Eining - 10.01.1944, Side 1
EINING
Templarasveit! Vertu trú, vertu sterk,
vertu trygg viö þín heit!
Berðu œgishjálm prúð yfir aðkast og níð,
afli kœrleikans knúð alla komandi tíð!
Og þú hlýtur, þú hlýtur að sigra um síð!
Guðm. Guðmundsson.
2. árgangur.
Reykjavík, 10. janúar 1944.
1. blað.
OÐTEMPLARAEEGLA
A ISLANDI 60 A
STOFMU® 10. JAMÍIAR 1884
A
Hún hefur staðizt prófið. Hún hefur
hlotið sinn sigursveig. Iienni hefur
farnast líkt og öllum miklum spá•
mönnum og siðabótamönnum. Hlut-
skipti þeirra hefur orðið hlutskipti
hennar. Hún hefur hlotið sömu með-
ferð, sömu viðurkenningu, sömu and-
stöðu, söm u hollustu,
bœði hatur og elsku, of-
sóknir og aðdáun.
Hún hefur staðizt
prófið — 60 ára próf hér
á landi — hlotið aðals-
merki og verðugan sig-
ursveig.
Hún fœddist í ónáð
heimsdrottnanna, sem
jafnan láta sér lynda að hagnast á
eymd og ókjörum annarra manna.
Hún ávann sér með tíð og tím a álit
jafnvel forustumanna þjóðanna.
Hún var tortryggð, rœgð og fyrir-
litin, en bugaði alla þá andstöðu með
þrautseigju og góðverkum.
Sérgóðir sœllífismenn hafa verið
andstœðingar hennar. Aumir og að-
þrengdir hafa litið hana vonaraugum.
Hún hefur beygt sig niður að hinum
lítilmótlegustu, en þorað einnig að
standa frammi fyrir löggefandi sam-
kundum og drottnurum og átelja þá
fyrir léttúð þeirra, mannúðarleysi og
glœpsamleg viðskipti og verzlun með
þá vöru, sem mestri bölvun hefur stráð
á veg breyskra manna.
Hún hefur í öllu svar-
ið sig í œtt hinna miklu
siðabótamanna og spá-
manna. Hún hefur ráð-
izt á verstu meinin, rétt
hinum aumustu hjálpar-
hönd, slegið varnarmúr
um óspillta œsku, unnið
gegn sorglegasta bölinu,
keppt að hœsta markinu
— brœðralagi allra manna, og sýnt í
verki dœmafáa bjartsýni og fórnfýsi,
helgað sér glœsilega hugsjón og spáð
hinni björtustu framtíð.
Hún hefur staðizt prófið. Hún á enn
grimma andstœðinga, enn er hún rœgð
og illa umtöluð, en hún hefur unnið
hylli fjölda manna og er elskuðaf þeim,
sem gerzt hafa lœrisveinar hennar.
Hún hefur sagt greinilega til œttar
sinnar og uppruna.