Eining - 01.04.1943, Page 8
8
E I N I N G
MUNIÐ að hugsa vel um garðana í sumar. aldrei hefur riðið meira á því að fá góða og mikla uppskeru. Vinnið garðana snemma og vel, látið út- sæðið spíra hæfilega. Æk Oewbur§t'§ ^jp “Syuko”
Látið illgresið engan frið fá. Geríisaumsilki
Úðið til varnar myglunni. er löngu viðurkennt fyrir haldgóða
endingu.
íslenzka Fæst í um 300 litum.
irímerkjabókin
III. útgáfa nýkomin út.
Verð kr. 50.00. Heildsölubirgðir:
Fæst hjá bóksölum. G. HELGASON & MELSTED h.f.
Gísli Sigurbjörnsson Frímerkjaverzlun, Reykjavík. Reykjavík
Þórarinn Magnússon:
Hugleiðingar
um íþróffir
Flestar hinna menntuðu þjóða hafa
tekið upp íþróttastarfsemi fyrir eldri
sem yngri þjóðfélagsborgara sína með
skipulagðri íþróttaþjálfun í borg og
byggð, skólum, félögum og vinnuflokk-
um.
Líkamsþjálfunin er viðurkennt
þroska- og menningaratriði á sinn hátt
eins og andleg fræðsla er nauðsynleg
til þróunar andlegri menningu.
Segja má, að hjá okkur íslendingum
sé íþróttastarfið á byrjunarstigi, enda
þótt einstaka félög séu búin að vinna
að líkamsmenningu í nær því 50 ár, þá
er það fyrst nú, að ríkið tekur að skipu-
leggja íþróttastarfsemi í hinum ýmsu
héruðum landsins, skólum og félögum.
Með íþróttalöggjöf, skipun íþrótta-
nefnda og íþróttafulltrúa ríkisins er
hafið nýtt skipulag íþróttamála þjóðar-
innar. Enda þótt allmargir gallar séu
á skipulagi og íþróttalöggjöf ríkisins,
er hitt þó víst, að hér er um mikla fram-
för að ræða, sem vonandi á eftir að
þróast og endurskapast til fullkomnun-
ar og heilla fyrir alþjóð. Allir unnend-
ur íþróttamálanna fagna því afskiptum
ríkisvaldsins af þessum málum.
Fullyrða má, að öll menningarmál
eigi sér nokkra andmælendur, sem með
margskonar áhrifum og oft miður heið-
arlegum aðferðum reyna að rífa niður
það, sem aðrir byggja upp, og svo er
um íþróttastarfið. Enn í dag hafa ein-
staka afturhaldssamir og skammsýnir
menn mikla löngun til þess að spilla og
kasta rýrð á gildi íþróttahreyfingarinn-
ar. Satt er það, að mörg mistök hafa
orðið í þjálfun einstaklinga, og því mið-
ur hafa nokkrir menn beðið tjón á heilsu
fyrir misheppnaða þjálfun og ofurkapp
í keppni, en slíkt þarf ekki að rýra gildi
íþróttanna. Engum kemur til hugar, að
hvetja heilbrigða menn til þess að hætta
að neyta hollrar fæðu, þótt f jöldi manna
spilli heilsu sinni á ofáti.
Líkama mannsins má líkja við vél,
sem slitnar við of mikla notkun, en get-
ur líka ryðgað sökum vanhirðu og of
lítillar notkunar. Vélin þarf góða og ná-
kvæma hirðingu, ef hún á að ná fullu
notagildi og endast tilætlaðan tíma. Hið
sama gildir um líkama mannsins. Erf-
iðismaðurinn þarf að hafa hollt og gott
fæði, nægan og reglubundirm svefn og
hvíld; einnig góða líkamsræstingu og
léttar og mýkjandi líkamsæfingar til
viðhalds hreysti og jafnvægi líkamans.
Menn, sem lítið erfiði stunda daglega,
þurfa, auk hinna léttari og mýkjandi
æfinga, einnig áreynslumeiri íþróttaæf-
ingar. Markmiðið er: íþróttir við allra
hæfi. En afleiðing almennrar þjálfunar
verður framhaldsþjálfun til afreka fyr-
ir einstaka menn og flokka.
Því fullkomnari, sem hin almenna
íþróttaþjálfun hverrar þjóðar er, því
fleiri afreksíþróttamenn elur hún upp.
Afrek íþróttamanna og fjöldi þeirra er
því mælikvarði annarra þjóða á menn-
ing hennar.
Það er staðreynd, að andlega og lík-
amlega þroskaður maður leysir lífsstarf
sitt betur af hendi en hinn, sem vanbú-
inn er að líkams- og sálarþroska. Þetta
gildir og um þjóðfélagsheildina.
Nú er vetur að kveðja og nýtt sumar
að heilsa. Á liðnum vetri hafa margir
iðkað íþróttir eftir getu, og eru því vel
búnir undir erfið sumarstörf og íþrótta-
afrek. En því miður eru þeir víst fleiri,
sem eytt hafa frístundum sínum í veit-
inga- og kaffihúsum í miður hollum fé-
lagsskap og eru því að meira eða minna
leyti lamaðir á sál og líkama. Slíkir
menn þyrftu að athuga sinn gang og
bæta ráð sitt, notfæra sér hina mörgu
möguleika, sem sumarið veitir hverjum
manni til að endurlífga og efla líkama
sinn og sál. Þeir ættu og að notfæra sér
hollan félagsskap til slíkrar endurnýj-
unar.
íþróttaleiðtogar og íþróttafélög! Lát-
ið starfsemi ykkar ná til allra, með al-
menna þjálfun fyrst og fremst fyrir
augum. Munið, að afleiðing hinnar al-
mennu þjálfunar er: þroskað þjóðfélag
og fleiri og meiri afreksmenn.
ísafoldai’prentsmiðja h.f.