Eining - 10.01.1944, Page 10

Eining - 10.01.1944, Page 10
10 E I N I N G EINING er stofnuö fyrst og fremst til sóknar gegn áfengisbölinu og eflingar bind- indi og fögrum siðum. En henni er jafnframt ætlað að flytja sem fjöl- breyttast efni um liin ýmsu áhuga- mál manna og menningu þeirra: and- legt líf, bókmenntir, listir, íþróttir og félagslíf, uppeldi, heimilislíf, hjúskap og ástalíf, heilbrigði og skemmtana- llf. — Blaðið óskar eftir fregnum af menningarstarfi og félagslífi manna víðsvegar á landinu. SIGURGEIR SIGURÐSSON, biskup-. UTGEFENDUR: Samvinnunefnd Stórstúku íslands, íþróttasambands íslands, Ungmennafélaga íslands og Sambands bindindisfélaga í skólum. NEFNDARMENN: Pétur Sigurðsson, erindreki. Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúi. Ingimar Jóhannesson, kennari. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri. Guðmundur Sveinsson, stud. theol. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 982, Reykjavík. Sími 5956. Argangurinn kostar 10 kr. Hirin trúarlegi [oáHur Reglunnar Hver sá, er kynnzt hefur Góðtemplarareglunni, bœði siðakerfi hennar og lögum, veit, að hún lœtur sér annf um að byggja starf sitf á grundvelli kristindómsins. Siðakerfið (ritualið) er þrungið af anda hans og krafti. Hinir vitru menn, sem stofnuðu Regluna og sömdu hið upprunalega siðakerfi hennar, vissu hvað þeir voru að gera. Þeir vildu byggja upp félagsskap, er sfœðisf sformana á hafi tímans, þeir vildu reisa hús, er byggt vœri á bjargi. Þeir sáu réttilega, að kristindómurinn var bjargið. Enda hefur Reglan sfaðið styrk og föst, þóft oft hafi stormar geisað og beljandi lœkir komið. Áfengisflóðið hefur ekki megnað að brjóta hús hennar. Eg hygg að það sé um fram allt þessi þáttur í rituali Regl- unnar, sem hefur gerf fundina í stúkunum sterka og hátíð- lega. Jafnvel þótf fjölbreytt fundarefni hafi stundum skorf, þá bœtti hið hátíðlega og fagra rifual það upp, og fundar- menn heyrðu þar og fundu einhvern sannleika, sem þeir ef til vill höfðu ekki veitt athygli áður. Þess vegna gátu fundarsiðirnir aldrei orðið áhrifalausir. Þeir komu stöðugt með nýja áminningu um að rœkja skyldur, sem Góðfempl- arareglan og hugsjón hennar lagði meðlimum sinum á herðar. Eg hef þekkt nokkra menn, sem lengi höfðu verið fé- lagar í G.-t.-reglunni, sem héldu því fram, að koma þeirra á fundina hefði orðið þéim til mikils gagns og blessunar, þótt j fundarefni hafi ekki verið annað, en fyrirskipaðir fundarsiðir. En það er þó umfram allf í fundarstarfinu sjálfu, sem hinn trúarlegi þáttur birtisf. Eg get ekki hugsað mér að unnt : sé að lýsa þessum þœtti með öðru betur en að minna á frásögnina um miskunnsama Samverjann. Hugsjón Regl- unnar er án efa sú, að starfað sé i hans anda. Hún vill ekki ganga fram hjá bróðurnum, sem liggur við veginn. Hún vill líkna honum og veita honum alla þá hjálp og umönn- un, sem í valdi hennar stendur. Hún vill að hver einstakur meðlimur sé öllum stundum reiðubúinn til að rétta manni, sem af völdum áfengisins liggur við veginn, bróðurhönd. Og hún vill í raun og veru, eftir því sem eg skil hana, láfa þá bróðurhönd vera fram- rétta hvenœr sem á þarf að halda, þótt aðrar ástœður en áfengisnautn valdi böli meðbróðurins. Hugsjón Góðtemplarareglunnar er í eðli s'mu kristin, eins og bezf má verða. Hún vill framkvœma einn hinn fegursta þáftinn í kœrleiksboðskap Jesú Krists, sem hann hafði í huga er hann sagði: Elskið hvorn annan á sama hátt og eg hefi elskað yður. _____ Þáttur frœðslustjóra Stórstúkunnar: Bræðralagið Alþjóðaregla góðtemplara er grund- völluð á föðurást Guðs og bræðralagi mannanna. Hún er bróðurlegt sam- félag, þar sem hinn sterki styður hinn veikari til heilbrigðara lífs, jafnframt og hann minnist þess að báðir eru þeir hlekkur í sömu keðju. Og reynslan hefur sýnt, að þessi bræðralagsandi er á rök- um reistur. Fjöldi þeirra manna, sem Reglan hefur hjálpað undan oki áfengis- ástríðunnar, hafa reynzt hinir nýtustu félagsmenn. Sumum kann nú að virðast, að menn eigi fyrst og fremst að hugsa um sjálfa sig, og nokkur sannleikur felist í hinni aldagömlu kenningu: „Á ég að gæta bróður míns?“ En eg hygg, að slíkt sé varhugaverður hugsunarháttur. — 1 mannlífinu er hver einstaklingur svo náið tengdur öðrum, að örlög eins manns hafa oft mikil áhrif á líf annarra. Lífið er eining. Það er ekki hægt að lifa því svo, að menn ekki á einhvern hátt njóti eða gjaldi annara. Eða skyldi konu og börnum drykkj umannsins finnast sér það óviðkomandi mál, hvort hann er ofurseldur áfengisnautninni eða honum tekst að sigrast á þeirri freistingu? Bræðralagshugsjónin er byggð á göf- ugri lífsskoðun, þótt okkur breyskum og þróttlitlum mönnum gangi erfið- lega að framkvæma hana. Ýmsir skop- ast að ávarpsorðunum „bróðir“ og „systir“ innan Reglunnar. En það gera ekki aðrir en þeir, sem skilja ekki, hve háleit hugsjón er bak við þetta ávarp — hugsjónin um einingu og skyldur allra manna. En hvað hefur þá Reglan hér á landi gert til að sýna þessa hugsjón í verki? Frá því er skýrt allrækilega á öðrum stað í hér blaðinu, og því ekki endur- tekið hér. En allt hefur það starf Regl- unnar miðað að því, að bæta og fegra líf annarra, hvort sem það eru mat- gjafir handa fátæku fólki, sumardvöl fátækra bæjarbarna, lækning áfengis- sjúkra manna, eða hlýlegt heimili fyrir heimilislausa sjómenn. Öll þessi verk eru í fyllsta samræmi við bræðralags- hugsjón Reglunnar. Hver sá félagi, sem sér jafningja sinn í hverjum bróður og systur, skilur bræðralagið rétt. Reglan klofnaði eitt sinn í tvær greinar um það, hvort taka skyldi svertingja í góðtemplarastúkur. En þessar tvær greinar runnu aftur saman í eitt, og sættust á að halda fast við bræðralagshugsjónina án tillits til stjórnmálaksoðana, trúarskoðana eða kynþátta. Hið háleita markmið, sem felst í bræðralagi mannanna, er samanofið hinum daglegu störfum í góðtemplara- stúkum. Siðakerfið með báðum þessum þáttum skapar sérstakan félagsanda innan Reglunnar ólíkan öðrum félögum.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.