Húsfreyjan - 01.07.1966, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.07.1966, Blaðsíða 9
Ingibjörp' Jóhánnsdóttir, skólastjóri: Bjargið Nokkur ávarpsorð, flutt á samliandsþingi norð- lenzkra kvenna í húsmæðraskólaniini að Löngu- mýri 11. júní 1966. íslenzka æskufólkift' okkar er í tlag þrótt- mikið, djarft og glæsilegt, enda mun það ekki, sem betur fer, almennt þjáð af liung- ursþrautum, eða vinnuhörku, er þjakað ltefur fyrri kynslóðir. Sagt er, að menn þurfi sterk bein, til þess að þola góða daga. Það er mikill vandi að vera ungur nú á dögum, — ef til vill aldrei meiri vandi að velja eða liafna. Æska nútímans fær oft liarða dóma frá eldri kynslóðinni, m. a. að hún sé óreglu- söm og kunni ekki með fé að fara. Eldra fólkið gleymir því oft, að það sjálft hefur líka einu sinni verið ttngt, og borizt fyrir straumnum við strendur lífsins, rekið um sem rótlaust þangið, í leit að hamingju, — þannig mun það hafa ver- ið frá örófi alda. Eitt tel ég víst, að margt af því sem æsk- unni er hallmælt fyrir, er þeirn eldri að kenna, — sjálfri fyrirmyndinni, — þangað má rekja ræturýmissa óhappa æskumanns- ins. Hávaði og liraði nútimans er vel til þess fallinn að deyfa eyru liins unga hlustanda fyrir ýmsunt þeim röddum frá djúpsævi lífsins, sem lionum er nauðsynlegt að lilusta á, ef ltann sjálfur á að ná andlegri dýpt. Uppalandanum og æskunni er nauðsynlegt að ganga meira á vil þagnar og kyrrðar en gert er nú á tímum, ef þeir ætla að reyna að finna sjálfa sig og þá hamingju, sem hýr í þeirra eigin harmi. Þess ber að biðja, að þdð mætti grópast inn í þroska íslenzku þjóðarinnar, að gleyma því ekki að leið bennar er stutt frá örbirgð til allsnægta. Hún þarf að temja sér meira jiakklæti og læra að slilla kriif- um sínum meira í hóf en gert er. Annars getur farið fyrir henni eins og konu skóg- arhöggvarans, sem sat við allsnægtahorð í konungshöll, en var rekin þaðan aftur út í skóginn vegna vanþakklætis hennar og heimtufrekju. • Einu sinni var auðugur kaupmaður. Hann hafði miklar áliyggjur vegna verzl- unarviðskipta. Mátti segja að sál hans væri friðvana. Einu sinni datt honuni það snjallræði í liug að efna til samkeppni milli málara í landinu um það, hver gæti málað bezta mynd af friðnum og bét liáum verðlaun- um. Aðeins tveir málarar tóku þátt í sam- keppninni. Annar þeirra sýndi fagurblátt og spegilslétt fjallavatn í fögru umhverfi. Hinn málarinn sýndi stóran og vatnsmikinn foss á svo eðlilegan liátt, að áhorfandanum fannst liann heyra fossdrunurnar, — fannst hann standa uppi á klettasnös og horfa á liift æðandi vatnsmagn, standa þar, svima og finna til smæðar sinnar. Frainli. á lils. 12. HÚSFHEYJAN 5

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.