Austurland - 31.08.2001, Side 16
16
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
Óhefðbundið Ijóð
að gefnu tilefni
Langt í burtu, hinum megin við hafið,
handan við það, sem við sjáum í mistri grafið
er mikið land sem liggur að öðrum sjó,
sem lítið snertir okkur, en dálítið þó,
því hér fyrir austan er fjörður af guði gerður
og gefið var honum nafnið Loðmundarfjörður.
Og þar er hreppstjóri gildur og bringubreiður,
broshýr venjulega, en getur orðið reiður.
Og mennirnir frá þessu stóra, stóra landi
stálust til að koma þar upp að sandi,
en hvað þeir voru að bjástra, bauka og sjóða
og bardúsa undir fánanum sínum rauða.
Það vissu þeir ekki sem lifa við Loðmundarfjörðinn,
en lögbrotið fór að svífa á réttlætisvörðinn.
Og hreppstjórinn símaði beint til Seyðisfjarðar
um sárlega misnotkun vorrar fósturjarðar,
og fógetinn, sem hvorki er feitur né sver
frakkanum hneppti upp í háls á sér,
og sendi Ægi heillaskeyti og hikaði ekki grand:
Handlakið Sovétríkin við Austurland.
Ægir kom þar með ógnandi byssutrjónum, ,
og umkringdi rússnesku skipin, sem flutu á sjónum, -ff
og sigldi með þau beint á fógetans fund
og framundan var nú mikil sigurstund.
En nú kom fyrir alvöru babb í bátinn,
því botninn hafði aldrei í keraldið verið látinn,
því rússinn í íslensku ekkert kunni,
og ekki var fógetinn betri í rússneskunni.
Og nú var lifað í einni veikri von:
Viltu koma austur, Hannibalsson?
Og nú var loksins rússn-íslenskur réttur
á rússn-fslensku kyrfilega settur.
En Rússinn þrætti og það sem verra var,
véfengdi jafnvel íslenskt réttarfar,
því í ritverkum Lenins urn vandamál vorrar jarðar
væri vikið hvergi orði til Loðmundarfjarðar,
og þess vegna hefði hann ekkert af sér gert
sem yrði á rússnesku talið hegningarvert
og ábyrgðin af öllum hans verkum og gerðum
að öllu leyti hvíldi á Krússjeff herðum.
Og það er svo sem ekkert að orðlengja þetta,
því allir vita, að Krúsjeff var látinn detta,
og fógetinn situr ennþá og dæmir og dæmir
og dæmir og dæmir og dæmir og dæmir og dæmir.
Brag þennan flutti Valgeir Sigurðsson, kennari á Seyðisftrði,
þegar spurningakeppni milli Seyðfirðinga og Norðfirðinga var
hljóðrituð 10. nóv. 1964.
Austurland - 50 ára
Um leið og við árnum Austurlandi allra heilla í tilefni hálfrar aldar
afmælis blaðsins og væntanlegum arftaka langra lífdaga, viljum við
minna lesendur á öflugt útibúanet Landsbankans á Austurlandi.
Útibú eða afgreiösla eru á eftirtöldum stöðum og eru talin að norðan:
• Vopnafjörður
• Seyðisfjörður
• Neskaupstaður
• Reyöarfjörður
• Stöðvarfjörður
• Djúpivogur
• Borgarfjörður
• Egilsstaðir
• Eskifjörður
• Fáskrúðsfjörður
• Breiðdalsvík
• Hornafjörður
Ekkert annað fjármálafyrirtæki veitir Austfirðingum jafn umfangsmikla,
trausta og góða þjónustu.
Landsbanki fslands hf.
Útibúin á Austurlandi.
Óskum Austnrlandi til
kamingíju með
50 ára afmælið.
Þökknm g’ott
samstarf.
Netagerð Friðriks Villijálmssonar Uí
Gúmmíl}áta|)j ónusta Austurlancls
Ne skaupstaá
óskar Austurlanái til
liamino’jLi meá
50 árin
Sparkaup FjaráaLyg’gá
S 477 1301 og 477 1185