kenndu þeim þess í stað á laun. Takmark nazista var að af- má þjóðareinkenni Pólverja og auðvitað var það þáttur í þeirri baráttu að svipta æskuna þekkingu á tungu sinni og sögu. Frjálslyndu fólki ætlaði Hitler að láta útrýma með öllu og það var hundelt og varð að lifa og starfa á laun öll árin frá 1939—1944, er uppreisnin hófst. Hún stóð í 63 daga og þá féll fjöldi æsku- fólks. Dauðinn stóð að allra baki, hver dagur, sem maður komst lífs af, var kraftaverk. Og þó að ekki væri alltaf barizt í sjálfu Póllandi styrjaldarárin, þá fóru herflutningar í sífellu fram um land- ið og andspyrnuhreyfingin hélt uppi árás- um og skemmdarverkum til að tefja þá eftir mætti. Um hernám Póllands og allt, sem þar gerðist, má með sanni segja það, sem ein kunnasta skáldkona okkar sagði: Hræðilegast er að maður skuli hafa skap- að manni slík örlög. Hvenær hófuð þér að starfa í utanríkis- þjónustunni? Eftir styrjöldina. Fyrst var ég blaða- fulltrúi og um 1950 varð ég forstjóri þeirrar deildar ráðuneytisins, sem fjall- Pólskir þjóðbúningar Varsjá endurbyggð aði um málefni skandinavisku landanna. 1954 fór ég eitt ár til Kóreu í nefnd þeirri, sem fylgjast átti með framkvæmd friðarsamninganna og 1956 til Indókína til að starfa þar í sams konar alþjóða- nefnd. Síðar sama ár fór ég aftur heim til Póllands, starfaði heima í hálft ár, var þá send til Stokkhólms og starfaði þar til 1959, að ég var send til íslands, til þess að taka við forstöðu sendiráðs- ins hér. Hvernig var það á styrjaldarárunum — var ekki kommúnistaflokkurinn bann- aður í Póllandi? Jú, það var hann, en hann starfaði alltaf á laun og af þeim kjarna spratt Verkamannaflokkurinn, sem nú myndar stjórn landsins, ásamt fulltrúum frá Bændaflokknum og Demókrataflokkn- um. Allt eru þetta vinstri sinnaðir stjórn- málaflokkar, en mismunandi róttækir og í Verkamannaflokknum, sem róttækastur er, munu ekki vera nema rösklega milljón 13

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.