Austurland - 31.08.2001, Síða 18
18
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
Norðfirðingafélagið eignast
húsnæði í Neskaupstað
Þeir Stefán, Tryggvi Þór og
Víðir Herbertssynir færðu í sumar
Norðfirðingafélaginu í Reykjavík,
íbúð í Neskaupstað að gjöf.
íbúðin er efri hæð í húsi því sem
var æskuheimili þeirra bræðra, en
faðir þeirra Herbert A. Jónsson
lést á síðasta ári. Þeir bræður eiga
hús í Mjóafirði, þaðan sem þeir
eiga ættir að rekja og áskilja sér
aðeins eina viku á ári í íbúðinni í
Neskaupstað.
Margir lögðust á eitt að lagfæra
íbúðina, teppi voru fjarlægð og
gólf lögð perketi og gjafir bárust,
svo sem gardínur, sófasett, þvotta-
vél og sjónvarp, svo eitthvað sé
nefnt. Það er von gefenda og
stjórnar Norðfirðingafélagsins að
þessi frábæra aðstaða verði til
þess að Norðfirðingar búsettir
syðra fari oftar í heimsóknir á
æskustöðvarnar.
íbúðin er að Hafnarbraut 54 og
er frábært útsýni yfir Norðfjörð. I
henni eru 3 svefnherbergi, sem í
eru sex rúm, stór stofa og eldhús
og að sjálfsögðu baðherbergi.
AustfjarcSaleiá óshar hlaÓinu til
liaiiiing ju ineó 50 árin og Jiahhar
samsiaríiá á liámmi
aruni.
Efri myndin er af
Hafnarbraut 54 í
Neskaupstað en efri
hœðin er eign
Norðfirðingafélagins.
Neðri myndin sýnir
stofuna. Takið eftir
málverkinu á mið-
stöðvarofninum. Það er
eftir Svein Vilhjálmsson
frá Dalatanga.
Flytjaxidi óskar Austurlandi
til hamixigfju meá
fimxntugfs afmæliá.
Þiá ílytjiá fréttir
en viá flytj um
flest annaá.
Morgunn á
Sólu roðinn Reyðarfjörður
reifar silfri Skrúð;
í möttli bláum báðum megin
brosa fjöllin prúð.
Brattar hlíðar Hólmatindsins
horfa í skyggðan íjörð,
seytla lækir silfurtærir,
svala þyrstri jörð.
Handan skarðsins opnast útsýn
yfir grænan dal,
Hengifossinn hörpu stillir
hér í fjallasal,
Seldalurinn sumarfagur
sjónum blasir við,
bjölluhljómi lindir lofa
landsins djúpa frið.
Blasa við oss nú sést neðar
Neskaupstaðar byggð,
í morgunroðans brosi skæru
blikar rúða skyggð.
Yfir dyrum Drangaskarðsins
drottnar blámi tær;
hér í faðmi láðs og lagar
liggur ungur bær.
Oddsskarði
Borðaprúðar fljótur fljóta
fyrir landi þar,
spegla sig í fjarðarfleti
flugstif Nípunnar.
Hrinda úr vörum hraustir
sjómenn
hreyfli knúðri skeið,
hugumglaðir halda á miðin
hafsins furðuleið.
Neyttu fengs þíns,
Neskaupstaður,
njóttu hafsins auðs,
megi ætfð ávöxt bera
annir daglegs brauðs,
Auð og giftu góðra vætta
gríptu höndum tveim,
fylgi hún hverju fleyi þínu
farsællega heim
2. ágúst 1969
Ragnar Jóhannesson
ÍURÖINUPIONUSTA • 1 UBBINUPJÖNUSTA * TURBINUÞjONUSTA
LOKSINS Á ÍSLANDI
N Ú T í M A TÚRBÍNUÞJÓNUSTA
VlLT ÞÚ HAFA T Ú R S í N U N A EINS ÖRUGGA OG HÆGT ER’
HÖFUM TEKIÐ í NOTKUN
VIÐURKENNDAN
TÖLVU-BALLANSERtNGARBEKK.
ÖRUGGARI, FLÓTLE6R1 OG ÓDÝRARI VIÐGEÐRIft,
GJÖRIG SVO VEL AB LÍTA V10,
EÐA HAFIB SAMBAND.
Í>AÐ ER ALLTAF HEITT Á KÖNNUNNI,
MDVÉLAR HF.
MWJUVBGUR 28, Pásthólf 597 - 200 Kópavog> ~ $M: 5672800 - Fax: 567 2806
mmammBnsmmáaaaaaáamm