Eining - 01.04.1943, Side 2

Eining - 01.04.1943, Side 2
2 E I N I N G KRISTINN STEFANSSON, stórtemplar: Áfengismálin og heilbrigð Kristinn Stefánsson, stórtemplar. Öðru hverju rísa upp menn úr hópi þeirra, er Bakkus dýrka, og þykjast kjörnir til að segja þjóðinni til vegar í áfengismálunum. — Vegsögn þessara manna er að jafnaði fólgin í tvennu: Annars vegar kænlegum áróðri gegn starfsemi bindindismanna, en þó eink- um templara, og hins vegar upphróp- unum um, að „heilbrigð skynsemi“ eigi ein og geti ein skipað áfengismálunum á farsælan hátt fyrir þjóðina. Þeir eru ávallt auðþekktir þessir menn, hvort sem þeir koma fram sem blaðamenn, stjórnmálamenn eða tala annars staðar úr flokki. Þjóðin veit af reynslu, að þeir mæla ekki spámann- lega. Spor þeirra í áfengismálunum hræða. Hverjir voru það, sem börðust gegn afnámi „staupasölunnar“ svokölluðu, að banna að selja vín. í staupatali við búð- arborðið hverjum, sem hafa vildi? Hverjir voru það, sem börðust gegn setningu laga um innflutningsbann á áf engi ? Hverjir voru það, sem unnu á allan hátt gegn bannlögunum og tókst að eyði- leggja þau smátt og smátt, unz þau voru að lokum felld úr gildi? Hverju lofuðu þessir menn þjóðinni, ef bannlögin yrðu afnumin, og hvernig hafa þau loforð verið efnd? Hverjir hafa róið að því öllum árum, skynsemi að leyfð yrði bruggun og sala áfengs öls í landinu? Hverjir eru það, sem beint og óbeint hafa ávallt unnið að því, að sala áfengra drykkja yrði háð sem minnstum tak- mörkunum af hálfu hins opinbera? Það eru mennirnir, sem sí og æ tala um það í ræðu og riti, að „heilbrigð skynsemi“ eigi að ráða ein um skipun áfengismálanna í landinu. Áhrif templ- ara og annarra bindindismanna á þessa löggjöf á að hafa verið skaðleg og eigi því að hverfa. Það eru mennirnir, sem ræða um að skapa þurfi nýja „áfengismenningu“ í landinu og um nauðsyn þess að „kenna mönnum að drekka“. Það eru mennirnir, sem efla vilja áfengismagnið sem mest í þessu landi, og vinna því markvisst gegn öllum um- bótum á áfengislöggjöfinni, er miða að því að takmarka áfengisnotkunina. Allt þetta kom glöggt í ljós í sam- bandi við umræður og afgreiðslu laga um héraðabönn, er samþykkt voru á Alþingi 1. marz s.l. Mál þetta var undir- búið og flutt á síðasta þingi fyrir til- stuðlun Stórstúku Islands og voru flutn- ingsmenn þess Sigfús Sigurhjartarson, Haraldur Guðmundsson, Eysteinn Jóns- son og Ingólfur Jónsson. Reyndist andstaðan gegn frumvarp- inu mjög hörð á þinginu og leit svo út um skeið, að það yrði fellt í efri deild, en náði þó samþykki með eins atkvæðis meira hluta, að vísu stórlega skemmt, eins og síðar mun frá skýrt. Frumv. átti víðar andstæðinga, en á meðal alþingismanna. I sumum blöðum höfuðborgarinnar var reynt að gera sem minnst úr málinu. I einu dagblaði var heiftinni út af frumvarpinu snúið gegn templurum og afskiptum og áhrif- um þeirra fyrr og síðar af setningu laga um áfengismál. Megin rök þessa blaðs virtust þau, að „heilbrigð skynsemi" ætti að ráða í áfengismálunum. Nánari skýringu á þessu hugtaki gaf blaðið ekki, aðra en þá, að þeirrar „skynsemi“ væri ekki að leita meðal templara. En öll hin misheppnaða árás þessa virðu- lega dagblaðs gegn héraðabönnum og afskiptum templara af því máli og öðr- um, missir algerlega marks. Og það má kalla skemmtilega tilviljun, að á sömu blaðsíðunni og veitzt er gegn þessu frumvarpi, er skýrt frá „Minningar- sjóði Björns ráðherra Jónssonar“. Læt- ur blaðið svo ummælt, að B. J. ráðherra hafi verið „einhver harðskeyttasti bar- dagamaður í sjálfstæðismálum og öðr- um menningar- og framfaramálum“. Mun þetta mega kallast sannmæli. En þá er rétt að geta þess, að B. J. var ein- hver skeleggasti maðurinn í baráttunni fyrir bannlögunum, og enginn einn mað- ur átti meiri þátt í því að þau lög voru sett, en einmitt hann. Og mér er nær að halda, að B. J. hafi talið það mál eitt mesta menningarmálið, sem hann beitt- ist fyrir og kom fram. Það má því ætla, að þessi mæti mað- ur hefði talið lög um héraðabönn stefna í rétta átt, eins og nú er málum komið. Héraðabönn eru í fyllsta samræmi við lýðræði. Þau eru réttlætismál. Það er ákvörðunarréttur fólksins sjálfs, sem ræður. En auk þess hafa þessi lög num- ið herfilegt misræmi úr áfengislögun- um, misræmi, sem óþekkt mun í öðrum íslenzkum lögum fyrr og síðar. Samkv. Spánarundanþágunni, er svo hefir ver- ið nefnd, var ákveðið í lögum að setja á stofn áfengisútsölur í kaupstöðum landsins. Var þetta gert án þess að leit- að væri álits viðkomandi kaupstaðabúa um málið. Við þetta situr enn. íbúar þessara kaupstaða, sjö að tölu, geta eklci losnað við þessa verzlun, jafnvel þótt flestir bæjarbúar óskuðu þess. ís- firðingar hafa oftar en einu sinni gert tilraun í þá átt. Bæjarstjórn kaupstað- arins hefir samþykkt, að áfengisútsal- an þar yrði lögð niður, og þeir hafa neitað að skipa upp áfengi, en orðið að lúta í lægra haldi. Hins vegar mætti hugsa sér, að aðrir staðir á landinu hefðu viljað hafa útsölu hjá sér, en slíkt var heldur ekki leyfilegt samkv. lögun- um. Lög þau um héraðabönn, sem samþ. voru 1. marz s.l., gera ráð fyrir því, að nýjar útsölur megi setja á stofn, sé það samþykkt með meira hluta greiddra at- kvæða í viðkomandi sýslu- eða bæjar- félagi. Á sama hátt verður útsala að- eins lögð niður aftur, að samþykkt sé með meira hluta atkvæða. Hér er því engum gert rangt til, fólk- ið ræður sjálft, hvort það vill hafa áfengisútsölu eða ekki. — Þetta var aðal efni frumv., eins og það var lagt fyrir Alþingi. En við meðferð málsins á þingi, kom draugur í spilið. Þeir, sem fella vildu frumv., töldu, að það bryti gegn Spánarsamningunum, ef að lög- um yrði. En eins og alþjóð veit, hafa þessir alræmdu samningar nú um skeið aðeins verið þýðingarlaust pappírsgagn. Ennfremur er þess að geta, að fulltrúi Islands varð að hrökklast úr Spáni fyr- ir nokkrum árum, og síðar er hann kom þar og óskaði viðtals við spönsku ríkis- stjórnina, fékk hann enga áheyrn og hvarf þá enn þaðan úr landi. Þessir samningar virðast því ekki vera mjög bindandi fyrir íslenzka ríkið. En til þess að láta málið ekki stranda á þess- ari hótfyndni manna, sem vildi frumv. feigt, var bætt við það nýrri grein svo- hljóðandi: „Nú telur ríkisstjórnin, að lög þessi

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.