Austurland - 12.11.1998, Síða 5
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998
5
Már Lárusson
Kveðja að austan
Eftir eldgosið í Heimaey árið 1973
fluttu nokkrar fjölskyldur frá
Vestmannaeyjum hingað austur
til Neskaupstaðar. í þeirra hópi
voru Guðlaug Pálsdóttir og Már
Lárusson ásamt fjórum ungum
dætrum sínum. Már hafði stund-
að sjómennsku í rúman áratug í
Vestmannaeyjum, en var kom-
inn í land og orðinn verkstjóri í
frystihúsinu Eyjabergi og var nú
ráðinn sem yfirverkstjóri í frysti-
húsi Sfldarvinnslunnar hf.
Sjávarútvegsbyggðir eins og
Vestmannaeyjar og Neskaup-
staður eiga margt sameiginlegt
og fjölskyldan aðlagaðist fljótt
umhverfinu og þau Guðlaug og
Már - eða Lulla og Malli - eins
og þau voru ævinlega kölluð
eignuðust fjölda vina og kunn-
ingja. Það var mikið um að vera
í fiskvinnslunni á þessum árum
því eftir að síldin hvarf af
Islandsmiðum 1968 var lögð
síaukin áhersla á bolfiskvinnslu,
bæði frystingu og söltun. Undir
stjóm Malla störfuðu því oft á
annað hundrað manns og við það
bættist samskiptin við mikinn
fjölda trillukarla, en á þessum ár-
um var mikil smábátaútgerð frá
Neskaupstað og flestir lögðu þeir
upp hjá Síldarvinnslunni. Það
var því oft unninn langur vinnu-
dagur og þá mætti maður Malla
oft með vindilinn í munninum
og tóbaksdósina í hendinni. Hann
naut þess nefnilega að vinna
undir álagi, en varla er vafi á því,
að það hefur komið niður á
heilsu hans síðar. Malli hafði
mikinn metnað, bæði fyrir sjálf-
an sig og Sfldarvinnsluna og
þegar frystihúsamenn víðs vegar
að af landinu hittust á fundum
hjá SH lét hann að sér kveða og
var ófeiminn við að láta skoðanir
sínar í ljós á kjamyrtri íslensku.
Hann hefur líka orðið mönnum
eftirminnilegur því alveg fram á
þetta ár hafa gamlir starfsfélagar
hans víðs vegar að af landinu
spurt um hann og rifjað upp
skemmtileg atvik bæði á og utan
funda. En þrátt fyrir að oft væri
Slöngur - Barkar - Tengi
Söluaðilar á
Austurlandi:
Bílar og vélar, Vopnafirði
Síldarvinnslan, Neskaupstað
Björn og Kristján, Reyðarfirði
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga
LANDVÉLAR HF
Smiðjuvegi 66 - Kópavogi - 8 557 6600
mikið að gera tók Malli virkan
þátt í félagslífi, var nt.a. virkur
félagi í Rotary-klúbbi bæjarins
og formaður hans um skeið. Hann
var mjög ákveðinn sósíalisti og
félagi í Alþýðubandalaginu alla
tíð og formaður þess hér í bæ í
ein tvö ár. Honum þótti flokkur-
inn færast ískyggilega til hægri,
en það líkaði honum illa og var
óspar á að láta forystuna heyra
þessar skoðanir og vitnaðir þá
stundum í Marx gamla máli sínu
til stuðnings, því hann hafði les-
ið fræðin. Malli var nefnilega
bókamaður, las mikið og hafði
yndi af svonefndum fagurbók-
menntum, ekki síður en ævisög-
um og ferðasögum.
Eftir 16 ára starf sem yfir-
verkstjóri hjá Síldarvinnslunni
hf. taldi Malli kominn tími á að
fara að hægja aðeins á sér. Við
tók starf í verslun SÚN, sem
bæði var veiðarfæra- og útivistar-
verslun. Eg held að hann hafi
aldrei alveg verið sáttur við það
starf. Að vísu hélt hann tengsl-
unum við sjómenn og fisk-
vinnsiufólk, en hann saknaði
alltaf hamagangsins og látanna
úr fiskvinnslunni og þegar hann
fékk tímabundið frí frá störfum
haustið 1990 til að fara að stjóma
sfldarverkun á Eskifirði fannst
mér hann yngjast um fleiri ár.
En árið eftir, einmitt rétt eftir
að þau hjónin höfðu tekið á-
kvörðun um að flytjast suður til
Reykjavíkur fékk Malli heila-
blóðfall og þó hann kæmist til
talsverðrar heilsu varð hann
aldrei samur maður og gat ekki
stundað vinnu. Hann kom all oft
hingað austur næstu árin eftir að
þau Lulla fluttu suður og þá var
hann öllum stundum niðri við
höfn og í fiskvinnslustöðvunum
að heilsa upp á fólk. Rætur hans
voru í sjávarútvegnum og þar
naut hann sín best.
Nú þegar Malli er látinn eru
honum sendar kveðjur og þakkir
frá Síldarvinnslunni og sam-
starfsfólkinu þar og frá öllum
sem unnu með honum í verslun
SÚN.
Við sendum þér, elsku Lulla,
dætrum þínum, tengdasonum og
barnabarnabörnum, sem voru
afa sínum svo óendanlega mikils
virði, okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum þess að góðar
minningar megi verða ykkur
huggun harmi gegn.
Kristinn V. Jóhannsson
Snæfellsblað Glettings
Snæfellsblað Glettings er komið
út. Þetta sérblað af tímaritinu
Glettingi er tileinkað fyrirhug-
uðum virkjunarsvæðum norð-
austan Vatnajökuls. Fjallað er
um náttúru þess í máli og mynd-
um, sérstaklega um fjalladrottn-
i n g u n a
Snæfell
og öræfin
kringum
það, Eyja-
bakka og
Vesturör-
æfi, um
landslag,
jarðsögu,
gróður og
dýralíf.
Einnig er
fjallað um á-
ætlaðar virkj-
anir og áhrif
þeirra á nátt-
úrufar og land-
nýtingu, um
skipulag á há-
lendinu og að-
gerðir til vernd-
unar. Nokkur
félög og stofn-
anir kynna sjón-
armið sín, þar á
meðal lands-
virkjun og tals-
menn álvers við
Reyðarfjörð. Auk
þess er ýmislegt
blandað efni í
blaðinu.
Markmið blaðs-
ins er að upplýsa
lesendur um þau náttúruverð-
mæti sem þarna eru í húfi og
framkvæmdir sem þar eru fyrir-
hugaðar, svo hver og einn geti
gert upp hug sinn og tekið af-
stöðu á eigin spýtur.
Meðal höfunda eru náttúr-
fræðingarnir Hjörleifur Gutt-
ormsson, Armann Höskuldsson,
Páll Imsland, Kristinn Haukur
Skarphéðinsson, Oddur Sigurðs-
son, Skarphéðinn G. Þórisson og
Helgi Hallgrímsson; Anna Dóra
Sæþórsdóttir, landfræðingur,
Ragnheiður Ólafsdóttir, um-
hverfisfræðingur, Helgi Bjarna-
son, verkfræðingur, Magnús
Ásgeirsson, stjórnmálafræðing-
ur, Rannveig Árnadóttir, fulltrúi
og Pétur Gunnarsson, rithöfundur.
I grein Ármanns og Páls:
„Snæfell - eldljall á gosbelti fram-
tíðar“, er í fyrsta sinn reynt að
gefa yfirlit um bergfræði og mynd-
unarsögu Snæfells, sem lengi hef-
ur verið talið útkulnað eldfjall.
Niðurstaða þeirra er sú, að fjall-
ið sé ennþá virkt, og hafi síðast
gosið fyrir um það bil 10 þúsund
árum og jafnvel síðar. Gos í
fjallinu gæti orsakað jökul- og
aurhlaup, auk hraunrennslis og
gjósku. Merkust er þó sú tilgáta
þeirra, að Snæfell muni færast
yfir „möttulstrókinn" og verða á
landreks-gosbelti framtíðar.
Ritstjóri blaðsins er Steinunn
Ásmundsdóttir skáld.
Blaðið er 92 bls. og
allt litprentað. Þar er
að finna mikið úrval
af góðum myndum,
en alls eru um 65
litmyndir í blaðinu,
og um 20 litprentuð
kort og skýringar-
myndir. Umbrot
annaðist Skarphéð-
inn Þórisson en
Ásprent-PBO á
Akureyri prent-
aði.
„Glettingur
tímarit um aust-
firsk málefni"
hefur verið gefið
út á Egilsstöðum
síðan 1991, og
er nú á 8. ár-
gangi. Að jafn-
aði koma út
þrjú hefti á ári,
en að þessu
sinni er tveim-
ur heftum
slegið saman.
Útgefandi er
Útgáfufélag
Glettings.
Áskriftar-
verð (ár-
gjald) er kr.
ritstjórnarvinna er
án endurgjalds og
ekki greidd. Nýir
geta snúið sér til
1950. Oll
lögð fram
ritlaun eru
áskrifendur
gjaldkera félagsins, Sigurjóns
Bjarnasonar, Selási 9, Egilsstöð-
um.
Snæfellsblaðið verður til sölu
í helstu bókabúðum landsins og
kostarkr. 1000.-
(fréttatilkynning)