Eining - 10.01.1944, Qupperneq 5

Eining - 10.01.1944, Qupperneq 5
E I N I N G 5 Siyfús Sigurhjartarson, alþm.: Sigfús Sigurhjartarson, alþm., fyrv. stórteniplar. Regla Góðtemplara hefur starfað í sextíu ár á Islandi. Gamall félagsskap- stirnaður í formum og úreltum starfsháttum, munu margir segja, og það sem merkilegra er, margir munu óska að svo sé. Fljótt á litið kann þetta að virðast fáránleg staðhæfing, en gæt- betur að. Það er staðreynd, að þeim sannleikanum verður hver sárreiðastur, sem hann annaðhvort vill ekki eða getur ekki lotið, en þekkir hann þó, veit að hann heitir og er sannleikur. Hinn mikli °S eilífi sannleikur um „bræðralag allra ^fanna", sem Reglunni ber að boða, hefur af þessum sökum eignazt marga óvildarmenn, og þá ekki síður sá sann- ieikur, að bindindi er hverjum bezt. k’egar af þessum sökum hugsa ýmsir kaldlega til Reglu vorrar, en við þetta bætist, að þusundir voldugra manna eiga fjáraflavonir sínar undir því, að bræður berjist og áfengi fljóti. Ægivald sínum gegn þeim bölvaldi, sem „stelur ^eði guma“. Margir af nýtustu sonum þjóðarinn- ar, fyrr 0g síðar, hafa skipað sér undir lána Reglunnar. Þeir hafa séð hið mikla höl, er áfengið olli og lagt fram krafta s>na til að eyða því. Þetta starf heldur áfram. Sá, sem vinnur að því að bæta ^ennina og fegra lífið, hefur helgað sig þeirri þjónustu við lífið sjálft, sem aidrei verður að fullu lokið. — Engan skyldi því furða, þótt Reglan hafi starf- að í heilan mannsaldur á Islandi og sé einhver fyrstu landssamtök, er um get- Ul' hér á landi. Félagsskapur, sem vinn- Ur menningar- og mannúðarstörf af al- huga og trúmennsku, verður langlífur i iandinu. kaldrifjaðra auðjöfra leggst gegn hverjum þeim, sem berst gegn sundr- ung og svalli, því að auður þeirra og völd nærast á ófriði og áfengi. Af þess- um sökum öllum er það, að þeir eru ekki allfáir, sem munu óska þess, að vor sextíu ára Regla sé frosin í göml- um formum og að feigð sæki að henni. En vér, sem höfum svarið fána Regl- unnar hollustu, lítum öðruvísi á málið. Vér óskum, að eins og bræðralagshug- sjónin er eilíf, megi æska Reglunnar verða eilíf, og vér strengjum þess heit, að samhæfa starfsaðferðir Reglunnar líðandi stund, að gera hana að virkum og völdum þætti í framsókn þjóðarinn- ar til betri tíma og fulkomnara lífs. Áhorfandi spyr, hvað hafið þið gert í þessu efni hér heima á íslandi, á síð- ustu tímum? Spurningin er réttmæt, og henni ber að svara. Vér höfum numið land og ræktað skóga, þó lágvaxnir séu enn. Vér höfum stofnað heimili til frí- stundadvalar fyrir sjómenn og aðra, sem fjarri eru heimilum sínum, á Siglu- firði. Vér höfum reynt að halda uppi heilbrigðu, áfengislausu skemmtanalífi fyrir almennig í Reykjavík og víðar. Vér höfum farið heim á heimili drykkju- manna og reynt að vinna fyrir þá og þeirra nánustu eftir beztu getu. Vér höfum boðið þeim að leita til vor um ráð og hjálp á vissum tímum. Vér höf- um komið á fót hressingarheimili fyrir drykkjumenn. Vér höfum gefið út bæk- ur og blöð fyrir æsku þessa lands, og eigum stærsta og elsta barnablað lands- ins, Æskuna. Vér komum saman til funda í viku hverri til að gefa hver öðrum hvatning og þrótt til nýrra starfa. Allt þetta höfum vér gert og gerum, og ætlum að gera í enn stærri stíl og með starfsaðferðum, sem hverj- um tíma og tækifæri henta. Því Regla vor er þjónn háleitra hugsjóna og henni ber að ynna þjónsstarfið af hendi með fullkominni trúmennsku, og henni ber að reisa það á grundvelli raunhæfninn- ar. Raunhæfur maðurveit.að öll siðabót, allar framfarir, verða að byggjast á jákvæðum áhuga, á áhuga fyrir því, sem gott er, síður á fyrirlitningu og fjandskap við það, sem illt er. Ef þú villt hefja æskuna til þroska og frama, sem sé meiri því, er ellin á bezt, þá gefðu henni jákvæð hugðarefni. Sýndu henni, að landið okkar bíður, heiðalönd þess, hraun og svartir sandar, láttu hana heyra, að það kallar, kallar á sér- hvern son og sérhverja dóttur og biður um skrúð skóganna. Sýndu henni að maðurinn, sem ver ævi sinni ómenni- lega, þráir að verða fyrirmyndarmaður, kenndu henni að heyra, að hann kallar á samhug og samstarf við að byggja upp sitt eigið líf. Sýndu henni, að hver bær við sjó og í sveit á að verða fagur og hagkvæmur, á að vera gróðurreitur fyrir fagurt og gott mannlíf. Kenndu henni að heyra, hvernig léleg húsakynni, ljótar götur, óþrifnaður og vanræksla, hrópa á umbætur, hrópa á f •!• r X Reglan 60 ára Me'8 geislafald um glaftar brár, af Gu8i send a8 þerra tár, vor Regla kom eitt auSnuár, á öldinni, sem lei8. Þá var liún ung og œskurjó'S, me'8 eld í sál og logheitt bló8, og vakti hug hjá heilli þjó8; en hennar margt þar bei8: A8 deyfa þjáning drykkjumanns og draga úr böli vina hans, a8 annast hreinleik œskumanns, og ey8a kvöl og ney8. y ? T ♦*♦ I X f I f ♦*♦ t I ? ? i ! ? ? ? f f f f f ? | f || f I f ? ? I 1 I ? f f X Hún kom a8 heyja heilagt strí8,* a8 hefja sterkan, frjálsan lý8, a8 búa öllum betri tí8, og bœta sérhvern mann. Me8 geislafald um gldSar brár, af Gu8i send a8 þerra tár, hún sat a8 völdum sextíu ár, og sigra marga vann. Og Reglan orkar enn í dag, a8 efla sátt og brœ8ralag, a8 blessa þjó8ar bú og hag, og bo8a kœrleikann. Þótt ví8a ríki ógnaröld, me8 ölvun, strí8 og syndagjöld, mun Reglan hljóta ví8tœk völd, og vaxta mennt hjá þjó8, I von og trú hún velur sér þa8 verk setn Gu8i kœrast er, og kœrleikseld í brjósti ber, þar brennur heilög gló8, a8 ylja þeim, sem eiga bágt, og efla á jör8u fri8 og sátt. í dag ber merki hennar hátt. Og heitt er enn vort bló8. Pétur Sigur8sson. I ? ? {■ I 1 ? X ? 1 I ■i I ? ? i- ? ? 1 X ? f f ? : góða menn til að vinna, vinna til að gera heiminn betri. Allt þetta veit vor aldna Regla, og á þessum grundvelli vill hún starfa gegn áfengisnautninni og fyrir bræðralagið. Hversu vel henni tekst er undir oss komið, sem höfum svarið henni trúnað- areiða, og á sextugsafmæli hennar vilj- um vér allir strengja þess heit að efla hið jákvæða starf hennar, að leggja meira á okkur en nokkru sinni fyrr til að samræma starf hennar kröfum nútímans og gera það að verulegum þætti í menningar- og framfarabaráttu þjóðarinnar.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.