Eining - 10.01.1944, Qupperneq 2
2
E I N I N G
Kristinn Stefánsson, stórtemplar:
Athafnalíf og hagur Reglunnar
Kristinn Stefánsson, kand. theol.
I.
Góðtemplarareglan á Islandi er 60
ára. Að baki er merkileg saga um sigra
og einnig um ósigra, viðbui’ðarík saga,
er sýnir mikið og fói’nfúst starf í þágu
göfugs málefnis, saga um þrotlausa og
markvissa baráttu að ákveðnu marki.
Sú saga er skráð í stórum dráttum á
öðrum stað í þessu blaði. Hér verður
gerð tilraun til að lýsa því að nokkru,
hvernig hag Reglunnar er nú farið,
hvaða áhrif og þýðingu starfsemi Regl-
unnar hefir fyrir þjóðfélagið og loks
bent á nokkur verkefni, sem Reglunnar
bíða í náinni framtíð.
sem jafnvel geta komið niður á afkom-
endunum í 3. og 4. lið.
I þessu er meginstarf Reglunnar
fólgið, — að þurrka landið. En Reglan
hefur einnig snúizt að ýmsum öðrum
menningar- og mannúðarmálum, eins
og alkunnugt er, og mun svo einnig
verða í framtíðinni. Engin slík mál eru
Reglunni óviðkomandi. — Reglan vill
styðja eftir getu, hvert það mál,
sem miðar að því að auka hamingju og
hreysti landsins barna og stuðlar að
því að bæta mennina og gera þá að
nýtari þjóðfélagsþegnum. Leiðir þetta
af sjálfu sér, þar sem háleitasta hug-
sjón Reglunnar er bræðralag allra
manna.
I fullu samræmi við það, sem nú hefir
verið sagt, hefir starf Reglunnar verið
og er enn, enda mun það mál þeirra,
er til þekkja og skyn bera á þessa hluti,
að Reglan hafi verið þjóðleg í bezta
skilningi og unnið mikið mennigarstarf
í þjóðfélaginu.
II.
Hvernig er þá hag Reglunnar komið
nú?
Starf Reglunnar er mjög margþætt
og geysimikið, þótt unnið sé nær ein-
göngu í tómstundum, endurgjaldslaust,
en af áhuga fyrir málefninu.
Hinn 1. febr. 1943 voru starfandi í
landinu 53 stúkur fullorðinna og 53
barnastúkur eða samtals 106 stúkur. Á
árinu hafa verið stofnaðar 5 barnastúk-
ur. Félagar í þessum 106 stúkum voru
samtals 9412 og er það litlu fleira en
árið áður.
Þrátt fyrir það, þótt undanfarandi
stríðsár hafi reynzt örðug öllu félags-
lífi í þessu landi og mörg félög hafi
beðið mikið afhroð, má kalla að Reglan
hafi nokkurn veginn haldið sínu. Á
sumum stöðum er nú í vetur t. d. gróska
í starfinu og fjöldi nýliða bætist í fylk-
ingarnar.
Templarar sýna nú ótrúlega mikinn
félagsþrótt. Ekkert nema sleitulaust
starf þúsund templara hefði megnað
að halda svo í horfinu, sem raun ber
vitni um, á þessum félagslega erfiðu
tímum. Baráttan í áfengismálunum er
að vísu örðug og ástandið alvarlegt. Þó
fæst þar litlu um þokað. Ríkið sjálft
heldur verndarhendi sinni yfir áfengis-
verzluninni. Miljónirnar streyma í rík-
iskassann. Þjóðin drekkur. Hún sóar í
áfengi, ekki aðeins geysilegu fé, heldur
nokkru af viti sínu, hreysti, hamingju
og fegurð. En hér vinnst lítið á í bili,
þótt ekkert lát sé á sókn.
Reglan hefur hinsvegar sótt á á öðr-
um sviðum. Starf hennar er fjölþætt og
skapandi, eins og nú skulu sýnd nokkur
dæmi um.
Stúkan Framsókn á Siglufirði stofn-
aði fyrir nokkrum árum Sjómanna- og
gestaheimili á Siglufirði. Heimili þetta
hefur eflzt með hverju ári og nýtur nú
Góðtemplarareglan er alþjóðleg í eðli
sínu og nýtur sameiginlegrar yfirstjórn-
ar um heim allan, þar sem hún starfar.
Grundvallarlög, siðastarf og venjur
eru sameiginleg eign allra góðtemplara-
stúkna, hvar sem þær eru á hnettinum.
Þetta tengir hinar smæstu deildir Regl-
unnar saman, þannig að úr skapast ein
heild, föst í sniðum, markviss, líkleg til
langlífis og afreka.
En þó að Reglan sé alþjóðleg, er hún
jafnframt þjóðleg. Hún er að því leyti
skyld kristinni kirkju. Háleitum hug-
sjónum verður ekki skorinn þröngur
stakkur. Þær eru hvorki háðar tíma né
rúrni, og þessvegna hvorttveggja í senn
þjóðlegar og alþjóðlegar. Baráttan við
áfengið, áfengisauðmagnið og drykkju-
siðina, er alls staðar sama eðlis.
Sú barátta hefir verið háð hér á landi
af góðtemplurum í 60 ár. Hún er háð til
að bægja böli frá dyrum náungans,
forða þjóðinni frá hervirkjum áfengis-
ins og hinum ógurlegu afleiðingum þess,
Félagafjöldi Reglunnar á árunum 1886—1941.