Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 17

Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 17
eignazt son. Þvílíkt nýár, þvílíkt krafta- verk.“ Elísa reyndi að sofna, þegar Tom var farinn, en það sóttu að henni of margar og kveljandi hugsanir. Hún sá stöðugt fyrir hugskotssjónum sínum hið glaða og áhyggjulausa andlit Bents og heyrði í sí- fellu rödd hans: ,,Sæta“. Dyrnar opnuðust og hjúkrunarkonan kom aftur inn. „Frú Bang,“ sagði hún, „maðurinn yðar er áreiðanlega ekki heima. Ég er búin að hringja oft, en eng- inn svarar.“ „Þakka yður fyrir, þakka yður fyrir ómakið. Hann kemur bráðlega, að minnsta kosti hringir hann fljótlega. Sögðuð þér ekki, að hann hefði ráðgert að hringja á hverjum klukkutíma?" „Jú.“ Dyrnar lokuðust aftur og Elísa mætti augum frú Bang. „En hvað blómin yðar eru falleg,“ sagði hún og athugaði blómvöndinn, sem stóð í vasa á náttborði Elísu, „og hvað það var fallegt af manninum yðar að gera sér svona mikið ómak til þess að ná í þau. Mér skildist, að hann væri að fara í vinnu. Það er ekki skemmtilegt á nýársnótt, þeg- ar allir eru að drekka og skemmta sér.“ Elísa hvarflaði augunum til litlu stjörn- unnar, sem fest var við armband frú Bang. — „Maðurinn minn er benzínaf- greiðslumaður," sagði hún. „Sttmdum vinnur hann á daginn, en stundum á næt- urnar, en maður venst þessu.“ „Það er ekki alltaf þannig," sagði frú Bang litlu síðar. „Maðurinn minn hefur líka mjög misjafnan vinnutíma. Hann er leikari." Hún lyfti höfðinu og bætti við með breiðu brosi: „Hann er orðinn mjög vinsæll. Þér þekkið áreiðanlega nafn hans, Bent Bang.“ Elísa kinkaði kolli og leit undan. „Já, ég þekki nafnið, ég hef séð það í blöðun- um.“ „Hafið þér ekki líka heyrt hann spila og syngja á plötum?“ spurði frú Bang með leiftrandi augum. „Hann er búinn að syngja á marga grammofónplötuna." „Nei, plöturnar hans hef ég aldrei heyrt,“ sagði Elísa með undanfærslu. — Gamla lagið hljómaði í huga hennar, hin- ir blíðu tónar og blíðu orð, sem Bent hafði svo oft sungið fyrir hana í þá daga, þegar hún gaf honum innblástur, þegar hún var ,,sætan“ hans. „Fyrsta Ijóðið, sem hann orti,“ sagði frú Bang dreymandi, „var ort til mín. Síðasta vísan er svo falleg. Viljið þér heyra hana? Hún er svona: Hví leitar þú gæfunnar langt yfir skammt á lognöldum blikandi stjarna? Að eltast við skugga, það er oss svo tamt og undra fátt skiljum, en vitum það stamt að jörð okkar er þó stjarna. Er það ekki fallegt?“ „Jú,“ svaraði Elísa hljómlaust. Hún lokaði augunum og barðist við sársauk- ann, sem magnaðist í brjósti hennar. Þeg- ar frú Bang talaði til hennar litlu síðar, svaraði hún ekki, en lét sem hún svæfi. Sársaukinn minnkaði smám saman, en undarlegur tómleiki kom í staðinn. En smátt og smátt vék tómleikinn og hugar- léttir og friður gagntóku huga hennar. Hún opnaði augun aftur og horfði lengi út um gluggann. Úti í myrkrinu þutu sí- fellt flugeldar upp í loftið og mynduðu sólir og stjörnur. „Er maðurinn minn ekki kominn enn?“ spurði frú Bang, þegar hjúkrunarkonan læddist inn skömmu seinna. „Nei, frú.“ „Hefur hann ekki hringt heldur?“ „Nei, frú, ekki ennþá.“ „Hvað er klukkan?" „Klukkan er þrjú, frú Bang.“ „Þrjú?“ hrópaði frú Bang agndofa. „Já, en hann ætlaði að hringja á hverjum klukkutíma, sagði hann. Hann hefði eftir því átt að vera búinn að hringja fyrir mörgum tímum síðan!“ Elísa lokaði augunum aftur. Henni varð hugsað til Bents og símtalsins um kvöld- ið við konuna, sem hann kallaði ,,sætuna“ sína. Var hann nú í veizlu með henni? Var hann ef til vill nú á þessari stundu að dansa á þessum eða hinum staðnum HÚSFREYJAN 17

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.