Austurland - 31.08.2001, Qupperneq 14

Austurland - 31.08.2001, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 Ólöf Þorvaldsdóttir Að vera - eða vera ekki blaðið Austurland Jónas heitinn Árnason, rithöfundur, sem bjó um skeið í Neskaupstað, lýsti eitt sinn aðdáunarverðri staðfestu - norðfirskrar rollu og sagði að fátt væri Islendingum hollara en að horfast í augu við sauðkindina. Skyldi það vera til þess að við getum eflst af vissu um getu okkar eða til þess að við getum gert okkur ljósan vanmátt gagnvart sauðþrárri staðreynd. Það er vissulega hollt að horfast í augu við stað- reynd en það getur vafist fyrir mörgum að byggja á henni ákvörðun um hvort það sem við viljum eða viljum ekki, eigi rétt á sér, hvort það sem er, á að vera eða hverfa, hvort það sem lifir, á að lifa áfram eða deyja. Frammi fyrir þeirri ákvörðun verður að svara mörgum grund- vallarspurningum til þess að hægt sé að taka ábyrga afstöðu. Til hvers að vera? Til hvers að vera ekki? Flvernig og hvernig ekki? Hvaða strauma stíflum við? Ólöf Þorvaldsdóttir Hvaða afl leysum við úr læðingi? Hvaða farveg mótum við? Þeir sem hafa staðið að útgáfu Austurlands hafa undanfarið horfst í augu við þá staðreynd að verða að taka ákvörðun sem markar blaðinu nýtt líf eða dauða. I fimmtíu ár hefur blaðið verið hluti af straumi mannlífs á Astur- landi. Margoft á þeirri leið hefur þurft að taka ákvarðanir sem varða til- veru þess, finna nýjan farveg. Margoft hefur blaðið staðið af sér hrakspár eins og sauðþrá rolla og lifað af. Margoft hefur afl verið virkjað og annað leyst úr læðingi. Það afl sem nú þarf að virkja er viljinn - vilji fólksins, íbúanna á Austurlandi. Viljinn til að standa vörð um það sem skiptir máli fyrir tilveru þess, menningu og samkennd. Ákvörðun um framtíö Austurlands er ekki einungis í höndum ritsjórnar. Fyrir áratug skrifaði ég grein í blaðið sem ég nefndi: “Að taka við af Bjama”. Þar benti ég á að breyttir tímar og aðstæður krefjast þess að allir sem áhuga hafa á að blaðið verði áfram til, taki við af Bjarna. Tilvera Austur- lands byggist ekki á eins manns ákvörðun eða vinnu. Valdið er og á að vera á margra höndum hér eins og víðar; ritsjórn, íbúar, fyr- irtæki, félagasamtök, sveitarfélög, stofnanir, landstjórn - allir eiga hlut að máli í ákvörðun um hvort blað eins og Austurland lifir eða deyr. Þessir aðilar taka ákvörðun Tryggmgamiðstöðin hf. sendir Áusturlandi árnaðaróskir á 50 ára afmælinu um að vinna, kaupa, lesa, styðja, auglýsa - eða ekki. “Vilji er allt sem þarf “, sagði ágætt skáld sem hvatti þjóð sína til að rísa upp úr volæði. Viljinn er afl sem hreyfir til framkvæmda - ef Austfirðingar vilja blaðið Austurland þá verður það áfram til. Og til þess að Austfirðingar vilji blaðið þarf það að höfða til þeirra - vera málgagn nægilegs afls og samskiptavettvangur. Og þá kemur að grundvallar- spurningunni: Hvers konar blað á nógu sterkan bakhjarl eða hlýtur nógu sterkan hljómgrunn til þess að eiga trausta tilveru? Hvernig er óskablað - blaðið þitt - blað Austfirðinga. Er það blað sem hefur fram- tíðarsýn og er hvetjandi vettvang- ur umræðu? Á Austurland að vera hugsjóna- málgagn? Með heiðarlegri opinni austfirskri umræðu. Þar sem við finnum fjölbreytta austfirska framtíöarsýn? Þar sem austfirsku málfari er haldið við? Sem fjallar um austfirsk málefni í nærmynd á austfirskan hátt? Sem gerir aust- firskri menningu skil. Sem lýsir austfirsku mannlífi, gleði og sorg- um. Sem hlúir að austfirskri samkennd? Er það blað sem er spegill líð- andi stundar og tengir fólk og líf þess í byggðum fjórður.gsins? Á Austuland að vera dægurblað? Þar sem við miðlum upplýsingum um austfirskar athafnir, viðburði, líf, dauða, viðhorf. Ræðum saman. Kynnumst. Styttum fjarlægðir milli byggða. Á Austurland að vera hagsmuna- barátturit sem er lifandi vettvang- ur umræðu um austfirsk baráttu- mál, innan fjórðungs og utan. Sterk rödd Austfirðinga sem rýfur eintóna klið höfuðborgarsvæðisins? Blöð vítt um land reyndu að sameina allt þetta í einu blaði með: “Blað allra landsmanna að fyrirmynd”. Úr mörgum þeirra varð eins konar krambúð þar sem margt af því nauðsynlega fékkst, en bara lítið af hverju og við afar þröngan kost. Nálægðin við við- skiptavini setti mark á vöruvalið og varan var rétt yfir borðið á persónulegan hátt. Lágvörumark- aðurinn bak við fjöllin bláu fyrir sunnan er hins vegar óhagstæður samanburður og landsbyggðar- blöðin hafa breytt áherslum, fækkað vörutegundum, sum þeirra alveg horfið. Hugsjónir lúta í lægra haldi þar eins og fyrir sunnan. Austfirðingar þurfa á því að halda að nýta þau tæki sem þeir hafa til áhrifa á fleiri en einn veg. Það er sterkur leikur að virkja Austurland. Efla það þannig að það verði mun sterkari vettvangur fyrir fjölbreyttar austfirskar hug- sjónir og lýðræðisleg skoðana- skipti, upplýsingar, og hagsmuna- baráttu - það verði áhugaverð, persónuleg, séraustfirsk krambúð - eða er bara best að fara suður og kaupa kók ? Austurland osHar Nesprenti ti! íiamingju meö SO ára aímselið og þakHar íarseela samfylgd í hálfa öli

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.