Eining - 10.01.1944, Page 3

Eining - 10.01.1944, Page 3
E I N I N G viðurkenningar ríkis og bæjar, stofnana og einstaklinga, og það að verðleikum. Heimilið er starfrækt sumarmánuðina, og eiga þar sjómenn, sem fjarri eru heimilum sínum, öruggan griðastað, þegar landlegudagar eru á Siglufirði. Á lesstofu liggja frammi flest íslenzk blöð og tímarit. Pappír og ritföng til bréfaskrifta fá sjómennirnir eftir þörfum. Bækur eru þeim lánaðar úr bókasafni heimilisins. Veitingar eru seldar miklu lægra verði en á veitinga- búsum. Ennfremur aðstoðar heimilið sjómennina á ýmsan hátt, sem hér yrði °f langt mál upp að telja. Það mun mála sannast, að þjóðin stendur í þakklætisskuld við templara fyrir stofnun og rekstur þessarar menn- ingar- og mannúðarstofnunar. Jaðar, landnám templara í Reykjavík, niun í framtíðinni verða eftirsóttur skemmti- og dvalarstaður fyrir templ- nra. Landnám þetta er í útjaðri Heið- nierkur á undurfögrum stað skammt frá Elliðavatni. Þar er mikið unnið árlega °g mest í þegnskylduvinnu. Svæðið er allstórt, ca. 10 ha., afgirt fjárheldri girðingu. Þúsundir plantna hafa verið gróðursettar og dafna þær vel. S. 1. sumar var þar brotið allmikið land og sáð í það. Verður þar íþróttavöllur. Nú or að því unnið að reisa að Jaðri mikla byggingu, er verði til afnota fyrir templara í Reykjavík. Borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjórn var í sum- ni’ boðið að Jaðri. Létu þeir hið bezta yfir þeim framkvæmdum, sem þar höfðu verið unnar. Hressingarheimilið í Kumbaravogi stofnaði Stórstúka íslands á s. 1. ári og hefur rekið það síðan, unz ríkið tekur nú við því samkvæmt lögum, er sam- Þykkt hafa verið á Alþingi. Stofnun bessi er þjóðarnauðsyn og hefir, að hómi kunnugra, farið myndarlega af stað. Umdæmisstúkan nr. 1 vinnur nú ötul- lega að stofnun barnaheimilis. Keypti Umdæmisstúkan jörðina Kumbaravog í þeim tilgangi og hefur lagt þar í ^nikinn kostnað, fullgert byggingar, er bar voru og reist viðbyggingu. Mun þar strax verða komið á fót barnaheimili, begar Hressingarheimilið getur flutt baðan. Templarar norðanlands hafa einnig í undirbúningi stofnun barna- heimilis fyrir norðlenzk börn. Þingstúka Reykjavíkur opnaði í haust uPplýsingastöð um bindindismál og hefur hún síðan verið opin tvær klukku- stundir í viku. Margir, sem sárt eru ieiknir af völdum áfengisins, hafa leitað &ðstoðar og ráða hjá upplýsingastöðinni °g þykir hún vinna hið mesta þjóð- Pytjastarf. Um húsbyggingar á vegum Reglunn- ar er að sjálfsögðu ekki að ræða á þess- Uln tímum. Þó eru stúkurnar í Reykja- vík nú að láta gera vistlegan og vandað- au fundarsal í Templarahöllinni, Frí- bú’kjuvegi 11, er þær keyptu fyrir tveim árum. Tekur salur þessi um 100 P^anns í sæti og er eingöngu ætlaður fyrir starfsemi Reglunnar í höfuðborg- inni. Þá hafa templarar á Akureyri nýlega lokið gagngerðri viðgerð og miklum breytingum á Templarahúsinu Skjald- borg.á Akureyri, þannig að það er nú sem nýtt hús og hið vandaðasta. III. Þá vil eg nefna þann mikla þátt, sem templarar í Reykjavík, og nú einnig á Akureyri, hafa átt í því að bæta skemmtanalífið í þessum bæjum. Unga fólkið vill dansa. Öll samkomuhús borg- arinnar eru þéttskipuð um helgar af dansandi fólki. Ábyrgum og hugsandi mönnum er hinsvegar ekki sama við hvaða skilyrði æskan skemmtir sér. — Templarar í Reykjavík hafa undanfar- in ár haft dansleiki í húsi sínu, þar sem menn hafa getað notið skemmtunar án ónæðis drukkinna manna. Hefur þar jafnan verið gætt fyllstu regiu og ölvuð- um mönnum vísað á dyr, hafi þeir kom- izt inn. Nú hefur skemmtifélag Góð- templara (S. G. T.) leigt stærsta sam- komusal borgarinnar, Sýningarskálann, og haft þar dansleiki nokkrum sinnum í viku. Er þar sami myndarbragurinn á öllum samkomum. Þar fá ölvaðir menn ekki aðgang og því síður griðastað. Þá hafa templarar á Akureyri hafið sams- konar starfsemi í hinu nýviðgerða húsi sínu og hlotið lof fyrir í norðlenzkum blöðum. Þessi viðleytni templara að bæta skemmtanalífið, hefir borið góðan ár- angur, og Reglan hefur verið hvött til að halda þessari starfsemi áfram og auka hana, ef unnt væri. — IV. Einn merkasti atburður í sögu bind- indismálsins á síðari árum tel ég vera samvinnu þá, sem hafin er um bind- indismál milli Stórstúku íslands, I. S. I., U. M. F. í. og Bindindisfélaga í skólum. Nefnd, kosin af þessum aðilum, hefur nú starfað í nær tvö ár. Hóf hún útgáfu blaðs þessa, er hvarvetna hefur verið vel tekið og á væntanlega fyrir sér mikla útbreiðslu og sigurför um landið. Auk þess hefur nefndin ýmsar ráðagerðir á prjónunum, er miða að því að efla bindindi með þjóðinni. Ein sú merkasta er að koma, þegar fært þykir, á fót sýningu í Reykjavík fyrir skóla og almennig. Sýnt yrði með mynd- um og línuritum áhrif áfengisnotkunar í þjóðfélaginu, t. d. heilsuspjöll af völd- um áfengisneyzlu, lögbrot o. s. frv. — Að þessu máli er nú unnið og er þess að vænta, að takast megi, áður langir tímar líða, að opna slíka sýningu. Þar yrðu það fyrst og fremst tölurnar, sem töluðu, en þegar um áfengismál er að ræða, verða menn helzt að geta þreifað á, til þess að trúa. Enn má benda á margt, sem Reglan hefur nú með höndum og vert er frá- sagnar. Eg bendi að lokum á bókaút- gáfu Stórstúkunnar. Reglan á og gefur út elzta, stærsta og útbreiddasta barna- blað landsins, Æskuna. Til blaðs þessa er vandað eftir föngum og mun það standast samjöfnuð við beztu erlend barnablöð. Þá gefur Stórstúkan árlega út nokkrar barna- og unglingabækur eftir þekkta höfunda. Bækur Æskunnar þykja vandaðar, bæði að efni og frá- gangi og útgefandanum til sóma. Þá hafa og reglufélagar og stúkur víðsvegar um land beitt sér fyrir ýms- um menningarmálum og þarfafyrir- tækjum, hlúð að bókasöfnum, lestrar- félögum, ræktunarstarfi og uppeldis- málum allverulega, þar sem um ung- linga- og barnastúkustarfið er að ræða, sem áreiðanlega hefur unnið þjóðinni meira gagn, en menn almennt gera sér ljóst. V. Eg hefi hér að framan nefnt nokkur fyrirtæki, sem rekin eru á vegum Góð- templarareglunnar, til þess að sýna, að

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.