Austurland - 31.08.2001, Síða 13
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
13
Skipulagsstofnun á
villigötum
Umræðan um úrskurð Skipu-
lagsstofnunar á umhverfismats-
skýrslu Kárahnjúkavirkjunar
hefur fyrst og fremst einkennst af
afstöðu manna til virkjana og
stóriðju. Þannig hafa andstæðing-
ar framkvæmdanna fagnað úr-
skurðinu og jafnvel gengið svo
langt að telja framkvæmdirnar úr
sögunni. Slíkt tal er blekking og
með ólíkindum að alþingismenn
sem samþykktu lögin um mat á
umhverfisáhrifum á síðasta ári
skuli taka undir slíkt.
Embættismenn á Skipulags-
stofnun hafa ekki slíkt vald því
lögin gera ráð fyrir að úrskurður
stofnunarinnar sé eitt stig matsins
sem lýkur hjá umhverfisráðherra.
Alþingi fjallar síðan um sjálft
virkjunarleyfið. Marg endurtekin
fullyrðing um vandaðan og lang-
an úrskurð stofnunarinnar stenst
ekki og segir rneira um þá sem
slík segja en úrskurðinn sjálfan.
Viðkvæmni við málefnalegri
gagnrýni á vinnubrögð Skipulags-
stofnunar er óskiljanleg því slík
gagnrýni hlítur að vera hluti af
lýðræðislegri umræðu.
Af mörgum ástæðum er nauð-
synlegt að þetta umhverfismat
fari alla leið. I fyrsta lagi er um
að ræða framkvæmd af þeirri
stærðargráðu að mikilvægt er að
vanda til verksins. 1 öðru lagi
mun niðurstaða málsins ráða
nriklu um efnahagslega framtíð
þjóðarinnar og þá ekki síst það
velferðarstig sem þjóðin mun búa
við til framtíðar. 1 þriðja lagi er í
fyrsta skipti verið að fjalla um, í
umhverfismatsferli, samfélags-
áhrif af stórframkvæmdum og því
mjög mikilvægt að ferlið sé
mótað til framtíðar.
Veikasti hlekkurinn
Umfjöllunin um samfélagsáhrif
er veikasti hlekkurinn í úrskurði
Skipulagsstofnunar og margt
bendir til þess að höfundar telji
hið mannlega samfélag litlu
Einar Már Sigurðarson
skipta. Flestum á að vera ljóst hve
mikilvægt er að greina sem best
áhrif stórframkvæmda á þætti
sem í lögum um mat á umhverfis-
áhrifum eru nefndir samfélag,
menning, atvinna og efnahagsleg
verðmæti.
Mat á samfélagsáhrifum stór-
framkvæmda er nýtt viðfangsefni
á Islandi. Þess vegna er nauðsyn-
legt að móta með hvaða hætti
skuli nálgast viðfangsefnið. Um-
ræðan um samfélagsáhrif'ein-
skorðast oft við að allt skuli met-
ið til fjár og þá er með einföldum
hætti hægt að ákveða hvort ráðast
skuli í framkvæmdir eða ekki.
Þetta er nálgun sem ekki gengur
upp því ekki er svarað grund-
vallarspumingum um skipan sam-
félagsins og nýtingu lífsins gæða.
Eðlilegt er að lýsa áhrifum
framkvæmdanna á þann hátt að
þær feli í sér mikla möguleika til
breytinga en ekki fyrirsjáanleg
áhrif. Þetta byggir á þeirri stað-
reynd að mannlegt samfélag er í
eðli sínu ekki tölfræðilegt fyrir-
bæri heldur gagnvirkt ferli. Þess
vegna á mat á samfélagsáhrifum
fyrst og fremst að draga fram
staðreyndir sem geta orðið grund-
völlur að upplýstri ákvarðanatöku
allra þeirra sem koma að verkefni
á borð við byggingu Kárahnjúka-
virkjunar og benda á möguleika
sem fólgnir eru í væntanlegum
framkvæmdum. Þannig má
tryggja að þeir sem tengjast verk-
efninu fái í hendur verkfæri til að
halda neikvæðum áhrifum í lág-
marki en hámarka jákvæðar afl-
eiðingar.
Röng nálgun
Þrátt fyrir skírskotun til um-
hverfis í víðum skilningi í 3. gr.
laga um mat á umhverfisáhrifum
virðist túlkun Skipulagsstofnunar
miðast fyrst og fremst við að
vernda umhverfið sem náttúru en
ekki sem samfélag. Þetta kemur
m.a. fram í því að stofnunin krefst
að með óyggjandi hætti sé sýnt
framá jákvæð efnahagsáhrif af
framkvæmdum við virkjunina til
mótvægis við röskun á náttúru. í
ljósi þessa virðist Skipulagsstofn-
un telja eðlilegt að umræða um
samfélagsmálefni eigi fyrst og
fremst að snúast um að tiltekin
umhverfisspjöll séu réttlætanleg í
ljósi efnahagslegs ávinnings.
Þannig tekur Skipulagsstofnun
undir með þeim sem telja að hægt
sé að ákveða framkvæmdir með
því annars vegar að meta fjár-
hagslegan ávinning og hins vegar
fjárhagslegt tap. Af því leiðir að
stofnunin leggur áherslu á að
skoða áhrif Kárahnjúkavirkjunar
á atvinnulíf og efnahag og ætlast
til að framkvæmdaaðilinn sýni
fram á fjárhagslegan ávinning af
virkjuninni bæði á landsvísu og á
Austurlandi. Þegar það tekst ekki
með óyggjandi hætti notar Skipu-
lagsstofnun það sem rök gegn
virkjun.
f stað þess að réttlæta virkjana-
framkvæmdir með þeirri forsendu
að um sé að ræða tryggan fjár-
hagslegan ávinning ber að horfa á
samfélagsáhrif sem tækifæri eða
möguleika til breytinga vegna
þess að samfélag manna er í eðli
sínu breytilegt og erfitt að spá
fyrir um þróun þess með örugg-
um hætti. Nálgun Skipulagsstofn-
unar magnar upp neikvæð áhrif á
náttúru landsins og dregur að
sama skapi úr jákvæðum
áhrifum á samfélagið.
Niðurstaða Skipulagsstofn-
unar, vegna rangrar nálgun-
ar, getur því ekki orðið
önnur en sú að hætt sé við
að náttúru Iandsins verði
spillt og að mögulega verði
lítill efnahagslegur ávinn-
ingur af öllu saman. Ef litið
er til þeirra möguleika sem
felast í byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar fyrir
íslenskt samfélag og þá
sérstaklega á Austurlandi er
Fiskimiöls
verksn
ijöls-
Ksmiðjur
Hönnun / Smiði / Viðgerðir / Þjónusta
*== HÉÐINN =
Stórás
Frá hugmynd f
að fullunnu verki
Stórás 6 • IS-210 Garðabæ
Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hebínn.is
ekki hægt að halda því fram að
samfélagsáhrif virkjunarinnar séu
hverfandi eða að samfélagslegur
ávinningur sé óljós.
Mótsögn
Skipulagsstofnunar
Ef krafan er sú að sýna fram á
væntanlegan efnahagsávinning er
óhjákvæmilegt annað en að líta á
Noral-verkefnið í heild sinni,
bæði hvað varðar áhrif á náttúru
og samfélagsáhrif. Þetta gerir
Skipulagsstofnun ekki og er því
ekki samkvæm sjálfri sér - það
verður hins vegar hlutverk um-
hverfisráðherra að skoða alla þætti
þessa stóra verkefnis í samhengi
og þá þarf vart að efast um niður-
stöðu.
Að mínu mati stenst nálgun
Skipulagsstofnunar á samfélags-
áhrifum ekki lágmarkskröfur sem
gera ber til jafn mikilvægs úr-
skurðar. Að auki vekur margt
undrun í úrskurðinum. Hér verða
aðeins nefnd örfá dæmi. Það litla
sem Skipulagsstofnun telur vera
fast í hendi um áhrif Kárahnjúka-
virkjunar á atvinnulíf er nei-
kvætt, þ.e. tímabundin þensla,
atvinnuleysi að framkvæmdum
loknum, rekstrarörðugleikar í
samkeppnisgreinum og neikvæð
áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu
án þess að það sé rökstutt nánar.
Þá telur Skipulagsstofnun ljóst
að varanleg áhrif framkvæmda
við Kárahnjúkavirkjun á íbúa- og
byggðaþróun á Austurlandi verði
óveruleg. Þessi niðurstaða er
mjög undarleg og í mótsögn við
fyrri ályktanir stofnunarinnar um
að áhrif Kárahnjúkavirkjunar á
atvinnulíf og efnahag séu óljós
eða muni jafnvel verða neikvæð.
Ef samræmis gætti er útilokað að
komast að þeirri niðurstöðu að
áhrif framkvæmdanna á íbúa- og
byggðaþróun á Austurlandi muni
verða óveruleg. Slík niðurstaða er
ótrúleg vegna þeirra möguleika til
þróunar og uppbyggingar sem
virkjunin skapar og að öðrum
kosti verða ekki til staðar. í niður-
stöðum Skipulagsstofnunar skort-
ir afstöðu til þeirra mögulegu
neikvæðu áhrifa sem fylgja því að
virkja ekki.
Það vekur furðu að stofnunin
tekur sjaldnast afstöðu til álita-
mála. Þrátt fyrir að úrskurðurinn
sé umfangsmikill í blaðsíðum er
þar nær eingöngu um að ræða
upptalningu á framlögðum álitum
Landsvirkjunar og þeirra sem
gera athugasemdir. í mörgum
tilvikum er það fyllilega óljóst
hvað það er sem Skipulagsstofn-
un tekur til greina og hvað ekki
og á hverju hún byggir úrskurð
sinn að lokum.
Hnekkja þarf
úrskurðinum
Hér er stuttlega fjallað um kafl-
ann um samfélagsáhrif í úrskurði
Skipulagsstofnunar og með fáum
dæmum gerð grein fyrir þeirri
skoðun minni að nauðsynlegt er
að umhverfismatsferlið gangi alla
leið. Vinnubrögð Skipulagsstofn-
unar mega t.d. ekki skapa þá
hættu að íslenskt velferðasam-
félag standist ekki samanburð við
nágrannalöndin. Úrskurði Skipu-
lagsstofnunar verður að hnekkja
annars er grundvelli velferðar-
kerfisins stefnt í voða og allar
breytingar á því til bóta í næstu
framtíð úr sögunni. Þannig á ekki
skila samfélaginu til bamanna
okkar.
Einar Már Sigurðarson
Er fólki sjálfrátt?
Andstæðingar virkjanaframkvæmda á Austurlandi hafa ekki
vanoað Austfirðingum kveðjurnar en hvergi em þær sóðalegri en á
heimasíðunni kreml.is. Aðstandendur síðunnar kunna greinilega
ekki að skammast sín. Þetta er það sem lagt er til að verði gert á
Austurlandi:
Bvggja píramída á Egilsstöðum
Selja Kínverjum Austurland undir eldflaugaskotpalla
Byggja glerhús yfir Fíjótsdalshérað og hefja tóbaksrækt
Setja upp lyfjarannsóknastofu í samvinnu við Hoffman-
LaRoche og nýta íbúana sem tilraunadýr
Banna útihátíðir allsstaðar nema í Atlavík
Selja íbúana í þrælkunarvinnu til Rússlands
Kaupa 3000 slökkvitæki og kveikja svo í Hallormsstaðaskógi
Leggja jarðgöng til Færeyja
Hefja mörgæsarækt á Vatnajökli
Byggja endurvinnslustöð fyrir kjarnorkuúrgang á
Neskaupstað
Þessar tillögur em öllu verri en tillögur vinstri grænna og Össurar
og hans samherja í Samfylkingunni. En nú gengur manna á milli í
fjöldasendingu mynd af Össuri þar sem segir: Ætlið þið að kjósa
hann? Austfirðingar svara þessari spurningu í næstu kosningum og
kannski væri ástæða til að senda svona fjöldasendingar af fleiri! Eg.