Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 11
ára, en þrátt fyrir það, ætti vel að
vera hægt að fjölga orlofsnefndum
innan héraðssambanda, ef hentugra
þykir, þannig að samband, sem ef til
vill hefur í ár aðeins kosið eina or-
lofsnefnd, gæti, ef nauðsynlegt þykir,
t.d. næsta ár, fjölgað orlofssvæðum.
Náttúrlega þarf að hafa samráð við
Félagsmálaráðuneytið um slíkar breyt-
ingar, ef til koma, en sennilega yrðu
þær leyfðar, á meðan starfsemin er að
byrja.
Nokkur héraðssambönd hafa þegar
kosið orlofsnefndir, eina eða fleiri
fyrir hvert sambandssvæði. Á fundi
Sambands vestur-skaftfellskra kvenna,
sem ég sótti, var samþykkt að kjósa
tvær orlofsnefndir, er störfuðu með
sambandsstjórn, og skyldi starfssvið
annarrar nefndarinnar vera fyrir aust-
an Mýrdalssand, en hinnar fyrir vest-
an hann.
Hið fyrsta, sem hinar nýkjörnu or-
lofsnefndir þurfa að gera, er þær koma
saman, er að kjósa sér formann úr
sínum hópi, og síðan að skrifa félags-
málaráðuneytinu og tilkynna um
nefndina. En félagsmálaráðuneytinu er
m.a. ætlað að láta prenta umsóknar-
eyðublöð fyrir orlofsfé til húsmæðra
og senda orlofsnefndum.
Það mun liggja betur fyrir síðar, í
hvaða röð hlutirnir gerast, en verk-
efni hafa orlofsnefndirnar nú þegar
nægilegt, þar sem ætlazt er til að þær,
með kvenfélögum almennt, afli fjár
heima í héruðum til orlofsstarfsins.
Það verður áreiðanlega — þegar til
kemur — mjög þýðingarmikið fyrir
hvert sambands- og orlofssvæði,
hvernig til tekst um fjáröflun heima
fyrir, þar sem ákveðið er að félags-
málaráðuneytið veiti fé úr orlofssjóði
ríkisins með hliðsjón af mótframlög-
um. Það segir að vísu ekkert um hlut-
fallið á milli þess, sem héruðin þurfa
að afla og hins, sem ríkið veitir, en það
verður áreiðanlega tekið mikið tillit
til þess, hve mikinn dugnað og vilja
kvenfélögin sýna á því að afla fjár til
þess að veita konum í sínu héraði or-
lof, og þau kvenfélög, sem duglegust
eru, hljóta að bera mest úr býtum við
úthlutun á fé ríkisins.
Konur ættu að kynna sér lögin vel
og ekki sízt 3. grein þeirra, þar sem
segir, hvernig fé orlofssjóðs skuli
fengið.
Verkefni orlofsnefnda eru tiltekin
í 1. gr. laganna, en þau eru m.a., að
sjá um veitingu orlofsfjár til húsmæðra
og að skipuleggja orlofin. I 7. gr. er
svo rætt um skóla og aðrar opinberar
byggingar til orlofsdvalar, eftir því,
sem við verður komið.
Hér er vissulega um mikið starf að
ræða og verður það mismunandi á hin-
um ýmsu stöðum landsins. Sums stað-
ar mun verða auðvelt að koma á fót
orlofsdvöl, en á öðrum stöðum erfið-
ara.
Enn er ótalið það, sem erfiðast verð-
ur við framkvæmd orlofsmálsins, og
það er að sjá til þess, að þær húsmæð-
ur, sem mest þurfa á hvíld að halda,
njóti orlofsins. Það er vissulega sá
þátturinn, sem konur kvíða mest, og
jafnframt það, sem verður að vera
fyrsta boðorðið við framkvæmd máls-
ins.
Konur um allt land hafa fengið mik-
ið verk að vinna, að skipuleggja or-
lofsmálið og koma því áfram til góðr-
ar framkvæmdar. Samtök okkar ná
til svo margra, að enginn aðili hefur
betri möguleika til þess að vinna þessu
máli gagn en kvenfélögin, og því þurfa
kvenfélög og héraðssambönd að hefj-
ast handa sem allra fyrst um fram-
gang þess.
HÚSFREYJAN
11