Austurland


Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1998 afkoma Hraðfrystihúss Eskifjarðar Hagnaður Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. eftir skatta í fyrra var 241 milljón króna á móti 312 milljónum 1996. Hagnaður félags- ins fyrir afskriftir og vaxtagjöld var aftur á móti svipaður, var 722 milljónir 1996 en 710 millj- ónir í fyrra. Veltufé frá rekstri jókst úr 539 milljónum í 562 milljónir á milli ára. Velta félagsins minnkaði nokkuð eða úr 3.846 milljónum í 3.744 milljónir en bókfært eigið fé í árslok í fyrra var 1.057 milljónir og hafði þá aukist um 25,1% á milli ára. Heildartekjur félagsins minnkuðu á milli ára og eru helstu skýringar á því að loðnu- frysting var verulega minni vegna ástands loðnunnar s.l. haust og síldarfrysting var einn- ig mun minni. Þá tók rækju- vinnslan á móti minni afla en árið áður. Þrátt fyrir 8.000 tonna minni loðnuafla í fyrra en árið 1996, jukust tekjur loðnubræðslunnar um 45 milljónir á milli ára vegna hækkaðs afurðaverðs. Tekjur af útgerðinni jukust einnig töluvert eða um 100 milljónir og námu alls 995 milljónum króna. Meðalfjöldi starfsmanna á síðasta ári var 280 og námu launagreiðslur til þeirra 684 milljónum króna. Hluthafar í árslok voru 465. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður föstudaginn 27. mars, mun stjórnin leggja til að greiddur verði 10% arður eða 37,9 milljónir en greiddur arður vegna 1996 var 34,8 milljónir króna. Stjórn félagsins mun jafnframt leggja til að hlutafé verði aukið um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðalfundur Kvennadeildar S.V.F.Í Norðfirði Aðalfundurinn verður haidinn sunnudaginn 1. mars nk. kl. 20.30 í húsi félagsins, „Nesi" Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kaffi - Bingó Konur fjölmennið Nýir félagar velkomnir Stjórnin Knellan á EskifirðilO ára Framboðsmál Listarnir kynntir á næstu vikum Viðræður um sameiginlegt fram- boð félagshyggjufólks, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og óflokksbundinna, í nýju samein- uðu sveitafélagi, hafa nú staðið um nokkurt skeið. Að sögn Hreins Sigmarsson- ar, formanns Alþýðuflokks- félags Eskifjarðar, ganga við- ræður vel og ekki hefur komið upp neinn stór ágreiningur. Hann sagði að verið væri að undirbúa stofnun bæjarmálafélags og gerði hann ráð fyrir að stofnun félagsins yrði tilkynnt 10. til 12. mars n.k. Níu manna undirbúningshóp- ur, þrír frá hverjum stað, hefur undanfarnar vikur unnið að sam- eiginlegu framboði framsóknar- manna og í gær, miðvikudag, var haldinn stofnfundur nýs félags og var þar kosin stjórn og uppstillingarnefnd skipuð. Að sögn Jóns Björns Hákonarsonar, sem átt hefur sæti í undirbún- ingshópnum, mun uppstillingar- nefnd ganga frá listanum mjög fljótlega. Sjálfstæðismenn hafa einnig skipað sameiginlega nefnd til að vinna að framboðsmálum og upp- stillingu listans og samkvæmt heimildum blaðsins verður list- inn líklega kynntur í næstu viku. Þá hefur Pétur Óskarsson í Neskaupstað verið að undirbúa sérframboð undanfarna mánuði og sagðist hann í samtali við Austurland reikna með að það skýrðist um miðjan mars hvort af framboði yrði. Pétur hefur verið að ræða við fólk að undan- förnu um að taka sæti á listanum en hann sagði að illa gengi að fá rétta fólkið á listann. Hann sagðist ekki bjóða fram nema honum tækist að mynda sterkan lista eða eins og hann orðaði það: „Eg vil engar liðleskjur, bara bardagafólk!" Félagsmiðstöðin Knellan á Eski- firði varð 10 ára s.l. sunnudag og verður haldið upp á afmælið á morgun, föstudag, með því að halda hæfileikakeppni en komin er hefð fyrir því að halda slíka keppni í kringum afmælisdag- inn. Um leið verða tveir krakkar krýndir titlinum „Félagsmála- tröll" en sá heiður hlýst þeim krökkum er þykja hafa skarað fram úr í félagsmálastarfssemi. Að sögn Guðmanns Þor- valdssonar, eins þriggja umsjón- armanna Knellunnar, er mikil starfssemi í Knellunni og krakk- arnir duglegir að taka þátt í því sem þar er bryddað upp á. Starf- ið er mjög fjölbreytt en auk hefðbundinnar starfssemi, s.s. borðtennis, billjard, pílu og fleira, er ýmsum nýjungum skot- ið inn á milli. Má þar t.d. nefna samkeppni um besta óáfenga drykkinn og stuttmyndakeppni auk þess sem dansað er á föstu- dögum. Hátt lyfjaverð í austfirskum apótekum ASI, BSRB og Neytendasam- tökin gerðu nýlega verðsaman- burð í 19 apótekum á lands- byggðinni og var kannað verð á 32 algengum lyfjum. Niðurstað- an er, sem reyndar kemur ekki á óvart, að ódýrustu apótekin eru öll í stærstu bæjunum og því fá- mennara sem markaðssvæðið er, því dýrari eru apótekin. Tvær Aóalfundur Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað verður haldinn 2. mars nk. kl. 20.30 i húsi félagsins, „Nesi" Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Nýir félagar velkomnir Stjómin undantekningar eru þó frá þess- ari reglu en það eru apótekin á Siglufirði og í Borgarnesi en þar er verðið fremur hagstætt þrátt fyrir tiltölulega lítinn markað. Þegar skoðað er það verð sem elli- og örorkulífeyrisþegar þurfa að greiða fyrir lyfin hér á Austurlandi kemur í ljós að apó- tekið á Seyðisfirði er næst dýrast af þessum 19, apótekið á Höfn það sjötta dýrasta en apótekin í Neskaupstað og á Egilsstöðum eru bæði með því sem næst meðalverð. Þegar um er að ræða verð til annarra en elli- og örorkulíf- eyrisþega er niðurstaðan sú að apótekið í Neskaupstað er næst dýrast, apótekið á Seyðisfirði þriðja dýrast og apótekið á Egilsstöðum það fimmta dýr- asta. Apótekið á Höfn var með meðalverð en lyfsalan á Vopna- firði var lokuð daginn sem könn- unin var gerð. Efri myndin var tekin haustið 1992 og sýnir hóp eskfirskra ungmenna á hallœrisballi eða Austfjarðaballi. Neðri myndin er tekin í nóvember 1997 á förðunar- og furðufataballi. A henni sjást félagarnir Draupnir, Guðni, Friðjón og Asta, öll hin skrautlegustu. Ljóst er að starfsemi Knellunnar hefur vaxið og dafnað árfrá ári þau 10 ár sem hún hefur starfað. Eignarhaldsfélag BÍ greiðir ágóðahluta Samtals 110 milljónir Samkvæmt fréttatilkynningu frá Brunabótafélagi Islands mun eignarhaldsfélag þess (EBÍ) greiða aðildarsveitarfélögum sín- um samtals 110 milljónir í ágóða- hluta á þessu ári. Sveitarfélögin hafa ekki frjálsar hendur um hvernig fjármunum þessum verður varið heldur er þeim gert að nýta þá til að greiða iðgjöld af vátryggingum sveitarfélaganna og til brunavarna. Þessum 110 milljónum er skipt niður á sveitarfélögin eftir hlutfallslegri eign þeirra í Sam- eignarsjóði EBÍ og kemur því mest í hlut Akureyrar eða 11,9 milljónir. Kópavogur fær rúm- lega 9,5 milljónir og Reykjanes- bær um 7,8 milljónir. Hlutur austfirsku sveitafélag- anna er heldur rýrari en Nes- kaupstaður fær 2 milljónir, Seyðisfjörður 1,8 milljón, Egils- staðir 1,3 milljónir og Eskifjörð- ur 1,2 milljónir. Önnur austfirsk sveitarfélög fá minna.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.