Eining - 01.12.1945, Síða 3
E I N I N G
a
rækja sitt íilutverk í lífinu. Hinsvegar má
því heldur ekki gleyma, að æskan er þjóð-
arinnar dýrmætasta eign, og framtíð hins
unga og óþroskaða lýðveldis er undir
því komin, að æska landsins skilji til
hlítar skyldur sínar við land sitt og þjóð
og hagi athöfnum sínum og framferði í
samræmi við það. Sérhver æskumaður,
sem glatast í hringiðu áfengisflóðsins er
því vorri fámennu þjéð sár missir, og
þótt starf æskulýðsfélaganna og ýmissa
bindindissamtaka hafi miklu áorkað, þá
verður augunum ekki lokað fyrir þeirri
staðreynd, að áfengisnautn æskunnar hef-
ur stórum aukizt í seinni tíð. Fyrir starf
bindindissamtaka skólaæskunnar og at-
beina margra ágætra forustumanna ís-
lenzkra skóla, hafði að mestu tekizt að
útrýma áfengisnautn úr flestum skólum
landsins, en nú er ískyggilega mikið farið
að bera á áfengisnautn í mörgum skólum.
Jafnvel samkomur skólaæskunnar eru
þannig margar hverjar ekki lausar við
ómenningu áfengisnautnarinnar.
En æskan hefir sínar ákærur fram að
bera gegn eldri kynslóðinni, því að sann-
arlega hefir hún ekki rækt sem skyldi það
hlutverk sitt að vera börnum sínum til
fyrirmyndar í hófsemi og góðum siðum.
Hér í Reykjavík og víðar um land er það
ekki ótítt, að foreldrar haldi drykkju-
veizlur í húsum sínum og láti jafnvel ung
börn sín flækjast um — hirðulaus innan
um drukkna gestina og jafnvel sjá for-
eldra sína ölvaða. Það þarf engan sál-
fræðing til þess að gera sér í hugarlund
hin óheillavænlegu áhrif slíks atferlis á
óþroskað sálarlíf barnanna. Hvernig eiga
líka foreldrar, sem tíðum neyta áfengis,
að prédika bindindi fyrir börnum sínum?
Það er ekki hagt að ásaka unglingana
fyrir að stæla foreldra sína.
Forráðamenn þjóðarinnar eiga hér
einnig sína sök. Það eru þeir, sem eiga
að vísa þjóðinni hina réttu leið, í þessum
málum jafnt sem öðrum. En mér er ekki
grunlaust um, að þangað hafi tíðum verið
lítillar fyrirmyndar að leita. Eg held, að
hófsemi í áfengisnautn sé ekki megin-
dyggð vorrar ágætu embættismannastétt-
ar, þótt þar séu margar góðar undantekn-
ingar eins og annars staðar. Þá hefur
áfengið einnig verið drjúg og auðsótt
tekjulind, sem freistandi hefir verið að
hagnýta sér, þegar ríkiskassinn hefir verið
tómur, og hefir þá sá kosturinn verið
valinn að svæfa samvizkuna með því að
veita nokkrar þúsundir króna til bindind-
isstarfsemi. Er það þó óneitanlega dálítið
broslegt, að valdhafarnir skuli styrkja
starfsemi, sem miðar að því að draga
úr gróða fyrirtækis, sem þessir sömu vald-
hafar telja lífsnauðsyn að starfrækja.
Sennilega finnst sumum ég taka nokkuð
djúpt f árinni og ræða mín ofstækiskennd,
en hér er sannarlega ekki um neitt hé-
gómamál að ræða heldur alvarlegt vanda-
mál, sem verður að líta á með fullkomnu
raunsæi, og það er ekki til lengdar hægt
að skella skollaeyrum við aðvörunum
bindindismanna. Afengisdýrkendur geta
auðvitað bent á fjölda manna, sem virð-
ast lifa góðu lífi og hamingjusömu, þótt
þeir skvetti einstaka sinnum í sig, eins og
þeir orða það, og telja óhæfu að svifta
þessa menn þeirri ánægju, sem áfengið
veitir þeim. En þetta er aukaatriði. Það
verður að líta á áfengismálin frá þjóð-
félagslegu sjónarmiði og meta kosti og
galla áfengisneyzlunnar eftir þeirri at-
hugun. Eftir þeim mælikvarða fullyrði ég
hiklaust, að drykkjuskapurinn sé orðinn
alvarlegt þjóðarböl, sem sé að grafa und-
an siðferði allstórs hluta af æsku þjóð-
arinnar. Þetta þjóðarböl verðum vér að
uppræta, ef vér viljum skapa hér fyrir-
myndar þjóðfélag. Það er í því sambandi
tilgangslaust að vitna í aðrar þjóðir og
áfengisnautn þeirra. Það er oss enginn
sómi að apa eftir öðrum þjóðum það, sem
miður fer, heldur ætti það að verða oss
hvatning til dáða, ef vér teljum oss geta
upprætt úr eigin þjóðlífi ósóma, sem aðr-
ar þjóðir -hafa ekki getað við ráðið hjá
sér.
Vafalaust má að töluverðu leyti rekja
hina auknu áfengisnautn til þess siðferði-
lega umróts, sem styrjöldin hefur valdið.
Þótt vér íslendingar höfum búið við efna-
Iega velmegun, þá höfum vér goldið al-
varlegt siðferðilegt afhroð, sem ékki verð-
ur metið til fjár, og enginn getur senni-
lega til hlítar gert sér grein fyrir. Enginn
veit t. d. hversu margar stúlkur hafa beð-
ið siðferðilegt skipbrot vegna hvatvíslegs
samneytis við hið erlenda setulið í land-
inu. Nokkuð má þó ráða af því, að á-
ætlað er á fjárhagsáætlun Reykjavíkur
fyrir árið 1945, að bærinn þurfi að greiða
200 þúsund krónur í meðlög með börn-
um, sem ekki hefur sannast faðerni að,
og mun þar vera um að ræða börn setu
liðsmanna. Þar að auki eru svo þau börn,
sem sannast hefir faðerni að. Þetta snert-
ir að vísu ekki áfengismálin, en ég leyfi
mér að fullyrða, að áfengið hafi oft á
tíðum átt verulegan hlut í óheillavænleg-
um kynnum íslenzkra æskumanna og
kvenna við hið erlenda setulið, og hafi
síður en svo stuðlað að því' að auka álit
hinna erlendu manna á íslenzku þjóðinni.
Hinn merki Vestur-íslendingur, Soffanias
Þorkelsson, sem dvaldi hér um þær mund-
ir, er ísland var hernumið, hefir einnig
látið í Ijós áhyggjur sínar vegna hinnar
óhóflegu áfengisnotkunar, sem hann
kvaðst hafa orðið var við á Islandi.
Það er því engum efa bundið, að ís-
lenzka þjóðin á nú við að stríða alvar-
leg siðferðileg vandamál, sem áreiðan-
lega er eins mikilvægt að leysa og hin
fjárhagslegu vandamál. Kemur þar margt
fleira til greina en eiturlyfjanautirnar, en
ég fullyrði, að siðferðisþreki þjóðarinnar
verður ætíð hætta búin, meðan þær fá
að leika Iausum *hala. Það verður að út-
rýma áfengisnautninni úr samkvæmislíf-
inu í Iandinu. Skólaæskan verður að taka
höndum saman um að hrekja Bakkus út
fyrir vébönd íslenzkra skóla. Sönn mennt-
un og neyzla skaðlegra eiturlyfja getur
ekki átt neina samleið. Skólaæskan á að
verða annarri æsku þjóðarinnar verðug
fyrirmynd. Hún verður að minnast þess,
að sönn menntun er engu síður fólgin
háttvísri og siðfágaðri framkomu en bók-
legum lærdómi. Æskulýðssamtökin öll
verða að hefja öflugt samstárf, ekki að
eins gegn áfengisbölinu, heldur einnig
gegn öllum skaðlegum siðvenjum, sem
orðið geta þjóðinni til trafala að því
marki að verða fyrirmyndarþjóð, sem náð
geti virðingu og trausti annarra þjóða.
Þing og stjórn verða að taka áfengismálið
til rækilegrar meðferðar, og væri æski-
legt að skipuð yrði að opinberri tilhlutun
nefnd sérfróðra manna til þess að rann-
saka á vísindalegan hátt áhrif áfengisins
á siðferði og efnahag þjóðarinnar. —
Stjórnarvöldin verða að reyna að draga
úr áfengissölunni í stað þess að auka
hana. Siðferði og óskert þrek æskunnar
er þjóðinni meira virði en þær umbætur,
sem kann að vera hægt að gera með arði
eiturlyfjasölu. Skapa verður æskunni skil-
yrði til þess að geta stundað heilbrigðar
skemmtanir og geta eytt tómstundum sín-
um á þroskandi hátt. Þjóðin öll verður
að hefja herferð gegn hinum siðferði-
legu meinsemdum í þjóðlífinu, svo að hér
geti búið hraust og dugmikil þjóð, sem
eflist með hverri kynslóð í stað þess að
úrkynjast.
Sennilega myndu það taldar bindindis-
öfgar, ef ég héldi því fram, að íslenzka
þjóðin væri ekki raunverulega frjáls þjóð,
fyrr en hún hefði gert áfengið útlægt.
Samt ætla ég að gerast svo djarfur að
halda því fram. Maður, sem er þræll
skaðlegra nautna, hvort sem það er á-
fengisnautn eða aðrar nautnir, er ekki
frjáls. Vilji hans er fjötraður. Bindindis-
starfsemin er því frelsisbarátta •— bar-
átta gegn voldugum harðstjóra, sem á
marga auðmjúka þjóna, bæði hér á landi
og annarsstaðar. Hinn heimskunni þjóðar-
Ieiðtogi og mannvinur, Abraham Linoholn,
lýsti því yfir, þegar hann hafði leyst
blökkumennina úr ánauð, að næst myndi
hann snúa sér að því að leysa Bandaríkja-
þjóðina úr viðjum áfengisnautnarinnar.
Því miður féll hann fyrir morðingjahendi,
áður en hann gæti hafið þá baráttu.
í nafni bindindissamtaka skólaæskunnar
heiti ég á alla æsku landsins að hafna
áfenginu og temja sér þær siðvenjur ein-
ar, sem efla siðferðisþrek hennar og stæla
andlegan og Iíkamlegan þrótt hennar.
Minnstu þess æska, að þér er falið það
ábyrgðarhlutverk að fleyta hinu íslenzka
lýðveldi yfir örðugleika bernskuáranna.
Minnstu þess, að framundan eru óteljandi
verkefni, sem bíða starfandi handa, og
þú munt þurfa á öllum þrótti þínum að
•halda við að leysa þau. Láttu hina eðli-
legu gleði heilbrigðar æsku fá útrás í
starfi þínu og leikum, en hafnaðu gervi-
gleði skaðlegra eiturlyfja. Komandi kyn-
slóðir vænta þess, að þú gerir skyldu þína,
og tryggir með heilbrigðu Iífi þínu þrótt
þeirra og baráttuþrek. Framtíð íslands er
í þínum höndum.
Fyrir hönd Sambands bindindisfélaga í
skólum þakka ég svo öllum þeim, sem
hlýtt hafa á mál okkar hér í kvöld. Heill
og hamingja fylgi íslenzkri æsku og þjóð-
inni allri.