Austurland - 31.08.2001, Qupperneq 4

Austurland - 31.08.2001, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 Austuiland Ritstjórn, afgrciðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður ffi 477 1750 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Ritstjóri/blaðaniaður: Elma Guðmundsdóttir ® 477 1532 og 861 4767 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1571 Útgefandi: Austurland Ritncfnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson (ábm) og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Umbrot: Austurland - Prcntun: Nesprent hf. Austurland er í Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Yirkjun og orkufrekur iðnaður Fátt hefur verið meira rætt undanfarin misseri en fyrirhugaðar virkjunar og álversframkvæmdir á Austurlandi. Andstæðingar þessara framkvæmda hafa farið hamförum gegn þeim og ljóst má vera að þessum framkvæmdum hefði verið slegið á frest, ef ekki hefði komið til einörð afstaða mikils meirihluta austfirðinga og eindregin stuðn- ingur ríkisstjórnar og stjómarflokka við framkvæmdir. Austfirskir sveitarstjórnarmenn hafa verið í forystusveit austfirðinga í þessum málum og komið þar fram sem samstæð og nær órofa fylk- ing. Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var á dögunum var samþykkt nær samhljóða eftirfarandi ályktun: Aðalfundur SSA haldinn á Vopnafirði dagana 23. og 24. ágúst 2001 ítrekar enn eindreginn stuðning sambandsins við áform um virkjunar- framkvæmdir á Austurlandi og fyrirhugaða nýtingu hreinnar og end- urnýjanlegrar orku til framleiðslustarfsemi og atvinnuuppbyggingar í landshlutanum. Þá santþykkir aðalfundurinn að fela stjórn SSA og Orku- og stór- iðjunefnd sambandsins að yfirfara úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem lagst er gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar og heimilar stjóm- inni og nefndinni að kæra úrskurðinn. I tengslum við virkjunar- og stóriðjumálin tekur fundurinn eftirfarandi fram: Fagna ber því hve mikil áhersla hefur verið lögð á vandað umhverf- ismat vegna virkjunar- og álversframkvæmda enda hefur verið tryggt að öll matsvinna standist alþjóðlegan samanburð. Fundurinn leggur gífurlega áherslu á að allt verði gert til að þær tímaáætlanir sem settar voru fram í NORAL- yfirlýsingunni standist. Lýst er yfir mikilli ánægju með það nána samstarf sem fram- kvæmdaaðilar virkjunar og álvers ásamt stjórnvöldum hafa haft við hlutaðeigandi sveitarfélög og stofnanir sveitarfélaga í landshlutanum. Slíkt samstarf hefur gert kleift að undirbúa hið austfirska samfélag betur en ella fyrir allar þær breytingar sem fyrirhugaðar framkvæmdir hafa í för með sér. Áhersla er lögð á að bygging álvers og virkjunar mun hafa mikil og jákvæð samfélagsleg áhrif á Austurlandi og eins munu þessar fram- kvæmdir verða mikilvægar fyrir þjóðarbúið. Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir og bygging álvers á Austur- landi er án efa stærsta byggðaaðgerð sem íslensk stjórnvöld eiga möguleika á að ráðast í. í ljósi byggðaþróunar síðustu ára er einkar mikilvægt að af framkvæmdunum verði og með markvissum hætti verði stuðlað að því af öllum sem hlut eiga að máli. Austurland tekur heilshugar undir alla áhersluþætti í ályktun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og væntir þess að þær miklu framkvæmdir sem þar er um fjallað verði að veruleika. Undirstaða efnahagslegrar velgengni íslendinga byggist á því að við við nýtum náttúruauðlindir okkar, sem fyrst og fremst eru sjávarfang og orka.Takist okkur það ekki getum við ekki búist við því að við getum miðað okkur við nágrannaþjóðirnar um almenn lífskjör og menntunarstig, því peningar verða ekki til í bönkum eða fjárfestinga- fyrirtækjum. Þessar einföldu staðreyndir hafa íslenskir vinstri menn alltaf skilið. Því er það ömurlegt fyrir okkur, sem talið höfum okkur hingað til til vinstri kants í íslenskum stjórnmálum að horfa upp á framgöngu stjómarandstöðunnar í virkjana- og stóriðjumálum á Austurlandi. Sérstaklega veldur framganga forystumanna Samfylking- arinnar miklum vonbrigðum. Með framgöngu sinni hefur þeim tekist að flæma kjósendur sína á Austurlandi frá flokknum og sennilega skammt að bíða þess að stærstur hluti flokksmanna á Austurlandi segi sig úr Samfylkingunni. GB Fegurðarverlaun í Fjarðabyggð Á þriðjudaginn fór fram af- hending viðurkenninga fyrir fallegustu garðana í Fjarðabyggð svo og voru afhentar viðurkenn- ingar fyrir snyrtilegasta umhverfi fyrirtækja og stofnana og til þeirra einstaklina sem hafa lagt meira af mörkum en aðrir til fegrunar umhverfisins. Það var Petrún Bj. Jónsdóttir, formaður Umhverfísmálanefndar sem afhenti viðurkenningamar en þær hlutu fyrir fallegustu gaiðana: Erla Traustadóttir og Dagbjart- ur Ari Gunnarsson Sæbakka 5, Neskaupstað, Hólmfríður M. Sigurðardóttir og Gunnar Gísla- son, Steinholtsvegi I, Eskifirði og Pálína M. Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Eiríksson, Heiðarvegi 13, Reyðarfirði Umhverfismálanefnd valdi um- hverfi Síldarvinnslunnar hf. við Norðfjarðarhöfn, snyrtilegasta umhverfi fyrirtækja í Fjarðabyggð og umhverfi safnaðarheimilis Reyðarfjarðarkirkju hlaut viður- kenningu sem snyrtilegasta umhverfi stofnana í Fjarðabyggð. Þá fær’i nefndin Höllu Einars- dóttur og Gunnari Hjaltasyni, Austurvegi 17, Reyðarfirði, viðurkenningu fyrir lofsvert framtak til umhverfismála og þeirra þátt í fegrun sveitarfél- agsins svo og þeim Pjetri Sævari Hallgrímssyni Urðarteigi 37 a í Neskaupstað, og Jennýju Eyfeld Jakobsdóttur og Guðmundi Agnarssyni, Blómsturvöllum 20 í Neskaupstað, samskonar viður- kenningu. Að athöfn lokinni var viðstödd- um boðið upp á veitingar. (------------------------------------------------1 I Skautasvell á íþróttavellinum | ! i i ■ i ! Undanfarin kvöld hefur verið margt um manninn ! I I | á íþróttavellinum í Neskaupstað. Þar hefur verið j j gott skautasvell sem óspart hefur verið notað. Er i [ ekki ónýtt að hafa skautasvell á svo aðgegnilegum ! stað. — En er ekki orðið tímabært að fara að huga ! að bygginu skautahallar? Gaman væri og gagnlegt ! I i að geta reist hana þegar íþróttahúsið er fullbúið. Austurland 16. febrúar 1968 \ 1 I I I I Haustopnun frá 27. ágúst 2001 Mánudaga - föstudaga 06:45 - 09.00 og 17.00 -19:30 laugardaga 10.00 - 18.00 sunnudaga 10.00 - 14.00 gufubað konur, þriðjudaga og laugardaga gUfubað karlar, fimmtudaga og sunnudaga

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.