Austurland


Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1998 Ábending til ökumanna Af gefnu tilefni hefur Austurland verið beðið að koma þeirri ábendingu til ökumanna að gæta fyllstu varúðar þegar ekið er framhjá umferð ríðandi hestamanna. Ekki síst ber að fara varlega þegar ekið er fram úr ríðandi hestamönnum því þá á hesturinn ekki gott með að fylgjast með umferðinni og lætur því enn frekar truflast af hávaða frá ökutækjum. Ennfremur er rétt að benda, jafnt hestamönnum sem og þeim fjölmörgu er nota vegi utan þéttbýlis til útivistar, að frumskilyrði til slíkrar iðkunar er notkun endurskinsmerkja. Legudeild fyrír heilabilað fólk á Seyðisfirði Fyrir rúmum tveimur árum var það kannað á vegum Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað, hvort á Austurlandi væri þörf sérdeildar fyrir heilabilaða sjúkl- inga. Þörfin reyndist vera fyrir hendi, en húsnæði sem hentaði slíkri deild var þá ekki fyrir hendi í Fjórðungssjúkrahúsinu. Þetta mál komst svo aftur á hreyfingu fyrir rúmu ári enda er það stefna Öldrunarráðs íslands að slík hjúkrunardeild sé í hverj- um landsfjórðungi. Mjög hent- ugt húsnæði stóð til boða í Heil- brigðisstofnuninni á Seyðisfirði sem nú skal nota í stað sjúkra- húss. Undirbúningur hófst því að stofnun deildarinnar hér og Hannes læknir hefur átt mjög gott samstarf við Jón Snædal, öldrunarlækni, og Pálma Jóns- son, yfirlækni. Aðstoð hjúkrun- arfræðinga þaðan, stendur til boða sé eftir henni leitað. Þessi deild, sem ber það nafn, sem er skráð hér að ofan, hefur þegar tekið til starfa. Hún hefur verið kynnt læknum og öðru Loðnufrysting í Blængi hefur Hannes Sigmarsson, lækn- heilbrigðisstarfsfólki á Austur- ir verið forystumaður í því starfi. landi. Læknirinn segir að árleg þörf sé Öllu þessu fólki er þökkuð nú rúm fyrir 2-6 sjúklinga. hjálp og stuðningur við undir- Þessi sjúkradeild hér sé raun- verulega þáttur í starfssamningi við Heilbrigðisráðuneytið og styrki því stöðu stofnunarinnar og var þess mikil þörf eins og málum er háttað nú. Leiðbeiningaraðstoð hefur Sjúkrahús Reykjavíkur veitt og búningsstarfið sem ávallt var góðfúslega veitt. Aðstoð og samstarf stjórnenda hér heima, hjúkrunarforstjóra og fram- kvæmdarstjóra, þeim Þóru Ing- valdsdóttur og Lárusi Gunn- laugssyni, þakkar Hannes læknir að lokum. J.J. Frá Félagsmálaráði Neskaupstaðar Félagsmálaráð Neskaupstaðar auglýsir eftirfarandi íbúðir til sölu: Þrjár 4. herbergja íbúðir stærð 95 ferm. í Starmýri 17-19 2. herbergja íbúð stærð 55 ferm. í Starmýri 17-19 5. herbergja íbúð stærð 112 ferm. í Nesbakka 5 5. herbergja íbúð stærð 112 ferm. í Nesbakka 11 2. herbergja íbúð stærð 68 ferm. í Nesbakka 19-21 5. herbergja íbúð stærð 122 ferm. að Hólsgötu 8 Umsækjendur eru háðir skilyrðum laga Húsnæðisstofnunar um eigna og tekjumörk. Umsóknum skal skilað ó bæjarskrifstofuna fyrir 11. mars 1998. Umsóknareyðublöð svo og nánari upplýsingar fást hjá starfsmanni félagsíbúðakerfisins á bæjarskrifstofunni Egilsbraut 1 Jafnframt er laus Búseturéttur í 4. herbergja íbúð að Nesbakka 15 Mikill handagangur var í öskjunum þegar blaðamenn Austurlands voru áferð um Norðfjarðarhöfn ívikunni. Ljósm. as Hörður Erlendsson, yfirvélstjóri á Blœngi, fylgist vel með vélun- um í skipinu á meðan piltarnir hamast við loðnufrystinguna. Þegar é8 heyri nefnt' eða hugsa Ljósm.as um- hlð s-k- -Svæðisútvarp Austurlands" verður mér líkt innanbrjósts og Viljálmi Júníus- syni í Sparisjóðsauglýsingunum þegar hann þarf að greiða gluggapóstinn sinn; Ohhhhhhh! Hrrrrrrrrr! Ég hef því miður eng- an brosandi og vel málaðan Dav- íð Þór Jónsson til að létta okinu af mér og því verð ég að gera það á þessum vettvangi. Ef hér er um að ræða svæðis- útvarp fyrir Austurland er ljóst, miðað við umfjöllun og efnistök, að á Egilsstöðum og í nágrenni búa um 70% Austfirðinga. Reynd- ar furðulegt að æðsti yfirmaður Egilsstaða skuli enn bera starfs- heitið bæjarstjóri en ekki borgar- stjóri. Síðastliðið sumar gerði ég lauslega og óformlega könnun á því hvaðan af Austurlandi það efni kæmi sem sent er út og í ljós kom að á þeim tíma var ríflega 70% af Héraði. Reyndar allt upp í 100% í sumum útsendingum. Þetta finnst mér vera móðgun við fbúa annarra svæða og lýsir engu öðru en skorti á metnaði og ófaglegum vinnubrögðum starfs- manna þessa ríkisrekna fyrir- tækis. Það þarf enginn að segja mér að ekkert sé að gerast ann- arsstaðar en á Héraði. En það er ekki nóg með að efnið sé að megninu úr efra, heldur eru efnistökin á köflum svo leiðinleg og ófrumleg að það hálfa væri nóg; endalaus upp- Gagnrýni/Svarið er nýr þáttur sem nú hefur göngu sína í blaðinu en þar gefst fólki kostur á að koma á framfæri ábendingum eða gagnrýni án þess að nafn þess sé birt. Austurland tekur svo að sér að koma gagnrýninni á framfæri við þá sem henni er beint gegn og býður þeim að koma með andmæli. Að sjálfsögðu verður að gæta fyllsta velsæmis í allri gagnrýni og hafa hana málefnalega. Því á neikvæður áróður og persónulegt skítkast ekkert erindi hér. Er það von okkar að Austfirðingar taki þessum nýja þætti vel og komi á framfæri við ritsjórn blaðsins þeirri gagnrýni sem það vill fá skýringar á. Fyllsta trúnaðar verður gætt varðandi nafnleynd. talning á sporðafjölda er næst úr sjó og stanslaus umfjöllun um „stórviðburði" á Héraði. Það skal þó fúslega játast að endrum og sinnum er eins og starfsmenn „svæðisútvarpsins" hristi af sér slenið og sendi frá sér ágætlega frambærilegt efni. Það er bara allt of sjaldan. Nú kann einhver að spyrja hvað ég sé að hlusta á þessar út- sendingar fyrst þær leggjast svona þungt í mig. Því er til að svara að ég hef áhuga á því sem er að gerast á Austurlandi og ég er dyggur stuðningsmaður svæð- isútvarps. Ég vil hinsvegar fá almennilega, faglega og vandaða dagskrá, sem unnin er af áhuga og metnaði en ekki með hang- andi haus eins og, því miður, nú virðist raunin. Ég hef vanist því viðhorfi að fólk ætti að standa við orð sín og gjörðir og kvitta fyrir með eigin nafni. Ég hef sömuleiðis vanist því viðhorfi að nafnlaus bréf væru ekki svara verð. Ég er undrandi á því að ritstjórn Aust- urlands skuli hleypa af stokk- unum dálki af þessu tagi, nafn- lausri gagnrýni. Hinum nafn- lausa bréfritara bendi ég á að líkur á umfjöllun um einstaka atburði hér í fjórðungi, hvort sem er í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi, margfaldast ef starfs- menn viðkomandi fjölmiðils vita af þeim. Á því er of oft mis- brestur. Það eru margar leiðir til að koma upplýsingum til frétta- og dagskrárgerðarfólks svæðis- útvarpsins á Austurlandi. Síma- númerið er 471 2300. Myndsíma- númer er 471 1996. Farsíma- númer er 852 5705. Netföng eru: ruvaust@eldhorn.is, ingarosa@eldhorn.is, hallib@eldhorn.is. Þá eru starfandi átta fréttarit- arar í fjórðungnum. Upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu svæðisútvarpsins: http://www.eldhorn.is/mvaust Því miður er enginn slíkur í Neskaupstað og leit síðustu mánaða hefur verið árangurs- laus. Þar sem hinn nafnlausi bréfritari virðist ágætlega ritfær og vera sammála starfsmönnum svæðisútvarpsins um að vilja dagskrá þess sem mesta og besta þætti mér vænt um ef hann/hún íhugaði að taka starfið að sér og leggja þannig sitt af mörkum til að ná þeim árangri, sem lýst er eftir í þessu nafnlausa bréfi. Að sjálfsögðu þyrfti viðkomandi að flytja sína pistla undir fullu nafni eins og aðrir starfsmenn stofn- unarinnar. Virðingarfyllst, Inga Rósa Þórðardóttir, deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Austurlandi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.