Austurland - 31.08.2001, Síða 5
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
5
Pað var oft gaman í ritnefndinni
Kristinn V. Jóhannsson
Þessir vösku drengir vilja koina á framfœri þökkum til þeirra
aðila í Neskaupstað sem styrktu þá til þátttöku í Shell-mótinu í
Vestmannaeyjum íjúní. Þeir gerðu þar góða hluti og kórónuðu
svo feril sinn í sumar með því að verða Austuriandsmeistarar á
Sumarhátíð UIA. Með þeim á myndinni er Dragan, þjálfari
þeirra og Njáll Eiðsson, sem eitt sinn lék með mfl. Þróttar. Til
hamingju strákar!
Frá
íþróttahúsinu í
Neskaupstað
Austurland - og þar áður
Árblik - hefur allt frá unglings-
árum mínum verið einn af föstu
punktunum í tilverunni. Eiginlega
rétt eins og t.d. Nípan og Hellis-
fjarðarmúlinn. Þau ár sem ég bjó í
Reykjavík var Austurland helsti
tengiliðurinn við heimaslóðimar
og það var lesið upp til agna um
leið og það kom inn um bréfa-
lúguna.
Blaðið var oftast aðeins fjórar
síður, en engu að síður drjúgt
lesefni því ritsjórinn hafði mikla
trú á hinu ritaða máli og taldi
myndir plássfrekar og oftast til
óþurftar.
Eg hafði áreiðanlega aldrei velt
því fyrir mér hve mikið verk það
væri að halda úti vikublaði ár eftir
ár. Skrifa greinar, safna efni, afla
ffétta ná í auglýsingar, lesa próf-
örk og koma blaðinu í póst. Þetta
hafði Bjarni Þórðarson gert að
mestu leyti einn um langt árabil
til hliðar við erfitt og erilsamt
starf sem bæjarstjóri. En hann var
nú reyndar varla einhamur til
verka.
En svo lenti ég í ritnefndinni
einhverntímann fyrir 1970 og sat
þar í ein 20 ár eða svo.
Ég minnist þess að hafa starfað
þar með meðal aannarra með
Elmu, Sigrúnu Þormóðs, Birgi
Stefáns, Áma Þormóðs, Sævari
Steingríms og seinna líklega
Gumma Bjama, Einari Má og
Smára. Og þá fyrst áttaði ég mig
á því þvílíkur afkastamaður
Bjarni hafði verið.
Á vikulegum fundum okkar var
verkefnum útdeilt; ná í fréttir frá
Vopnafirði, Héraði, Homafirði
o.s.frv., snapa auglýsingar, skrifa
greinar, falast eftir greinum frá
ýmsum velunnurum eða lesa
próförk af aðsendum greinum svo
dæmi séu nefnd. Ég man, að í
fyrstu fengum við ákveðin svið til
að reyna okkur á. Ámi skrifaði t.d
um kjaramál, Elma um íþróttir og
ég um skólamál og umhverfismál.
Ég man að skrif mín um
umhverfismál voru allmikið lesin.
Ekki var í þeim fjallað um fjöll
og firnindi, heldur það sem fyrir
auga bar í gönguferðum um bæ-
inn. Fólk var almennt nokkuð
ánægt með þessi skrif.
Sérstaklega ef í þeim var vandað
um við bæjar-yfirvöld eða Sfld-
arvinnsluna!
En þetta var ekki bara vinna.
Ekki aldeilis. Ég held að þetta sé
skemmtilegasta nefnd, sem ég hef
setið í. Þegar verkefnum hafði
verið útdeilt hófust yfirleitt um-
ræður um pólitík. Og þá höfðu
menn skoðanir. Mér koma þessir
tímar stundum í hug þegar ég
hlusta á hina steingeldu umræðu
sem tröllríður Ijölmiðlum í dag,
þar sem pólitískir forystumenn
virðast snúast stefnulausir eftir
niðurstöðum í skoðanakönnunum
DV, Moggans eða Gallups.
Tvennt annað stendur upp úr í
minningunum frá ritnefndinni.
Annarsvegar vinnan með prent-
urunum, Haraldi, Dedda og
Sævari í Nesprenti. Þar var oft
glatt á hjalla, alltaf heitt á könn-
unni og gott samstarf. Þeir sýndu
okkur satt að segja oft ótrúlega
þolinmæði, því oft vorum við á
síðustu stundu að krefjast breyt-
inga og það var ekki eins auðvelt
á tímum blýsins og það er í dag
að flytja milli blaðsíðna.
Og hinsvegar er það frágangur
á jólablaðinu. Það kom yfirleitt út
nokkrum dögum fyrir jól og var
30-40 síður, sem þurfti að hand-
raða saman.
Þá var safnast saman, úti í
prentsmiðju, inni í Egilsbúð og
síðustu árin í Kreml. f hópnum
voru oftast 15-20 manns, rit-
nefndin og ýmsir velunnarar á
öllum aldri.
Stöflunum var raðað á mörg
borð í miðjum sal og svo var
gengið hring eftir hring, tekið
blað úr hverjum stafla og raðað
saman nokkur þúsund eintökum.
Aðrir sáu um að pakka inn því
sem fór í póst og til umboðs-
manna um allt land. Allir höfðu
nóg að starfa við fráganginn.
Nema Jóhannes Stefánsson. Hann
skemmti mannskapnum með
sögum eins og honum var einum
lagið og sá auk þess um að allir
fengju appelsín og Prins Polo eða
eitthvað álíka. Ég er viss um að
margir eiga góðar minningar frá
þessum kvöldum mitt í jólaundir-
búningnum.
Nú hefur Austurland ekki
komið út reglulega um nokkurt
skeið og ég sakna þess. Mér
finnst skarð fyrir skildi og vona
einlæglega að nú styttist í að
blaðið komi út aftur. Auðvitað
verður það eitthvað breytt, en
vonandi áfram hluti af tilveru
okkar og umhverfi. Ég óska því
þeim sem að
því vinna góðs
byrjar og allrar
blessunar.
Krjóh
!-------------------------------------------------------
ALMANNATENGSL | ÚTGÁFUÞJÓNUSTA | VEFRÁÐGJÖF
Nýtt fyrírtæki á Austuríandi
Miövangi2-4 | 700 Egíisstöðum | Sími 471 2800 | Fax 471 2801
ÁGÚST ÓLAFSSON
FARSÍMI 892 6700 | NETFANG: agust@athygli.is
Húsið verður opnað þriðjudaginn
4. september.
Lausir tímar fyrir hópa.
Upplýsingar í síma 477 1181
Fjárfestingarstofan-
orkusvið sendir
landsmátablaðinu
4 usturlandi bestu
kveðjur á 50 ára
afmælinu með þökk
fyrir samstarfið í
gegnum arin
Fj árfesti ngarsto fan
Orkusvid