Eining - 10.01.1944, Qupperneq 13

Eining - 10.01.1944, Qupperneq 13
Guðm. Guðmundsson, skáld, fyrv. stórtemplar. Sr. Sigtryggur Guðlaugsson, Sigurður Jónsson, skólastjóri, fyrv. stórtemplar. Þorv. Þorvarðsson, fyrv. stórtemplar. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Árni Björnsson. Guðmundur Magnússon, skáld. Sr. Haraldur Níelsson, prófessor. Einar Kvaran, rith. fyrv. stórtemplar. Sr. Friðrik Friðriksson Templarahúsið í Reykjavík, Myndir þessar eru teknar að mestu leyti úr myndasafni Stórstúkunnar, en því miður voru ekki við hendi myndir af ýmsum merk- um templurum víðsvegar á landinu, og tími ekki til að afla þeirra. # Attabreyting Þegar hart er í ári og illa vorar, gæta hienn oft til veðurs og þrá áttabreyt- ingu. Undanfarin ár hefur verið alls- konar ástandstíðarfar á landi hér. Hef- ur slíku fylgt óáran í félagslífi manna, siðum og aðgerðum á ýmsum sviðum. Góðtemplarareglan hefur einnig orðið vör við þessa félagslegu ótíð. En nú iýtur út fyrir að ofurlítil áttabreyting sé að verða. Reglan færist í aukana á nÝ. Reykjavíkurstúkurnar fjölga nú fé- lögum sínum. Þær stúkur, sem tekið hafa inn á síðustu mánuðum nýja fé- laga svo tugum skiptir, eru helst stúk- urnar Freyja, Verðandi og Víkingur. Þar af mun Freyja vera hæst og hefur tekið inn um 60—70 nýja félagsmenn. Einnig hafa stúkurnar fyrir norðan verið að safna liði á ný, sérstaklega stúkan Brynja á Akureyri. Sumaí’ Reykjavíkurstúkurnar hafa nú undan- farið haldið upp á afmæli sín. Stúkan Víkingur hafði prýðilegan afmælisfund og samsæti í byrjun desember s. 1. og tók þá inn 14 nýja félaga. Var það ágæt- ur liðsauki. Nokkrar systur færðu þá stúkunni að gjöf nýja hvíta dúka á borð- in. Þá hélt stúkan Dröfn upp á afmæli sitt fyrir skömmu. Færði þá Þorsteinn Þorsteinsson, kaupmaður, stúkunni að gjöf þúsund krónur. Oft er nú f jölmennt á fundum og samkomum Reglunnar. Það er sjáanleg breyting til batnaðar. Veitir heldur ekki af að hefja nýja sókn gegn þeim illa fjanda, sem enn leikur þjóðina grátt, veldur slysum og víða mikilli sorg og mæðu. Fyrir skömmu gekkst þingstúka Reykjvíkur fyrir almennri samkomu til kynningar og eflingar bindindisstarf- inu. Samkoman var í sýningarskála listamanna og var afar fjölsótt. Hún þótti gefast ágætlega, þótt influenzan gerði okkur dálítil óþægindi, tók til dæmis frá okkur suma beztu skemmti- kraftana. Aðal ræðurnar fluttu þeir Sigfús Sigurhjartarson, alþm. og Krist- inn Stefánsson, stórtemplar, flutti ræðu þá, sem Ólafur Björnsson, kaupmaður á Akranesi, ætlaði að flytja, en gat ekki sökum lasleika. Þingtemplar, Þorsteinn J. Sigurðsson, setti samkomuna, Helgi Helgason, verzlunarstj. stjórnaði fundi, systurnar frú Þóra og Emelía Borg skemmtu með upplestri og undirspili. Var það ágæt skemmtun. Samkomunni sleit svo formaður undirbúningsnefndar — undirritaður. P. S. Utanreglukaupendur blaðsins verða að sýna því umburðarlyndi, þótt efni þess sé nokkuð einhliða að þessu sinni. Ástæðan er augljós.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.